Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Læknar í Noregi eru áhyggjufullir yfir stöðunni. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að alvarlegir öndunarfærasjúkdómar hafi gert vart við sig hjá starfsfólki sem vinnur við slátrun og pökkun á eldislaxi í Noregi. Fyrirbrigðið hefur hlotið viðurnefnið „laxaastmi“ og hlýst af því þegar andað er að sér vatnsúða sem inniheldur örsmáar agnir af laxaholdi, bakteríum og aðra vessa úr laxinum. Framkvæmdastjóri eldisins segir astma tengdan vinnu þekkt vandamál í fleiri geirum. Þetta kemur fram í úttekt norska ríkisútvarpsins þar sem fjallað er um doktorsverkefni Carl Fredrik Fagernæs, læknanema við St. Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi. Segir í umfjölluninni að komu sjúklinga með öndunarfærasýkingu á spítalann sem starfi í eldisiðnaði hafi fjölgað undanfarin ár svo eftir hafi verið tekið. NRK hefur eftir Fagernæs að læknar séu áhyggjufullir vegna þessarar þróunar. Þá einna helst vegna þess að veikindin hafi hingað til vakið litla athygli í Noregi og vegna þess að líklega sé töluverður fjöldi starfsfólks haldinn sýkingu án þess að gera sér grein fyrir því. Farin að flauta á næturna Í umfjöllun norska ríkismiðilsins er rætt við Kamilu Strus, pólskan innflytjenda sem starfar við slátrun og pökkun fyrir Leyro Midt í Hitra, skammt frá Þrándheimi í norðurhluta Noregs. Hún var færð á sjúkrahús í maí 2020 vegna einkenna sinna. Kamila segir að hún hafi haldið að hún myndi deyja, það hafi verið líkt og einhver sæti ofan á bringu hennar. Haft er eftir Kamilu að hún hafi ekki átt við nein heilsufarsvandamál að stríða þegar hún hóf störf í iðnaðinum. Ekki heldur hafi verið dæmi um astma í fjölskyldunni hennar. Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins lýsir Kamila því hvernig einkennin fóru að gera vart við sig. Hún hafi gjarnan talið sig vera með flensu og að lokum hafi hún verið farin að hljóma eins og flauta á næturnar þannig hún vaknaði. Fagernæs hefur áhyggjur af því að starfsfólk átti sig ekki á því að það sé með sýkingu.Vísir/Vilhelm „Ef ég var frá í einhvern tíma átti ég auðveldara með að anda. Eftir tvo, þrjá tíma í vinnslunni gerðu vandamálin aftur vart við sig. Ég var svo þreytt eftir, hafði enga orku. Samt tengdi ég aldrei heilsufarið við vinnuna,“ segir Kamila. Hún er hætt störfum fyrir fyrirtækið og ber því ekki slæma sögu. Hún hefur náð fyrri heilsu en lýsir því í NRK að hún sé enn atvinnulaus og hafi áhyggjur af eigin stöðu. Úðinn sé meginorsök Fagernæs segir við NRK að flestir sjúklinga sem hafi komið við sögu í rannsókn hans á sýkingunni hafi verið af austur-evrópskum uppruna, frá Litháen og Póllandi en einnig nokkrir Norðmenn. Rannsóknin hefur staðið yfir í fimm ár, frá árinu 2019. Fylgst hefur verið með 36 manna hópi, sem öll eiga það sameiginlegt að eiga erfitt með öndun. Að sögn Fagernæs er starfsfólkið flest á fertugs og fimmtugsaldri. Öll hafa þau neyðst til þess að hætta störfum í iðnaðinum vegna þessa. Frá vinnslu á eldislaxi.EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Fagernæs segir vatnsúðann vera meginorsakavaldinn. Vélar sem notaðar séu til að skera laxinn noti til þess vatnsbunur, auk þess sem vatn sé notað í ríkum mæli á færibandið. Vatn sé notað til þrifa á gólfum og úti á veggjum. Læknirinn segir vatnsúðann hafa verið greindan af yfirvöldum. Í honum sé að finna fiskroð, bein, blóð og aðra líkamsvessa úr laxinum. Einnig sé þar að finna svepp og bakteríur. Fólk myndi með sér astma þegar það andi þessum úða að sér auk þess sem kalt er í vinnslustöðvunum. Fagernæs lýsir þessu í umfjöllun NRK sem laxaastma. Ókleyft að halda áfram vinnu Fram kemur í umfjöllun NRK að norskir læknar hafi tekið á móti sjúklingum með einkenni vegna starfa sinna við eldislaxiðnaðinn sem séu verri en hjá Kamilu. Sumir hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í töluverðan tíma. Að sögn Fagernæs eru 27 manns af 36 í hópnum með einkenni laxaastma. Meirihlutinn hafi ekki áður þurft að kljást við vandamál í öndunarvegi. Fram kemur í umfjölluninni að flest starfsfólk veigri sér við að vekja athygli á einkennum sínum, af ótta við að missa vinnuna. Hann segist hafa mælt með því við sína sjúklinga að þeir hætti alfarið störfum í geiranum. Segjast hafa gert ráðstafanir NRK heftur eftir Harald Larssen framkvæmdastjóra vinnslustöðvarinnar Leroy Midt að fyrirtækið tjái sig ekki um starfsmannamál. Hann bendir á að astmi tengdur vinnu sé víðtækt vandamál í fleiri geirum og bendir hann á bakarí og hárgreiðslustofur sem dæmi. Hann segir fyrirtækið hafa gert margt til þess að bæta skilyrðin í eldislaxavinnslu sinni í Hitra, meðal annars með nýju loftæstikerfi. Þá segja forsvarsmenn annarra norskra eldislaxafyrirtækja líkt og SalMar og MOWI að velferð starfsfólks sé þeim efst í huga, gripið hafi verið til ráðstafana sem sporna eigi við slíkum öndunarfærasýkingum í nýjum húsakynnum. NRK hefur eftir lækninum Fagernæs að hann sé óviss um að staða starfsfólks sé betri. Hann segir fjölda tilvika vera þann sama í dag og hann var fyrir fjórum, fimm árum. Lax Noregur Fiskeldi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt norska ríkisútvarpsins þar sem fjallað er um doktorsverkefni Carl Fredrik Fagernæs, læknanema við St. Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi. Segir í umfjölluninni að komu sjúklinga með öndunarfærasýkingu á spítalann sem starfi í eldisiðnaði hafi fjölgað undanfarin ár svo eftir hafi verið tekið. NRK hefur eftir Fagernæs að læknar séu áhyggjufullir vegna þessarar þróunar. Þá einna helst vegna þess að veikindin hafi hingað til vakið litla athygli í Noregi og vegna þess að líklega sé töluverður fjöldi starfsfólks haldinn sýkingu án þess að gera sér grein fyrir því. Farin að flauta á næturna Í umfjöllun norska ríkismiðilsins er rætt við Kamilu Strus, pólskan innflytjenda sem starfar við slátrun og pökkun fyrir Leyro Midt í Hitra, skammt frá Þrándheimi í norðurhluta Noregs. Hún var færð á sjúkrahús í maí 2020 vegna einkenna sinna. Kamila segir að hún hafi haldið að hún myndi deyja, það hafi verið líkt og einhver sæti ofan á bringu hennar. Haft er eftir Kamilu að hún hafi ekki átt við nein heilsufarsvandamál að stríða þegar hún hóf störf í iðnaðinum. Ekki heldur hafi verið dæmi um astma í fjölskyldunni hennar. Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins lýsir Kamila því hvernig einkennin fóru að gera vart við sig. Hún hafi gjarnan talið sig vera með flensu og að lokum hafi hún verið farin að hljóma eins og flauta á næturnar þannig hún vaknaði. Fagernæs hefur áhyggjur af því að starfsfólk átti sig ekki á því að það sé með sýkingu.Vísir/Vilhelm „Ef ég var frá í einhvern tíma átti ég auðveldara með að anda. Eftir tvo, þrjá tíma í vinnslunni gerðu vandamálin aftur vart við sig. Ég var svo þreytt eftir, hafði enga orku. Samt tengdi ég aldrei heilsufarið við vinnuna,“ segir Kamila. Hún er hætt störfum fyrir fyrirtækið og ber því ekki slæma sögu. Hún hefur náð fyrri heilsu en lýsir því í NRK að hún sé enn atvinnulaus og hafi áhyggjur af eigin stöðu. Úðinn sé meginorsök Fagernæs segir við NRK að flestir sjúklinga sem hafi komið við sögu í rannsókn hans á sýkingunni hafi verið af austur-evrópskum uppruna, frá Litháen og Póllandi en einnig nokkrir Norðmenn. Rannsóknin hefur staðið yfir í fimm ár, frá árinu 2019. Fylgst hefur verið með 36 manna hópi, sem öll eiga það sameiginlegt að eiga erfitt með öndun. Að sögn Fagernæs er starfsfólkið flest á fertugs og fimmtugsaldri. Öll hafa þau neyðst til þess að hætta störfum í iðnaðinum vegna þessa. Frá vinnslu á eldislaxi.EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Fagernæs segir vatnsúðann vera meginorsakavaldinn. Vélar sem notaðar séu til að skera laxinn noti til þess vatnsbunur, auk þess sem vatn sé notað í ríkum mæli á færibandið. Vatn sé notað til þrifa á gólfum og úti á veggjum. Læknirinn segir vatnsúðann hafa verið greindan af yfirvöldum. Í honum sé að finna fiskroð, bein, blóð og aðra líkamsvessa úr laxinum. Einnig sé þar að finna svepp og bakteríur. Fólk myndi með sér astma þegar það andi þessum úða að sér auk þess sem kalt er í vinnslustöðvunum. Fagernæs lýsir þessu í umfjöllun NRK sem laxaastma. Ókleyft að halda áfram vinnu Fram kemur í umfjöllun NRK að norskir læknar hafi tekið á móti sjúklingum með einkenni vegna starfa sinna við eldislaxiðnaðinn sem séu verri en hjá Kamilu. Sumir hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í töluverðan tíma. Að sögn Fagernæs eru 27 manns af 36 í hópnum með einkenni laxaastma. Meirihlutinn hafi ekki áður þurft að kljást við vandamál í öndunarvegi. Fram kemur í umfjölluninni að flest starfsfólk veigri sér við að vekja athygli á einkennum sínum, af ótta við að missa vinnuna. Hann segist hafa mælt með því við sína sjúklinga að þeir hætti alfarið störfum í geiranum. Segjast hafa gert ráðstafanir NRK heftur eftir Harald Larssen framkvæmdastjóra vinnslustöðvarinnar Leroy Midt að fyrirtækið tjái sig ekki um starfsmannamál. Hann bendir á að astmi tengdur vinnu sé víðtækt vandamál í fleiri geirum og bendir hann á bakarí og hárgreiðslustofur sem dæmi. Hann segir fyrirtækið hafa gert margt til þess að bæta skilyrðin í eldislaxavinnslu sinni í Hitra, meðal annars með nýju loftæstikerfi. Þá segja forsvarsmenn annarra norskra eldislaxafyrirtækja líkt og SalMar og MOWI að velferð starfsfólks sé þeim efst í huga, gripið hafi verið til ráðstafana sem sporna eigi við slíkum öndunarfærasýkingum í nýjum húsakynnum. NRK hefur eftir lækninum Fagernæs að hann sé óviss um að staða starfsfólks sé betri. Hann segir fjölda tilvika vera þann sama í dag og hann var fyrir fjórum, fimm árum.
Lax Noregur Fiskeldi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira