Takk, Gísli Marteinn Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 28. september 2024 23:00 Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini. Eins og Gísli Marteinn réttilega bendir á, þá búum við í bílamiðuðu samfélagi þar sem það getur virst seint í rassinn gripið að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. En það er einmitt þess vegna sem umræðan er mikilvæg – þetta snýst ekki um að leysa allan vandann á morgun, heldur að taka skref í rétta átt. Þessi tillaga er ekki til þess fallin að gjörbylta samfélaginu á morgun, og hér er enginn að halda því fram að bann við jarðefnaeldsneytisauglýsingum leysi vandamál tengd loftslagsvá eða yfirvofandi orkuskiptum. Það er heldur enginn að gera ráð fyrir því að jarðefnaeldsneytisauglýsingar hafi slík áhrif að fólk hoppi beint á rúntinn eftir að horfa á eina slíka eða að bann við þeim geri það að verkum að allir leggi einkabílnum og kaupi sér strætókort. En það er staðreynd að auglýsingar hafa alltaf verið áhrifarík leið til að móta neysluvenjur okkar. Við sáum það með banninu á tóbaksauglýsingum á sínum tíma – þegar samfélagið ákvað að auglýsa ekki lengur skaðlegar vörur, fóru lífsgæði að aukast og reykingar minnkuðu. Það er sömuleiðis mikilvægt að halda því til haga að olíufyrirtæki hafa lengi stutt við hagsmunagæslu sem vinnur gegn nauðsynlegum breytingum, og auglýsingarnar eru hluti af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Með því að draga úr sýnileika þessara auglýsinga breytum við smátt og smátt viðhorfum til þessara orkugjafa. Við sem lögðum fram tillöguna erum ekki ein í þessari vegferð. Frakkar bönnuðu t.d. auglýsingar á jarðefnaeldsneyti árið 2022 og borgir eins og Haag, Amsterdam og Sydney hafa þegar sett á reglur gegn slíkum auglýsingum. Fjöldi auglýsingastofa um allan heim eru þegar byrjaðar að taka þetta samtal alvarlega, og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað hvatt ríki til að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. Svo, kæri Gísli Marteinn, takk fyrir að vekja athygli á þessu máli. Eins og þú nefndir, þá búum við vissulega í samfélagi þar sem bílar eru ríkjandi – en þetta snýst ekki um að breyta því á einni nóttu. Og ef það þýðir að við sleppum við að horfa á nokkrar arfaslakar auglýsingar í leiðinni, þá er það bara enn betra! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Vinstri græn Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini. Eins og Gísli Marteinn réttilega bendir á, þá búum við í bílamiðuðu samfélagi þar sem það getur virst seint í rassinn gripið að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. En það er einmitt þess vegna sem umræðan er mikilvæg – þetta snýst ekki um að leysa allan vandann á morgun, heldur að taka skref í rétta átt. Þessi tillaga er ekki til þess fallin að gjörbylta samfélaginu á morgun, og hér er enginn að halda því fram að bann við jarðefnaeldsneytisauglýsingum leysi vandamál tengd loftslagsvá eða yfirvofandi orkuskiptum. Það er heldur enginn að gera ráð fyrir því að jarðefnaeldsneytisauglýsingar hafi slík áhrif að fólk hoppi beint á rúntinn eftir að horfa á eina slíka eða að bann við þeim geri það að verkum að allir leggi einkabílnum og kaupi sér strætókort. En það er staðreynd að auglýsingar hafa alltaf verið áhrifarík leið til að móta neysluvenjur okkar. Við sáum það með banninu á tóbaksauglýsingum á sínum tíma – þegar samfélagið ákvað að auglýsa ekki lengur skaðlegar vörur, fóru lífsgæði að aukast og reykingar minnkuðu. Það er sömuleiðis mikilvægt að halda því til haga að olíufyrirtæki hafa lengi stutt við hagsmunagæslu sem vinnur gegn nauðsynlegum breytingum, og auglýsingarnar eru hluti af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Með því að draga úr sýnileika þessara auglýsinga breytum við smátt og smátt viðhorfum til þessara orkugjafa. Við sem lögðum fram tillöguna erum ekki ein í þessari vegferð. Frakkar bönnuðu t.d. auglýsingar á jarðefnaeldsneyti árið 2022 og borgir eins og Haag, Amsterdam og Sydney hafa þegar sett á reglur gegn slíkum auglýsingum. Fjöldi auglýsingastofa um allan heim eru þegar byrjaðar að taka þetta samtal alvarlega, og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað hvatt ríki til að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. Svo, kæri Gísli Marteinn, takk fyrir að vekja athygli á þessu máli. Eins og þú nefndir, þá búum við vissulega í samfélagi þar sem bílar eru ríkjandi – en þetta snýst ekki um að breyta því á einni nóttu. Og ef það þýðir að við sleppum við að horfa á nokkrar arfaslakar auglýsingar í leiðinni, þá er það bara enn betra! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun