Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2024 14:01 Kínverjar skutu síðast langdrægri skotflaug í Kyrrahafið árið 1980. AP/Mark Schiefelbein Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Þrátt fyrir það segja talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína að um hefðbundnar æfingar sé að ræða sem hafi verið hluti af árlegum æfingum herafla Kína. Undanfarin ár hafa tilraunaskot sem þessi verið framkvæmd innan landamæra Kína og eldflaugarnar látnar lenda í Taklamakan-eyðimörkinni í Xinjiang-héraði, samkvæmt frétt BBC. Síðast létu Kínverjar skotflaug lenda í Kyrrahafinu árið 1980 og þetta er mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar staðfesta tilraunaskot með langdrægri skotflaug frá 1982. Kínverjar hafa þó gert fjölmargar æfingar með langdrægar eldflaugar og skotflaugar á undanförnum árum. Árið 2021 er talið að 135 langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft frá Kína og var það oftar en í öllum öðrum ríkjum heimsins samanlagt. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í málefnum Asíu að tilraunaskotið sé að líkindum til komið vegna aukinnar spennu milli Kína og Filippseyja, Japan og Taívan. Ráðamenn Í Taívan tilkynntu í morgun að 23 kínverskum herflugvélum hefði verið flogið við eyríkið og öllum þeirra nema einni hafi verið flogið inn í svokallað loftvarnarsvæði Taívan. Viðræður féllu í súginn Í skýrslu sem yfirvöld Í Bandaríkjunum birtu í fyrra kemur fram að talið sé að Kínverjar eigi um 500 kjarnorkuvopn og þar af séu um 350 á langdrægum skotflaugum. Talið er að kjarnorkuvopnin verði orðin þúsund fyrir árið 2030. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga níu ríki heims kjarnorkuvopn. Það eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Saman eiga þessi ríki áætlaða 12.121 kjarnorkuodd og um 3.904 þeirra eru tilbúin til notkunar, með mismunandi eldflaugum eða flugvélum. Öll hin eru í geymslu. Bandaríkin eru talin eiga 5.044 kjarnorkuodda, Rússar 5.580, Bretar 225, Frakkar 290, Kínverjar 500, Indverjar 172, Pakistan 170, Norður-Kórea fimmtíu og Ísrael níutíu. Bandaríkjamenn og Kínverjar áttu fyrr á þessu ári í viðræðum um kjarnorkuvopn en ráðamenn í Kína slitu þeim vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til Taívan. Herafli Kína hefur gengist gífurlega uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kína Hernaður Bandaríkin Taívan Japan Filippseyjar Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Þrátt fyrir það segja talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína að um hefðbundnar æfingar sé að ræða sem hafi verið hluti af árlegum æfingum herafla Kína. Undanfarin ár hafa tilraunaskot sem þessi verið framkvæmd innan landamæra Kína og eldflaugarnar látnar lenda í Taklamakan-eyðimörkinni í Xinjiang-héraði, samkvæmt frétt BBC. Síðast létu Kínverjar skotflaug lenda í Kyrrahafinu árið 1980 og þetta er mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar staðfesta tilraunaskot með langdrægri skotflaug frá 1982. Kínverjar hafa þó gert fjölmargar æfingar með langdrægar eldflaugar og skotflaugar á undanförnum árum. Árið 2021 er talið að 135 langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft frá Kína og var það oftar en í öllum öðrum ríkjum heimsins samanlagt. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í málefnum Asíu að tilraunaskotið sé að líkindum til komið vegna aukinnar spennu milli Kína og Filippseyja, Japan og Taívan. Ráðamenn Í Taívan tilkynntu í morgun að 23 kínverskum herflugvélum hefði verið flogið við eyríkið og öllum þeirra nema einni hafi verið flogið inn í svokallað loftvarnarsvæði Taívan. Viðræður féllu í súginn Í skýrslu sem yfirvöld Í Bandaríkjunum birtu í fyrra kemur fram að talið sé að Kínverjar eigi um 500 kjarnorkuvopn og þar af séu um 350 á langdrægum skotflaugum. Talið er að kjarnorkuvopnin verði orðin þúsund fyrir árið 2030. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga níu ríki heims kjarnorkuvopn. Það eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Saman eiga þessi ríki áætlaða 12.121 kjarnorkuodd og um 3.904 þeirra eru tilbúin til notkunar, með mismunandi eldflaugum eða flugvélum. Öll hin eru í geymslu. Bandaríkin eru talin eiga 5.044 kjarnorkuodda, Rússar 5.580, Bretar 225, Frakkar 290, Kínverjar 500, Indverjar 172, Pakistan 170, Norður-Kórea fimmtíu og Ísrael níutíu. Bandaríkjamenn og Kínverjar áttu fyrr á þessu ári í viðræðum um kjarnorkuvopn en ráðamenn í Kína slitu þeim vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til Taívan. Herafli Kína hefur gengist gífurlega uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla.
Kína Hernaður Bandaríkin Taívan Japan Filippseyjar Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23
Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55
Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53