Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2024 16:05 Hjónin Þórir og Ingunn eru stofnendur Sunnu. Sunna frjósemi hefur fengið samþykkt starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu og mun formlega opna frjósemisstofu í Evuhúsi í Urðarhvarfi á haustmánuðunum. Aðeins ein frjósemisstofa hefur verið starfandi á Íslandi síðustu áratugi en með opnun Sunnu frjósemi verða þær tvær. „Það er gríðarleg eftirvænting hjá starfsfólki að geta boðið fólki í frjósemisferli velkomið í haust. Það hefur verið ákall eftir heilbrigðri samkeppni á sviði tæknifrjóvgana og við sáum tækifæri í að koma með okkar þekkingu og áherslur að borðinu,” segir Þórir Harðarson, doktor í frjósemisfræðum og einn eigenda Sunnu frjósemi, í tilkynningu frá Sunnu. Mikil eftirspurn hefur verið eftir tæknifrjóvgunum hér á landi. Á árunum 2018 - 2022 gengust ríflega 2.000 einstaklingar eða pör undir slíkar meðferðir. Þá fer þeim líka hratt fjölgandi sem leita til annarra landa eftir frjósemisþjónustu. Sjúkratryggingar niðurgreiddu tæknifrjóvgunarmeðferðir hjá sjö einstaklingum sem sóttu meðferðir erlendis árið 2020 en 62 árið 2022. „Frjósemisvandi er eitthvað það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum og við trúum því að frjósemismeðferð eigi að vera manneskjuleg og styðjandi. Sunna mun leggja áherslu á nærgætni, hlýju og samkennd og skapa umhverfi þar sem fólk finnur fyrir öryggi og stuðningi,” segir Ingunn Jónsdóttir, einn stofnenda Sunnu. „Ef það er eitthvað sem við höfum lært á þeim tíma sem við höfum starfað við frjósemi er það að maður getur aldrei vandað sig nógu mikið.” Stofnendur Sunnu eru hjónin Ingunn og Þórir. Ingunn er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og Þórir er sérfræðingur í frjósemi. Þau hafa áratuga reynslu af frjósemislækningum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Auk þeirra hafa Kristbjörg Heiður Olsen, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, og Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, gengið til liðs við Sunnu sem eigendur. Þær deila bæði ástríðu fyrir að veita framúrskarandi umönnun og stuðning í frjósemisferlinu. Fyrirtækið Ósar hf. er einnig hluthafi í Sunnu og veitir mikilvæga stoðþjónustu. Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. 23. september 2024 20:02 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Opna nýja frjósemismiðstöð á haustmánuðum Á haustmánuðum verður opnuð ný frjósemismiðstöð á Íslandi. Miðstöðin hefur fengið nafnið Sunna – frjósemismiðstöð og verður rekin af hjónunum Þóri Harðarsyni, sérfræðingi í frjósemi og kennara við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands, og Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni. 22. mars 2024 09:00 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
„Það er gríðarleg eftirvænting hjá starfsfólki að geta boðið fólki í frjósemisferli velkomið í haust. Það hefur verið ákall eftir heilbrigðri samkeppni á sviði tæknifrjóvgana og við sáum tækifæri í að koma með okkar þekkingu og áherslur að borðinu,” segir Þórir Harðarson, doktor í frjósemisfræðum og einn eigenda Sunnu frjósemi, í tilkynningu frá Sunnu. Mikil eftirspurn hefur verið eftir tæknifrjóvgunum hér á landi. Á árunum 2018 - 2022 gengust ríflega 2.000 einstaklingar eða pör undir slíkar meðferðir. Þá fer þeim líka hratt fjölgandi sem leita til annarra landa eftir frjósemisþjónustu. Sjúkratryggingar niðurgreiddu tæknifrjóvgunarmeðferðir hjá sjö einstaklingum sem sóttu meðferðir erlendis árið 2020 en 62 árið 2022. „Frjósemisvandi er eitthvað það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum og við trúum því að frjósemismeðferð eigi að vera manneskjuleg og styðjandi. Sunna mun leggja áherslu á nærgætni, hlýju og samkennd og skapa umhverfi þar sem fólk finnur fyrir öryggi og stuðningi,” segir Ingunn Jónsdóttir, einn stofnenda Sunnu. „Ef það er eitthvað sem við höfum lært á þeim tíma sem við höfum starfað við frjósemi er það að maður getur aldrei vandað sig nógu mikið.” Stofnendur Sunnu eru hjónin Ingunn og Þórir. Ingunn er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og Þórir er sérfræðingur í frjósemi. Þau hafa áratuga reynslu af frjósemislækningum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Auk þeirra hafa Kristbjörg Heiður Olsen, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, og Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, gengið til liðs við Sunnu sem eigendur. Þær deila bæði ástríðu fyrir að veita framúrskarandi umönnun og stuðning í frjósemisferlinu. Fyrirtækið Ósar hf. er einnig hluthafi í Sunnu og veitir mikilvæga stoðþjónustu.
Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. 23. september 2024 20:02 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Opna nýja frjósemismiðstöð á haustmánuðum Á haustmánuðum verður opnuð ný frjósemismiðstöð á Íslandi. Miðstöðin hefur fengið nafnið Sunna – frjósemismiðstöð og verður rekin af hjónunum Þóri Harðarsyni, sérfræðingi í frjósemi og kennara við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands, og Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni. 22. mars 2024 09:00 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. 23. september 2024 20:02
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03
Opna nýja frjósemismiðstöð á haustmánuðum Á haustmánuðum verður opnuð ný frjósemismiðstöð á Íslandi. Miðstöðin hefur fengið nafnið Sunna – frjósemismiðstöð og verður rekin af hjónunum Þóri Harðarsyni, sérfræðingi í frjósemi og kennara við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands, og Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni. 22. mars 2024 09:00