Heimir „hæstánægður með FH-liðið“ eftir 3-0 tap Kári Mímisson skrifar 25. september 2024 22:16 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá blendnar tilfinningar í augum Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 3-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég er hæstánægður með FH-liðið í dag. Gáfum allt í þetta og spiluðum góða fótbolta á köflum. Það sem vantaði bara hjá okkur í dag var að þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim þá voru okkur allir vegir færir en það vantaði aðeins betri ákvörðunartöku á boltanum. Við vorum aðeins að flýta okkur þar. Annars bara heilt yfir þótti mér frammistaðan til fyrirmyndar. Í stöðunni 2-0 opnaðist leikurinn og Daði bjargaði okkur nokkrum sinnum.“ FH vann síðast leik gegn Víkingum í september árið 2020. Þetta eru því orðnir tíu leikir í röð sem liðin hafa spilað án þess að FH nái að vinna. Spurður út í hvað veldur þessu svarar Heimir eftirfarandi. „Það er góð spurning. Það er mögulega af því að þeir eru betri en við að nýta stöðurnar sem þeir fá. Við lærum af þessu og erum að nálgast þá.“ Spurður út í framhaldið segir Heimir að hann horfi jákvæður fram á við. Liðið spilar næst gegn Breiðablik á sunnudaginn. „Ég horfi jákvætt á framhaldið. Við eigum næst leik við Breiðablik og nú þurfum við bara að hugsa vel um okkur það sem eftir er vikunnar og vera klárir á sunnudaginn. Það eru enn tólf stig í pottinum og það á enn fullt eftir að gerast.“ Vonir FH um að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni að ári eru orðnar ansi litlar. Liðið er sex stigum á eftir Val sem situr núna í þriðja sætinu og það þarf því ansi margt að gerast til þess að það takist. Heimir segir þó að það sé fullt eftir og að liðið muni halda ótrautt áfram. „Að sjálfsögðu, þetta ekkert sem slær okkur út af laginu. Við eigum enn eftir að spila við Stjörnuna, ÍA og Val ásamt því að öll þessi lið eiga eftir að spila við hvort annað þannig að það er nóg sem á eftir að gerast í þessari úrslitakeppni og í þessari keppni um þetta Evrópusæti.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
„Ég er hæstánægður með FH-liðið í dag. Gáfum allt í þetta og spiluðum góða fótbolta á köflum. Það sem vantaði bara hjá okkur í dag var að þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim þá voru okkur allir vegir færir en það vantaði aðeins betri ákvörðunartöku á boltanum. Við vorum aðeins að flýta okkur þar. Annars bara heilt yfir þótti mér frammistaðan til fyrirmyndar. Í stöðunni 2-0 opnaðist leikurinn og Daði bjargaði okkur nokkrum sinnum.“ FH vann síðast leik gegn Víkingum í september árið 2020. Þetta eru því orðnir tíu leikir í röð sem liðin hafa spilað án þess að FH nái að vinna. Spurður út í hvað veldur þessu svarar Heimir eftirfarandi. „Það er góð spurning. Það er mögulega af því að þeir eru betri en við að nýta stöðurnar sem þeir fá. Við lærum af þessu og erum að nálgast þá.“ Spurður út í framhaldið segir Heimir að hann horfi jákvæður fram á við. Liðið spilar næst gegn Breiðablik á sunnudaginn. „Ég horfi jákvætt á framhaldið. Við eigum næst leik við Breiðablik og nú þurfum við bara að hugsa vel um okkur það sem eftir er vikunnar og vera klárir á sunnudaginn. Það eru enn tólf stig í pottinum og það á enn fullt eftir að gerast.“ Vonir FH um að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni að ári eru orðnar ansi litlar. Liðið er sex stigum á eftir Val sem situr núna í þriðja sætinu og það þarf því ansi margt að gerast til þess að það takist. Heimir segir þó að það sé fullt eftir og að liðið muni halda ótrautt áfram. „Að sjálfsögðu, þetta ekkert sem slær okkur út af laginu. Við eigum enn eftir að spila við Stjörnuna, ÍA og Val ásamt því að öll þessi lið eiga eftir að spila við hvort annað þannig að það er nóg sem á eftir að gerast í þessari úrslitakeppni og í þessari keppni um þetta Evrópusæti.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti