Fóru líka upp á eiginkonuna fyrir besta útsýni landsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. september 2024 20:01 Garpur var í góðum félagsskap nú líkt og endranær. Garpur og félagar fóru í þetta skiptið upp á báða toppa Tindfjalla í Okkar eigið Ísland, toppa sem kenndir eru við hjónin Ýmu og Ými. Í þættinum má sjá stórbrotið útsýni sem Garpur segir besta útsýni sem hann hefur fengið á Íslandi. „Það er ekkert eins og að standa á toppnum á Tindfjöllum,“ segir Garpur meðal annars í þættinum. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu,“ segir Garpur í þættinum þar sem hann ferðast með Sigga Karlssyni, Eddu Sól Ólafsdóttur Arnholtz og Jóhönnu Maríu Steinþórsdóttir Arnholtz. Horfa má á fleiri þætti í seríunni á sjónvarpsvef Vísis. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Gleymdu ekki Ýmu í þetta skiptið Garpur útskýrir meðal annars í þættinum að Tindfjöll séu ferlega þægileg í göngu. Um sé að ræða fjórtán, fimmtán kílómetra leið fram og til baka með sirka sjö hundruð kílómetra hækkun. Að mestu þægileg og aflíðandi hækkun. Á toppi Ýmis er margt að sjá, en hann er tveim metrum hærri en eiginkonan Ýma. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu. Þannig að núna gönnum við á næsta topp.“ Garpur útskýrir að Ýma sé kona Ýmis. Þau hafi verið hjón í þúsundir ára. Hann segist aldrei hafa farið upp á Ýmu fyrr en í þetta skiptið. „Fólk fer yfirleitt bara upp á Ými og svo niður. Nú ætla ég að vera hér og segja ykkur: Farið upp á Ýmu. Ýma er geggjuð.“ Garpur útskýrir að það sé töluvert meiri toppatilfinning sem fylgi Ýmu. „Það er sturlað að standa þar upp á, maður er með sama útsýnið í raun og veru en maður fær aðeins meiri toppafíling, sem er rosa gaman. Það er mjög auðvelt að mæla með því að taka bæði hjónin fyrst þú ert að standa í þessu á annað borð en að standa þarna uppi er klárlega besta útsýni sem ég hef fengið á Íslandi.“ Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Okkar eigið Ísland Tengdar fréttir Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03 Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01 Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Sjá meira
„Það er ekkert eins og að standa á toppnum á Tindfjöllum,“ segir Garpur meðal annars í þættinum. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu,“ segir Garpur í þættinum þar sem hann ferðast með Sigga Karlssyni, Eddu Sól Ólafsdóttur Arnholtz og Jóhönnu Maríu Steinþórsdóttir Arnholtz. Horfa má á fleiri þætti í seríunni á sjónvarpsvef Vísis. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Gleymdu ekki Ýmu í þetta skiptið Garpur útskýrir meðal annars í þættinum að Tindfjöll séu ferlega þægileg í göngu. Um sé að ræða fjórtán, fimmtán kílómetra leið fram og til baka með sirka sjö hundruð kílómetra hækkun. Að mestu þægileg og aflíðandi hækkun. Á toppi Ýmis er margt að sjá, en hann er tveim metrum hærri en eiginkonan Ýma. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu. Þannig að núna gönnum við á næsta topp.“ Garpur útskýrir að Ýma sé kona Ýmis. Þau hafi verið hjón í þúsundir ára. Hann segist aldrei hafa farið upp á Ýmu fyrr en í þetta skiptið. „Fólk fer yfirleitt bara upp á Ými og svo niður. Nú ætla ég að vera hér og segja ykkur: Farið upp á Ýmu. Ýma er geggjuð.“ Garpur útskýrir að það sé töluvert meiri toppatilfinning sem fylgi Ýmu. „Það er sturlað að standa þar upp á, maður er með sama útsýnið í raun og veru en maður fær aðeins meiri toppafíling, sem er rosa gaman. Það er mjög auðvelt að mæla með því að taka bæði hjónin fyrst þú ert að standa í þessu á annað borð en að standa þarna uppi er klárlega besta útsýni sem ég hef fengið á Íslandi.“ Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Okkar eigið Ísland Tengdar fréttir Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03 Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01 Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Sjá meira
Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03
Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01
Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30