„Við erum að smíða í Hrafnagilinu inn af Akureyri, og svo sjáum við þetta bara. Þetta er rosalegt sko ég hef aldrei séð svona,“ segir hann.
„Það er búið að vera svo kalt um helgina, það er meira að segja byrjað að snjóa. Fuglarnir eru greinilega byrjaðir að flýja,“ segir hann.
Honum finnst snjórinn hafa komið óvenju snemma í ár, en vill ekkert fullyrða um það.
Hann telur að gæsirnar hafi verið 200 til 300.