Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2024 10:06 Feðgarnir Eiður Smári og Andri Lucas Guðjohnsen á góðri stundu þegar að sá fyrrnefndi var leikmaður Chelsea. Vísir/Getty Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma. „Þetta er nokkuð dæmigert er það ekki?“ segir Andri Lucas í samtali við blaðamann BBC sem ritar grein um endurkomu Guðjohnsen nafnsins á Stamford Bridge. „Að dragast á móti Chelsea í Sambandsdeildinni.“ Eiður Smári Guðjohnsen á sérstakan stað í hjörtum stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa leikið þar á sínum tíma og verið afar sigursæll. Með Chelsea varð Eiður Smári til að mynda í tvígang Englandsmeistari. Hann lék 263 leiki fyrir félagið, skoraði 78 mörk og gaf fjörutíu stoðsendingar á yfir sex ára tímabili frá 2000 til ársins 2006 en þá lá leið hans til Barcelona. Eiður Smári fagnar Englandsmeistaratitli með Chelsea undir stjórn José MourinhoVísir/Getty Allir þrír synir Eiðs Smára hafa fylgt í fótspor hans og eru nú atvinnumenn í knattspyrnu. Andri Lucas er næstelsti sonur Eiðs Smára og leikur eins og áður segir með Gent sem mætir á Brúna í kvöld. Sjálfur er Andri 22 ára gamall. Fæddur árið 2002 og segist hann muna glefsur frá tíma föður síns hjá Chelsea. Andri Lucas Guðjohnsen í leik með GentGetty/Srdjan Stevanovic „Það fyrsta sem ég gerði, þegar að ég sá að við höfðum dregist á móti Chelsea, var að hringja í föður minn. Þetta er sérstakt. Bæði fyrir mig og hann. Þegar að ég fæddist var pabbi leikmaður Chelsea. Þetta er einstakur dráttur að fá í Sambandsdeildinni.“ Í ítarlegri grein BBC um Guðjohnsen fjölskylduna er farið yfir þær kynslóðir knattspyrnumanna sem er að finna í fjölskyldunni. Greinina má finna hér. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
„Þetta er nokkuð dæmigert er það ekki?“ segir Andri Lucas í samtali við blaðamann BBC sem ritar grein um endurkomu Guðjohnsen nafnsins á Stamford Bridge. „Að dragast á móti Chelsea í Sambandsdeildinni.“ Eiður Smári Guðjohnsen á sérstakan stað í hjörtum stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa leikið þar á sínum tíma og verið afar sigursæll. Með Chelsea varð Eiður Smári til að mynda í tvígang Englandsmeistari. Hann lék 263 leiki fyrir félagið, skoraði 78 mörk og gaf fjörutíu stoðsendingar á yfir sex ára tímabili frá 2000 til ársins 2006 en þá lá leið hans til Barcelona. Eiður Smári fagnar Englandsmeistaratitli með Chelsea undir stjórn José MourinhoVísir/Getty Allir þrír synir Eiðs Smára hafa fylgt í fótspor hans og eru nú atvinnumenn í knattspyrnu. Andri Lucas er næstelsti sonur Eiðs Smára og leikur eins og áður segir með Gent sem mætir á Brúna í kvöld. Sjálfur er Andri 22 ára gamall. Fæddur árið 2002 og segist hann muna glefsur frá tíma föður síns hjá Chelsea. Andri Lucas Guðjohnsen í leik með GentGetty/Srdjan Stevanovic „Það fyrsta sem ég gerði, þegar að ég sá að við höfðum dregist á móti Chelsea, var að hringja í föður minn. Þetta er sérstakt. Bæði fyrir mig og hann. Þegar að ég fæddist var pabbi leikmaður Chelsea. Þetta er einstakur dráttur að fá í Sambandsdeildinni.“ Í ítarlegri grein BBC um Guðjohnsen fjölskylduna er farið yfir þær kynslóðir knattspyrnumanna sem er að finna í fjölskyldunni. Greinina má finna hér.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira