Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að hiti verði á bilinu tvö til níu stig, en í kringum frostmark norðaustanlands.
„Á morgun verður hægfara lægðasvæði fyrir sunnan og vestan land. Austan kaldi og rigning eða slydda með köflum, en hægari og úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Áfram svalt í veðri.
Snýst í norðlæga átt á sunnudag og styttir um um landið vestanvert, en rigning eða slydda eystra,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Austan 8-13 m/s við suðvesturströndina, annars hægari vindur. Víða rigning eða slydda, en úrkomulítið austanlands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, mildast suðvestantil.
Á sunnudag: Austan og norðaustan 5-13. Rigning eða slydda með köflum, en styttir upp um landið suðvestanvert. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Norðlæg eða breytileg átt og yfirleitt þurrt, en stöku él norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en kringum frostmark norðan heiða.
Á þriðjudag: Suðvestanátt og fer að rigna um landið vestanvert, en þurrt austantil. Hiti 2 til 8 stig.
Á miðvikudag: Suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig.
Á fimmtudag: Norðaustanátt og rigning, en styttir upp vestanlands.