Segir álagið vera að drepa menn Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 16:46 Carlos Alcaraz er einn allra besti tennisspilari heims en hann segir álagið of mikið. Getty/Francisco Macia Carlos Alcaraz er mættur á sitt fimmtánda tennismót í ár, í Kína, og þar ítrekaði þessi 21 árs gamli Spánverji þá skoðun sína að álagið væri að gera út af við tennisstjörnur heimsins. „Þeir eiga örugglega eftir að ganga af okkur dauðum. Það er fullt af góðum tennisspilurum að missa af mótum vegna meiðsla,“ sagði Alcaraz um helgina á Laver-bikarnum í Berlín, þar sem úrvalslið Evrópu mætti úrvalsliði annarra heimsálfa. Evrópa fagnaði þar sigri, 13-11. Alcaraz hefur átt frábært ár og unnið tvö risamót; Opna franska og Wimbledon-mótið, auk þess að fá silfur á Ólympíuleikunum. Eftir leikana hefur hins vegar alls ekki gengið eins vel og álagið mögulega sagt til sín. Sá efsti ekki sammála „Ég veit um marga tennisspilara sem eru sammála mér um dagskrána,“ sagði Alcaraz en efsti maður heimslistans, Ítalinn Jannik Sinner sem vann Opna bandaríska mótið fyrir skömmu, er ekki sammála. „Dagskráin er auðvitað löng en við getum ráðið því á hvaða mótum við spilum,“ sagði Sinner í Kína á þriðjudag. Alcaraz brást svo við þessum ummælum með því að segja: „Sitt sýnist hverjum auðvitað. Mér finnst alla vega sjálfum að dagskráin sé búin að vera svo þétt frá fyrstu viku janúar til lokaviku nóvember. Við verðum að tala um þetta sjálf og gera eitthvað í þessu,“ sagði Alcaraz í gær. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
„Þeir eiga örugglega eftir að ganga af okkur dauðum. Það er fullt af góðum tennisspilurum að missa af mótum vegna meiðsla,“ sagði Alcaraz um helgina á Laver-bikarnum í Berlín, þar sem úrvalslið Evrópu mætti úrvalsliði annarra heimsálfa. Evrópa fagnaði þar sigri, 13-11. Alcaraz hefur átt frábært ár og unnið tvö risamót; Opna franska og Wimbledon-mótið, auk þess að fá silfur á Ólympíuleikunum. Eftir leikana hefur hins vegar alls ekki gengið eins vel og álagið mögulega sagt til sín. Sá efsti ekki sammála „Ég veit um marga tennisspilara sem eru sammála mér um dagskrána,“ sagði Alcaraz en efsti maður heimslistans, Ítalinn Jannik Sinner sem vann Opna bandaríska mótið fyrir skömmu, er ekki sammála. „Dagskráin er auðvitað löng en við getum ráðið því á hvaða mótum við spilum,“ sagði Sinner í Kína á þriðjudag. Alcaraz brást svo við þessum ummælum með því að segja: „Sitt sýnist hverjum auðvitað. Mér finnst alla vega sjálfum að dagskráin sé búin að vera svo þétt frá fyrstu viku janúar til lokaviku nóvember. Við verðum að tala um þetta sjálf og gera eitthvað í þessu,“ sagði Alcaraz í gær.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira