Uppsagnirnar ná til þriggja sviða bankans. Það eru fyrirtækja- og fjárfestingabankasvið, upplýsingatæknisvið og svið rekstrar og menningar.
Í samtali við Vísi segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, að í bankanum starfi 800 manns.
„Í svona stóru fyrirtæki er alltaf ákveðin starfsmannavelta. Þarna er um að ræða áherslu- og skipulagsbreytingar innan tiltekinna eininga, sem leiða til þess að það eru þarna átta einstaklingar sem létu af störfum hjá okkur í gær,“ segir Haraldur.
Ólík svið hafi verið að fara í breytingar samtímis, að hans sögn. Ekki sé um stórar skipulagsbreytingar að ræða.