Hissa ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki komið fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 15:55 Svandís Svavarsdóttir stefnir á að verða formaður VG. Hvort af því verður ræðst á landsfundi flokksins í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. Sem stendur hefur Svandís ein tilkynnt um framboð til embættis formanns Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Fylgi hreyfingarinnar hefur mælst um eða undir fjórum prósentum undanfarna mánuði. Í nýjustu könnun Maskínu var það 3,7 prósent og flokkurinn í hættu á að detta út af þingi. Fyrir landsfundi liggur tillaga um að VG dragi sig úr stjórnarsamstarfinu og boðað verði til kosninga. Svandís segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram í aðdraganda landsfundar. „Ég held að það sé mikilvægt, og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,“ sagði Svandís, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í samtalinu á Vísi í dag. Búið sé að ráðstafa sérstökum tíma á fundinum til að ræða stöðu VG í samstarfinu. Það telur Svandís jákvætt. Betri taktur með vorkosningum Á þriðjudag sagði Svandís að hún teldi best að kosið yrði til Alþingis í vor, en miðað við fullt kjörtímabil yrði kosið í seinni hluta september. „Ég sagði það vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, og hef alltaf verið, að það fari betur á þeim takti að ljúka kjörtímabili að vori, kjósa, mynda ríkisstjórn og undirbúa fjárlög. Að við séum í þeim takti, frekar en kosningabaráttu yfir sumar.“ Hún geri ekki ráð fyrir öðru en að mismunandi skoðanir komi fram á fundinum, en segir mikilvægt að fólk nái að stilla sig saman og koma sameinað þaðan út. Óbindandi niðurstaða sem erfitt yrði að hundsa Spurð hvort þingflokkur VG væri bundinn af því sem ákveðið væri á landsfundi sagði Svandís að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn auðvitað ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. „En um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki, óháð öllum formsatriðum.“ Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hundsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ sagði Svandís og bætti við að í stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, þyrfti grasrótin að fá súrefni og næði til þess að ræða kosti og galla þeirrar stöðu sem uppi er. Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan. Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sem stendur hefur Svandís ein tilkynnt um framboð til embættis formanns Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Fylgi hreyfingarinnar hefur mælst um eða undir fjórum prósentum undanfarna mánuði. Í nýjustu könnun Maskínu var það 3,7 prósent og flokkurinn í hættu á að detta út af þingi. Fyrir landsfundi liggur tillaga um að VG dragi sig úr stjórnarsamstarfinu og boðað verði til kosninga. Svandís segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram í aðdraganda landsfundar. „Ég held að það sé mikilvægt, og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,“ sagði Svandís, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í samtalinu á Vísi í dag. Búið sé að ráðstafa sérstökum tíma á fundinum til að ræða stöðu VG í samstarfinu. Það telur Svandís jákvætt. Betri taktur með vorkosningum Á þriðjudag sagði Svandís að hún teldi best að kosið yrði til Alþingis í vor, en miðað við fullt kjörtímabil yrði kosið í seinni hluta september. „Ég sagði það vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, og hef alltaf verið, að það fari betur á þeim takti að ljúka kjörtímabili að vori, kjósa, mynda ríkisstjórn og undirbúa fjárlög. Að við séum í þeim takti, frekar en kosningabaráttu yfir sumar.“ Hún geri ekki ráð fyrir öðru en að mismunandi skoðanir komi fram á fundinum, en segir mikilvægt að fólk nái að stilla sig saman og koma sameinað þaðan út. Óbindandi niðurstaða sem erfitt yrði að hundsa Spurð hvort þingflokkur VG væri bundinn af því sem ákveðið væri á landsfundi sagði Svandís að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn auðvitað ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. „En um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki, óháð öllum formsatriðum.“ Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hundsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ sagði Svandís og bætti við að í stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, þyrfti grasrótin að fá súrefni og næði til þess að ræða kosti og galla þeirrar stöðu sem uppi er. Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira