Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2024 08:33 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar. Vísir/Einar Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Nefndin kynnir niðurstöðu sína á fundi klukkan 9:30. Útsendingu má sjá að neðan. Í yfirlýsingunni segir að fasteignaverð sé hátt og afleiðingar eldsumbrotanna á Reykjanesi og fólksflutningar til landsins hafi meðal annars átt þátt í hækkun þess undanfarin misseri. „Umsvif í byggingariðnaði eru enn nokkuð kröftug líkt og skýr merki eru um af vinnumarkaði og í vexti útlána til byggingageirans. Sterk eiginfjárstaða margra lántakenda veitir svigrúm til endurskipulagningar útlána ef þörf krefur. Fáar vísbendingar eru um almennan greiðsluvanda heimila og fyrirtækja þrátt fyrir að mikil verðbólga og háir vextir reynist mörgum áskorun. Takmarkanir á skuldsetningu við fasteignakaup, launahækkanir og hátt atvinnustig eiga ríkan þátt í viðnámsþrótti heimila. Sókn heimila og fyrirtækja í verðtryggð lán á kostnað óverðtryggðra hefur leitt til þess að verðtryggingarójöfnuður bankanna hefur vaxið, enda stærstur hluti fjármögnunar þeirra óverðtryggður. Þetta gæti reynst áskorun fyrir fjármálakerfið,“ segir í yfirlýsingunni. Gildi sveiflujöfnunarauka óbreytt Nefndin greinir jafnframt frá því að ákveðið hafi verið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósent. „Álagspróf Seðlabanka Íslands á kerfislega mikilvæga banka gefa til kynna að þeir gætu staðist umtalsvert álag. Ekki hefur dregið úr áhættu í fjármálakerfinu og telur nefndin því mikilvægt að fjármálafyrirtæki búi við sterka eiginfjárstöðu. Fjármálastöðugleikanefnd undirstrikar mikilvægi þess að unnið sé að auknu rekstraröryggi í greiðslumiðlun og mun beita sér fyrir aðgerðum sem miða að því að draga úr undirliggjandi rekstraráhættu. Nokkuð hefur þegar áunnist en nefndin telur mikilvægt að lokið verði við samhæfingaráætlun fyrir fjármálamarkaði um snemmbær, samhæfð og skilvirk viðbrögð við rekstraratvikum. Fjármálastöðugleikanefnd mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Bein útsending 9:30 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að ofan. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Nefndin kynnir niðurstöðu sína á fundi klukkan 9:30. Útsendingu má sjá að neðan. Í yfirlýsingunni segir að fasteignaverð sé hátt og afleiðingar eldsumbrotanna á Reykjanesi og fólksflutningar til landsins hafi meðal annars átt þátt í hækkun þess undanfarin misseri. „Umsvif í byggingariðnaði eru enn nokkuð kröftug líkt og skýr merki eru um af vinnumarkaði og í vexti útlána til byggingageirans. Sterk eiginfjárstaða margra lántakenda veitir svigrúm til endurskipulagningar útlána ef þörf krefur. Fáar vísbendingar eru um almennan greiðsluvanda heimila og fyrirtækja þrátt fyrir að mikil verðbólga og háir vextir reynist mörgum áskorun. Takmarkanir á skuldsetningu við fasteignakaup, launahækkanir og hátt atvinnustig eiga ríkan þátt í viðnámsþrótti heimila. Sókn heimila og fyrirtækja í verðtryggð lán á kostnað óverðtryggðra hefur leitt til þess að verðtryggingarójöfnuður bankanna hefur vaxið, enda stærstur hluti fjármögnunar þeirra óverðtryggður. Þetta gæti reynst áskorun fyrir fjármálakerfið,“ segir í yfirlýsingunni. Gildi sveiflujöfnunarauka óbreytt Nefndin greinir jafnframt frá því að ákveðið hafi verið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósent. „Álagspróf Seðlabanka Íslands á kerfislega mikilvæga banka gefa til kynna að þeir gætu staðist umtalsvert álag. Ekki hefur dregið úr áhættu í fjármálakerfinu og telur nefndin því mikilvægt að fjármálafyrirtæki búi við sterka eiginfjárstöðu. Fjármálastöðugleikanefnd undirstrikar mikilvægi þess að unnið sé að auknu rekstraröryggi í greiðslumiðlun og mun beita sér fyrir aðgerðum sem miða að því að draga úr undirliggjandi rekstraráhættu. Nokkuð hefur þegar áunnist en nefndin telur mikilvægt að lokið verði við samhæfingaráætlun fyrir fjármálamarkaði um snemmbær, samhæfð og skilvirk viðbrögð við rekstraratvikum. Fjármálastöðugleikanefnd mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Bein útsending 9:30 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að ofan.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira