„Ég bara hágrét í leikslok“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:00 Langþráður draumur rættist í dag hjá Magnúsi Má Einarssyni. Vísir/Anton Brink Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok. „Ekkert eðlilega vel, bara besta tilfinning í heimi. Ég bara hágrét í leikslok, svo mikil vinna sem hefur farið í þetta og svo mikið af fólki. Sjáið þetta bara, þetta er bara rugl, bara geðveikt,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Mosfellsbær hefur aldrei átt knattspyrnufélag í efstu deild karla og Magnús segir að þetta hafi verið afar langt ferli en hann spilaði sjálfur með liðinu þegar liðið lék í þriðju efstu deild. „Þetta er búið að vera löng og ströng ganga. Afturelding knattspyrnudeildin er 50 ára en fyrir 25 árum var liðið í neðstu deild og síðan hefur þetta verið tröppugangur. Fólkið á svo mikið hrós skilið, strákarnir geðveikir og allt teymið í kringum þetta, bara rosalegt.“ Fjarlægur draumur í júlí Afturelding tapaði umspilsleiknum í fyrra á móti Vestra eftir að hafa leitt Lengjudeildina framan af tímabili. Í ár var sagan önnur en liðið var í neðri helming deildarinnar lengi vel en spiluðu gríðarlega vel í águst og september. „Ég held að við séum miklu tilbúnari sem félag. Þetta lið hér og allir í kringum þetta eru tilbúnari. Við erum búnir að læra mikið á þessu eina ári, það sem skilaði þessu var trú. Við höfðum trú á þessu allan tímann, við byrjum tímabilið illa og í júlí var þetta mjög fjarlægt en við höfðum allan tímann trú,“ segir Magnús Már um tímabilið. Það var líf og fjör hjá Mosfellingum á Laugardalsvelli í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikil stemning í stúkunni á Laugardalsvelli og ljóst var að stemningin var ekki síðri á vellinum. Magnús tekur undir það. „Þessir gaurar hérna eru ekkert eðlilega góður hópur. Liðsheildin rosaleg og við vorum að fara klára þetta. Ef þú hefðir spurt mig þegar við vorum í fallbaráttu í júlí hefði ég samt sagt að við værum að fara gera þetta. Ég held að það hafi verið sami hljómur hjá öllum og það skilaði þessu.“ „Við vorum að spila allt í lagi. Þetta var stöngin út og vissum að við værum góðir í fótbolta. Við þurftum að fínpússa nokkra hluti og liðsheildin og trúin skilaði þessu,“ bætir Magnús við. Gleðin við völd í kvöld Það verður fagnað í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Það verður hátíðarhöld í Mosfellsbæ í kvöld en leikmenn og stuðningsmenn ætla að fagna fram á rauða nótt. „Ég vildi ekki vita neitt fyrir leik hvað væri að fara gerast. Það verður pottþétt gaman í kvöld, komi þið með okkur. Við förum heim í Mosó að fagna,“ segir þjálfarinn kampakátur að lokum. Besta deild karla Afturelding Lengjudeild karla Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„Ekkert eðlilega vel, bara besta tilfinning í heimi. Ég bara hágrét í leikslok, svo mikil vinna sem hefur farið í þetta og svo mikið af fólki. Sjáið þetta bara, þetta er bara rugl, bara geðveikt,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Mosfellsbær hefur aldrei átt knattspyrnufélag í efstu deild karla og Magnús segir að þetta hafi verið afar langt ferli en hann spilaði sjálfur með liðinu þegar liðið lék í þriðju efstu deild. „Þetta er búið að vera löng og ströng ganga. Afturelding knattspyrnudeildin er 50 ára en fyrir 25 árum var liðið í neðstu deild og síðan hefur þetta verið tröppugangur. Fólkið á svo mikið hrós skilið, strákarnir geðveikir og allt teymið í kringum þetta, bara rosalegt.“ Fjarlægur draumur í júlí Afturelding tapaði umspilsleiknum í fyrra á móti Vestra eftir að hafa leitt Lengjudeildina framan af tímabili. Í ár var sagan önnur en liðið var í neðri helming deildarinnar lengi vel en spiluðu gríðarlega vel í águst og september. „Ég held að við séum miklu tilbúnari sem félag. Þetta lið hér og allir í kringum þetta eru tilbúnari. Við erum búnir að læra mikið á þessu eina ári, það sem skilaði þessu var trú. Við höfðum trú á þessu allan tímann, við byrjum tímabilið illa og í júlí var þetta mjög fjarlægt en við höfðum allan tímann trú,“ segir Magnús Már um tímabilið. Það var líf og fjör hjá Mosfellingum á Laugardalsvelli í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikil stemning í stúkunni á Laugardalsvelli og ljóst var að stemningin var ekki síðri á vellinum. Magnús tekur undir það. „Þessir gaurar hérna eru ekkert eðlilega góður hópur. Liðsheildin rosaleg og við vorum að fara klára þetta. Ef þú hefðir spurt mig þegar við vorum í fallbaráttu í júlí hefði ég samt sagt að við værum að fara gera þetta. Ég held að það hafi verið sami hljómur hjá öllum og það skilaði þessu.“ „Við vorum að spila allt í lagi. Þetta var stöngin út og vissum að við værum góðir í fótbolta. Við þurftum að fínpússa nokkra hluti og liðsheildin og trúin skilaði þessu,“ bætir Magnús við. Gleðin við völd í kvöld Það verður fagnað í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Það verður hátíðarhöld í Mosfellsbæ í kvöld en leikmenn og stuðningsmenn ætla að fagna fram á rauða nótt. „Ég vildi ekki vita neitt fyrir leik hvað væri að fara gerast. Það verður pottþétt gaman í kvöld, komi þið með okkur. Við förum heim í Mosó að fagna,“ segir þjálfarinn kampakátur að lokum.
Besta deild karla Afturelding Lengjudeild karla Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira