Osaka vill ekki sjá eftir neinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2024 07:01 Naomi Osaka og nýi þjálfarinn hennar, Patrick Mouratoglou. Robert Prange/Getty Images Naomi Osaka segist vera á þeim stað í lífinu að hún vilji ekki sjá eftir neinu. Hún hefur því ráðið fyrrverandi þjálfara Serenu Williams, Patrick Mouratoglou, til að hjálpa sér að komast aftur í sitt besta form. Hin 26 ára gamla Osaka lét þjálfarann Wim Fisette fara í september á þessu ári en undir hans handleiðslu vann hún fjögur risamót. Hún er nú mætt á Opna kínverska og vann sinn fyrsta leik gegn Luciu Bronzetti, 6-3 og 6-2. Var það hennar fyrsti leikur með Mouratoglou á hliðarlinunni. View this post on Instagram A post shared by 大坂なおみ🇭🇹🇯🇵 (@naomiosaka) Osaka hefur opinberað að upphaflega var hún efins varðandi það að vinna með hinum franska Mouratoglou. „Sú staðreynd að hann var þjálfari Serenu gerði það að verkum að ég vildi forðast hann, af því hann sem persóna er svo stór. Svo vissi ég ekki hvort hann væri góður þjálfari eða einfaldlega þjálfarinn hennar Serenu.“ „Síðan hef ég talað við hann og unnið með honum á vellinum. Hann er án efa virkilega góður þjálfari,“ sagði Osaka um nýja þjálfarann sinn. Hún sneri aftur á völlinn í janúar eftir fæðingarorlof en hefur átt erfitt með að sýna stöðugleika. Hún hefur komist í átta manna úrslit á aðeins tveimur af síðustu 16 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Jafnframt hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á stórmóti. Just too good 😎@NaomiOsaka | #ChinaOpen pic.twitter.com/NmSiALr73w— wta (@WTA) September 25, 2024 „Ég tel mig vera á þeim stað í lífinu að ég vil ekki sjá eftir neinu. Mér líður eins og ég sé á þeim stað ferilsins að ég þurfi að læra eins mikið og mögulegt er,“ sagði Osaka um ástæðu þess að hún vildi vinna með Mouratoglou. „Það er ekki minn stíll að fara inn í sambönd sem þessi til styttri tíma. Ég hugsa um þetta sem langtíma samstarf,“ bætti hún að endingu við. Osaka mætir næst Yulia Putintseva í annarri umferð mótsins sem fram fer í Peking. Tennis Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Hin 26 ára gamla Osaka lét þjálfarann Wim Fisette fara í september á þessu ári en undir hans handleiðslu vann hún fjögur risamót. Hún er nú mætt á Opna kínverska og vann sinn fyrsta leik gegn Luciu Bronzetti, 6-3 og 6-2. Var það hennar fyrsti leikur með Mouratoglou á hliðarlinunni. View this post on Instagram A post shared by 大坂なおみ🇭🇹🇯🇵 (@naomiosaka) Osaka hefur opinberað að upphaflega var hún efins varðandi það að vinna með hinum franska Mouratoglou. „Sú staðreynd að hann var þjálfari Serenu gerði það að verkum að ég vildi forðast hann, af því hann sem persóna er svo stór. Svo vissi ég ekki hvort hann væri góður þjálfari eða einfaldlega þjálfarinn hennar Serenu.“ „Síðan hef ég talað við hann og unnið með honum á vellinum. Hann er án efa virkilega góður þjálfari,“ sagði Osaka um nýja þjálfarann sinn. Hún sneri aftur á völlinn í janúar eftir fæðingarorlof en hefur átt erfitt með að sýna stöðugleika. Hún hefur komist í átta manna úrslit á aðeins tveimur af síðustu 16 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Jafnframt hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á stórmóti. Just too good 😎@NaomiOsaka | #ChinaOpen pic.twitter.com/NmSiALr73w— wta (@WTA) September 25, 2024 „Ég tel mig vera á þeim stað í lífinu að ég vil ekki sjá eftir neinu. Mér líður eins og ég sé á þeim stað ferilsins að ég þurfi að læra eins mikið og mögulegt er,“ sagði Osaka um ástæðu þess að hún vildi vinna með Mouratoglou. „Það er ekki minn stíll að fara inn í sambönd sem þessi til styttri tíma. Ég hugsa um þetta sem langtíma samstarf,“ bætti hún að endingu við. Osaka mætir næst Yulia Putintseva í annarri umferð mótsins sem fram fer í Peking.
Tennis Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn