Tugir látnir í fjórum ríkjum af völdum Helenar Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 21:00 Björgunarlið á svifnökkva bjargar íbúum og gæludýrum í Crystal River í Flórída eftir fellibylinn Helen í dag. AP/Luis Santana/Tampa Bay Times Slóð eyðileggingar liggur nú í gegnum Flórída og öll suðaustanverð Bandaríkin eftir fellibylinn Helen. Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir í fjórum ríkjum en björgunarlið reynir að bjarga fólki undan flóðum. Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hún gekk á land í Flórída í gærkvöldi og þannig einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaverðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum. Bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Í dag hefur veðrið náð til Kentucky og Tennesse en úrhellisrigning sem fylgir því hefur valdið hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Helen er nú skilgreind sem hitabeltislægð. Íbúðarhús hafa splundrast í hamförunum og Fleiri en fjórar milljónir manna í Flórída, Georgíu og Karólínunum voru án rafmagns í morgun. Lögreglumenn í Cedar Key í Flórída kanna tjón eftir fellibylinn.AP/Gerald Herbert AP-fréttastofan segir að í það minnsta fjörutíu séu látnir. Aðrir fjölmiðlar segja að þeir látnu séu taldir í tugum. Mannskaði varð meðal annars í Flórída og Georgíu. Allir fimm sem fórust í einni sýslu í Flórída bjuggu í hverfum þar sem íbúum hafði verið sagt að flýja fellibylinn. Fólk sem hélt kyrru fyrir þurfti að leita upp á háaloft í húsum sínum til þess að komast undan flóðunum. Bob Gualtieri, lögreglustjóri í Pinellas-sýslu nærri St. Petersburg, segir að tala látinna þar gæti hækkað en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með leit vegna braks í flóðvatninu. Þá er talið að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Georgíu og Karólínunum. Fleiri en fimmtíu manns urðu innlyksa á þaki sjúkrahúss í Unicoi-sýslu í Tennessee eftir að vatn flæddi þangað inn um miðjan dag í dag. Björgunarsveitarfólk á bátum vann að því að bjarga fólkinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Georgíu segir Brian Kemp, ríkisstjóri, að tugir manna séu enn fastir inn á heimilum sínum. Lögreglumenn sem fóru hús í hús í Venice í Flórída aðstoða eldri konu og hund hennar úr húsi sem fór á flot í flóðunum.AP/lögreglan í Venice Náttúruhamfarir Bandaríkin Tengdar fréttir Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hún gekk á land í Flórída í gærkvöldi og þannig einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaverðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum. Bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Í dag hefur veðrið náð til Kentucky og Tennesse en úrhellisrigning sem fylgir því hefur valdið hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Helen er nú skilgreind sem hitabeltislægð. Íbúðarhús hafa splundrast í hamförunum og Fleiri en fjórar milljónir manna í Flórída, Georgíu og Karólínunum voru án rafmagns í morgun. Lögreglumenn í Cedar Key í Flórída kanna tjón eftir fellibylinn.AP/Gerald Herbert AP-fréttastofan segir að í það minnsta fjörutíu séu látnir. Aðrir fjölmiðlar segja að þeir látnu séu taldir í tugum. Mannskaði varð meðal annars í Flórída og Georgíu. Allir fimm sem fórust í einni sýslu í Flórída bjuggu í hverfum þar sem íbúum hafði verið sagt að flýja fellibylinn. Fólk sem hélt kyrru fyrir þurfti að leita upp á háaloft í húsum sínum til þess að komast undan flóðunum. Bob Gualtieri, lögreglustjóri í Pinellas-sýslu nærri St. Petersburg, segir að tala látinna þar gæti hækkað en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með leit vegna braks í flóðvatninu. Þá er talið að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Georgíu og Karólínunum. Fleiri en fimmtíu manns urðu innlyksa á þaki sjúkrahúss í Unicoi-sýslu í Tennessee eftir að vatn flæddi þangað inn um miðjan dag í dag. Björgunarsveitarfólk á bátum vann að því að bjarga fólkinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Georgíu segir Brian Kemp, ríkisstjóri, að tugir manna séu enn fastir inn á heimilum sínum. Lögreglumenn sem fóru hús í hús í Venice í Flórída aðstoða eldri konu og hund hennar úr húsi sem fór á flot í flóðunum.AP/lögreglan í Venice
Náttúruhamfarir Bandaríkin Tengdar fréttir Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47