Þriðjungur þunglyndra náði fullum bata með „heilasjúkraþjálfun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2024 08:02 Dagur Bjarnason yfirlæknir á Heilaörvunarmiðstöðinni. Vísir/Bjarni Ný íslensk rannsókn sýnir að þriðjungur skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar með alvarlegt þunglyndi hafi náð fullum bata með meðferð sem kallast segulörvunarmeðferð. Læknir lýsir meðferðinni sem sjúkraþjálfun fyrir heilann og er í skýjunum með árangurinn. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en þær ríma við niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar í öðrum löndum. Undir eru 104 skjólstæðingar Heilaörvunarmiðstöðvarinnar á árunum 2022 og 2023. Fyrir segulörvunarmeðferðina var þunglyndi skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar lýst sem meðferðarþráu. Þeir höfðu prófað önnur úrræði á borð við sálfræðimeðferð og lyfjagjöf en án árangurs. Þeir Dagur Bjarnason, yfirlæknir og Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Heilaörvunarmiðstöðinni tóku vel á móti fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 og sýndu hvernig meðverðarúrræðið virkar, sem er afar nýstárlegt fyrir Íslendinga og hefur gefið góða raun erlendis. Degi var létt yfir því að niðurstöður rannsóknar um meðferðina á Íslandi væru á pari við önnur lönd. „Mestu gleðitíðindin myndi ég nú segja að væru þau að í þessum hópi, á fyrsta starfsárinu okkar þar sem við fengum til okkar mjög veikan hóp einstaklinga sem höfðu reynt einstaklega mikið áður til þess að meðhöndla sitt þunglyndi, að ná sirka þrjátíu prósent af þessum hópi í fullan bata. Það eru gríðarleg gleðitíðindi,“ sagði Dagur. Enn stærri hópur náði þá helmingsbata í sínum veikindum. Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Segulörvunarmiðstöðinni, sýndi okkur hvernig tækið getur örvað taugafrumur með segulsviði.Vísir/Bjarni Í meðferðinni er segulsviðið notað til að örva taugar. Þetta er hægt að sjá með því að leggja tækið til dæmis á handlegginn en þá kippast fingurnir til. „Og með því [segulsviðinu] getum við í fyrsta sinn, án þess að nota lyf, hnífa, deifingar og svæfingar, átt við heilastarfsemi og segulsviðið notum við til þess að ræsa taugafrumur þessa skjólstæðings. Með því að örva taugafrumur ítrekað, margsinnis í hverri meðferð, dag eftir dag, viku eftir viku þá á endanum byrjar heilastarfsemi og tengingar og kerfisrásir að aðlaga sig upp á nýtt og taka breytingum og það má segja að þetta sé eins konar heilasjúkraþjálfun,“ segir Dagur. Dagur var svo góður að sýna okkur í verki hvernig meðferðinni er háttað - en hún er alveg sársaukalaus. Þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningunni þá sagði hann að þetta væri dálítið eins og að veikburða smáfugl væri að gogga létt í sig. Geðheilbrigði Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en þær ríma við niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar í öðrum löndum. Undir eru 104 skjólstæðingar Heilaörvunarmiðstöðvarinnar á árunum 2022 og 2023. Fyrir segulörvunarmeðferðina var þunglyndi skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar lýst sem meðferðarþráu. Þeir höfðu prófað önnur úrræði á borð við sálfræðimeðferð og lyfjagjöf en án árangurs. Þeir Dagur Bjarnason, yfirlæknir og Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Heilaörvunarmiðstöðinni tóku vel á móti fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 og sýndu hvernig meðverðarúrræðið virkar, sem er afar nýstárlegt fyrir Íslendinga og hefur gefið góða raun erlendis. Degi var létt yfir því að niðurstöður rannsóknar um meðferðina á Íslandi væru á pari við önnur lönd. „Mestu gleðitíðindin myndi ég nú segja að væru þau að í þessum hópi, á fyrsta starfsárinu okkar þar sem við fengum til okkar mjög veikan hóp einstaklinga sem höfðu reynt einstaklega mikið áður til þess að meðhöndla sitt þunglyndi, að ná sirka þrjátíu prósent af þessum hópi í fullan bata. Það eru gríðarleg gleðitíðindi,“ sagði Dagur. Enn stærri hópur náði þá helmingsbata í sínum veikindum. Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Segulörvunarmiðstöðinni, sýndi okkur hvernig tækið getur örvað taugafrumur með segulsviði.Vísir/Bjarni Í meðferðinni er segulsviðið notað til að örva taugar. Þetta er hægt að sjá með því að leggja tækið til dæmis á handlegginn en þá kippast fingurnir til. „Og með því [segulsviðinu] getum við í fyrsta sinn, án þess að nota lyf, hnífa, deifingar og svæfingar, átt við heilastarfsemi og segulsviðið notum við til þess að ræsa taugafrumur þessa skjólstæðings. Með því að örva taugafrumur ítrekað, margsinnis í hverri meðferð, dag eftir dag, viku eftir viku þá á endanum byrjar heilastarfsemi og tengingar og kerfisrásir að aðlaga sig upp á nýtt og taka breytingum og það má segja að þetta sé eins konar heilasjúkraþjálfun,“ segir Dagur. Dagur var svo góður að sýna okkur í verki hvernig meðferðinni er háttað - en hún er alveg sársaukalaus. Þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningunni þá sagði hann að þetta væri dálítið eins og að veikburða smáfugl væri að gogga létt í sig.
Geðheilbrigði Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira