Myndirnar komu út árin 1984 og 1987 með Eddie Murphy og Judge Reinhold sömuleiðis í aðalhlutverkum. Ashton rifjaði upp gamla takta í myndinni Beverly Hills Cop: Axel F sem kom út í ár, en þá sem lögreglustjóri.
Andlátið staðfestir umboðsmaður Ashton við Variety. Ashton hafi andast á heimili sínu í Fort Collins í Colorado á fimmtudag, 76 ára að aldri.
Leikaraferill Ashton spannaði fimmtíu ár. Meðal annarra kvikmynda sem Ashton lék í má nefna An Eye for an Eye og Borderline. Þá átti hann gestaframkomur í fjölda sjónvarpsþátta. Asthon lætur eftir sig tvö uppkomin börn.