Logi lék allan leikinn fyrir Strömsgodset en Brynjar Ingi kom inn á sem varamaður og lék seinni hálfleikinn fyrir HamKam, sem var 1-0 undir í hálfleik.
Viðar Ari Jónsson var að sjálfsögðu ekki með HamKam, eftir að hafa margbrotnað í andliti í leik um síðustu helgi.
Hilmir Rafn Mikaelsson lék allan leikinn fyrir Kristiansund sem varð að sætta sig við 4-0 skell gegn Bodö/Glimt á útivelli í dag.
Bodö/Glimt á titilinn vísan en liðið er sjö stigum fyrir ofan Brann á toppi deildarinnar, þegar sex umferðir eru eftir. Ekkert Íslendingalið er meðal efstu liðanna en Júlíus Magnússon er með Fredrikstad í sjötta sætinu, eftir 1-0 sigur gegn Sveini Aroni Guðjohnsen og félögum í Sarpsborg í gær.
Stefán Ingi Sigurðarson var svo í liði Sandefjord fram á 85. mínútu, í 1-0 tapi gegn Rosenborg á heimavelli í dag.
Sandefjord er í umpsilsfallsætinu, þriðja neðsta sæti deildarinnar, með 22 stig en aðeins stigi á eftir Haugesund. Odd er næstneðst, einnig með 22 stig, og Lilleström á botninum með 21 stig.