Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2024 12:52 Frá vinstri eru Jakob Sindri Þórsson, sérfræðingur hjá Kópavogsbæ, Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Birna Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá ON. Aðsend Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust. Frá þessu er greint í tilkynningu en ON og Kópavogsbær undirrituðu samning um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Kópavogi í kjölfar útboðs. Í tilkynningu segir að með þessu vilji bærinn gera íbúum kleift að skipta „áhyggjulaust“ yfir í rafbíl. Þá kemur fram að á næstu vikum verði sett upp alls 98 tengi á 14 stöðum í Kópavogi. Það sé við skóla, sundlaugar og bókasöfn. Tengin eigi að nýtast Kópavogsbúum og öðrum rafbílanotendum á meðan þau skreppi á þessa staði. Kort af nýju hleðslustöðvunum.Mynd/ON „Þetta er mjög ánægjulegur áfangi hjá Kópavogsbæ enda er gott aðgengi að hleðslustöðvum ein af forsendum rafbílavæðingar. Við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir hleðslustöðvum, í takt við fjölgun rafbíla og ánægjulegt að geta brugðist við því og auðveldað Kópavogsbúum og öðrum skiptin yfir í rafbíla,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, í tilkynningu. Hægt að hlaða í október Nú þegar eru samkvæmt tilkynningu komin upp tengi við Fífuna, Fagralund, sundlaug Kópavogs og Hálsatorg. ON gerir ráð fyrir að hægt verið að hlaða rafhlöðurnar á öllum nýju staðsetningunum í Kópavogi í október og með þeirri fjölgun eru Hverfahleðslutengi ON á landinu öllu orðin um 650. „Það er ánægjulegt fyrir okkur hjá Orku náttúrunnar að vera í þessu samstarfi við Kópavogsbæ enda Hverfahleðslur ON mikilvægur hlekkur í öflugu hleðsluneti okkar um land allt. Markmið ON er að tryggja öruggt aðgengi að rafmagni hvort sem er heima eða á ferðinni, sem og öruggt aðgengi fyrir öll að hleðslustöðvum okkar. Með samstarfinu höldum við áfram vegferð okkar í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla þar sem við höfum stolt verið í fararbroddi síðustu 10 ár,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, í tilkynningu. Bílar Orkumál Vistvænir bílar Kópavogur Hleðslustöðvar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en ON og Kópavogsbær undirrituðu samning um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Kópavogi í kjölfar útboðs. Í tilkynningu segir að með þessu vilji bærinn gera íbúum kleift að skipta „áhyggjulaust“ yfir í rafbíl. Þá kemur fram að á næstu vikum verði sett upp alls 98 tengi á 14 stöðum í Kópavogi. Það sé við skóla, sundlaugar og bókasöfn. Tengin eigi að nýtast Kópavogsbúum og öðrum rafbílanotendum á meðan þau skreppi á þessa staði. Kort af nýju hleðslustöðvunum.Mynd/ON „Þetta er mjög ánægjulegur áfangi hjá Kópavogsbæ enda er gott aðgengi að hleðslustöðvum ein af forsendum rafbílavæðingar. Við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir hleðslustöðvum, í takt við fjölgun rafbíla og ánægjulegt að geta brugðist við því og auðveldað Kópavogsbúum og öðrum skiptin yfir í rafbíla,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, í tilkynningu. Hægt að hlaða í október Nú þegar eru samkvæmt tilkynningu komin upp tengi við Fífuna, Fagralund, sundlaug Kópavogs og Hálsatorg. ON gerir ráð fyrir að hægt verið að hlaða rafhlöðurnar á öllum nýju staðsetningunum í Kópavogi í október og með þeirri fjölgun eru Hverfahleðslutengi ON á landinu öllu orðin um 650. „Það er ánægjulegt fyrir okkur hjá Orku náttúrunnar að vera í þessu samstarfi við Kópavogsbæ enda Hverfahleðslur ON mikilvægur hlekkur í öflugu hleðsluneti okkar um land allt. Markmið ON er að tryggja öruggt aðgengi að rafmagni hvort sem er heima eða á ferðinni, sem og öruggt aðgengi fyrir öll að hleðslustöðvum okkar. Með samstarfinu höldum við áfram vegferð okkar í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla þar sem við höfum stolt verið í fararbroddi síðustu 10 ár,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, í tilkynningu.
Bílar Orkumál Vistvænir bílar Kópavogur Hleðslustöðvar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira