Gáfu skít í yfirmann sem hreykti sér af þeirra afrekum Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 11:30 Guðrún Arnardóttir, til hægri á mynd að fagna marki Íslands gegn Austurríki í sumar, deildi í dag færslu Caroline Seger með gagnrýni á yfirmann knattspyrnumála hjá Rosengård. Samsett/Instagram/Diego Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru lítt hrifnar af tilraunum Roger Palmgren, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, til að eigna sér heiður að gríðarlegri velgengni liðsins í ár. Segja má að þær gefi skít í ummæli hans. „Þegar einhver trúir því að hann geti eignað sér heiðurinn að einhverju sem hann átti ENGAN þátt í!“ skrifaði hin margreynda Caroline Seger, liðsfélagi Guðrúnar, á Instagram og bætti við „kúkabroskalli“ eins og sjá má hér að ofan. Guðrún er á meðal þeirra sem deilt hafa færslunni og hljóðbúti úr hlaðvarpsþætti, þar sem Palmgren talar líkt og hann hafi nánast upp á eigin spýtur séð til þess að Rosengård hefur unnið alla sína deildarleiki á árinu. Rosengård hefur nefnilega átt ótrúlegt tímabil og unnið alla leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, alls 21 leik, og hefur Guðrún staðið vaktina í vörninni sem aðeins hefur fimm sinnum fengið á sig mark í þessum leikjum. Þá hefur hún skorað þrjú mörk á tímabilinu. Sænski meistaratitillinn blasir því við Rosengård á ný, eftir að liðið hafnaði óvænt aðeins í sjöunda sæti í fyrra. Rosengård dugar að vinna Kristianstad næsta föstudag til að landa titlinum, þó enn séu fimm umferðir eftir. Hreykti sér af að hafa aukið gæði æfinga Palmgren var ráðinn fyrir þetta tímabil og ekki stóð á svörum þegar hann var spurður að því í hlaðvarpi hvers vegna Rosengård vegnaði svona vel: „Það sem við gerðum frekar snemma var að ég settist niður með þjálfaranum og sagði að við þyrftum að auka ákefðina á æfingum og hafa æfingarnar líkari leikjum. Auka bæði gæðin og magn,“ sagði Palmgren. Seger var nóg boðið: Við sáum um alla vinnuna Aftonbladet spurði Seger nánar út í gagnrýni hennar í garð Palmgren: „Ég vil auðvitað að öllum sem hafa lagt hönd á plóg í því sem við höfum afrekað líði eins og þátttakendum í því sem við höfum gert. En ég get bara ekki unað því að einhver sem tók nákvæmlega engan þátt sé að eigna sér heiðurinn. Við erum með þjálfarateymi sem hefur lagt gríðarlega hart að sér, af mikilli fagmennsku, og leikmannahóp sem nýtti reynsluna af síðasta ári með stórkostlegum hætti. Það erum við sem sáum um alla vinnuna,“ sagði Seger. Sænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Sjá meira
„Þegar einhver trúir því að hann geti eignað sér heiðurinn að einhverju sem hann átti ENGAN þátt í!“ skrifaði hin margreynda Caroline Seger, liðsfélagi Guðrúnar, á Instagram og bætti við „kúkabroskalli“ eins og sjá má hér að ofan. Guðrún er á meðal þeirra sem deilt hafa færslunni og hljóðbúti úr hlaðvarpsþætti, þar sem Palmgren talar líkt og hann hafi nánast upp á eigin spýtur séð til þess að Rosengård hefur unnið alla sína deildarleiki á árinu. Rosengård hefur nefnilega átt ótrúlegt tímabil og unnið alla leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, alls 21 leik, og hefur Guðrún staðið vaktina í vörninni sem aðeins hefur fimm sinnum fengið á sig mark í þessum leikjum. Þá hefur hún skorað þrjú mörk á tímabilinu. Sænski meistaratitillinn blasir því við Rosengård á ný, eftir að liðið hafnaði óvænt aðeins í sjöunda sæti í fyrra. Rosengård dugar að vinna Kristianstad næsta föstudag til að landa titlinum, þó enn séu fimm umferðir eftir. Hreykti sér af að hafa aukið gæði æfinga Palmgren var ráðinn fyrir þetta tímabil og ekki stóð á svörum þegar hann var spurður að því í hlaðvarpi hvers vegna Rosengård vegnaði svona vel: „Það sem við gerðum frekar snemma var að ég settist niður með þjálfaranum og sagði að við þyrftum að auka ákefðina á æfingum og hafa æfingarnar líkari leikjum. Auka bæði gæðin og magn,“ sagði Palmgren. Seger var nóg boðið: Við sáum um alla vinnuna Aftonbladet spurði Seger nánar út í gagnrýni hennar í garð Palmgren: „Ég vil auðvitað að öllum sem hafa lagt hönd á plóg í því sem við höfum afrekað líði eins og þátttakendum í því sem við höfum gert. En ég get bara ekki unað því að einhver sem tók nákvæmlega engan þátt sé að eigna sér heiðurinn. Við erum með þjálfarateymi sem hefur lagt gríðarlega hart að sér, af mikilli fagmennsku, og leikmannahóp sem nýtti reynsluna af síðasta ári með stórkostlegum hætti. Það erum við sem sáum um alla vinnuna,“ sagði Seger.
Sænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Sjá meira