Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2024 11:31 Á myndinni má sjá áhrif rafmagnstruflana í gær. Rarik Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að klukkan 14:05 í gær hafi rafmagn komist aftur á eftir stóra truflun sem varð klukkan 12:55. „Þrátt fyrir að náðst hafi að byggja upp kerfið og koma spennu aftur á voru dæmi um að einhverjir viðskiptavinir RARIK væru enn rafmagnslausir fram á kvöld.“ Það hafi verið tilfellið í Mývatnssveit. „Þar varð mikil truflun á spennu sem í einhverjum tilfellum skemmdi rafmagnstæki og rafmagnstöflur. RARIK sendi í gær út tilkynningu til viðskiptavina í Mývatnssveit þar sem óskað var eftir að þau sem enn væru rafmagnslaus hefðu samband við bilanavakt RARIK. Einnig var haft samband við verktaka á svæðinu sem fóru heim til þeirra sem höfðu samband og voru að aðstoða fólk langt fram eftir kvöldi.“ Þeim sem orðið hafa fyrir tjóni vegna atburða gærdagsins er bent á að hafa samband við sína dreifiveitu. Óljóst hví ekki leysti út „Útleysing á rafmagni frá aðveitustöð hefur í för með sér rafmagnsleysi á því svæði sem tiltekin aðveitustöð þjónar. Útleysing er m.a. vörn gegn miklum spennubreytingum eða höggi líkt og gerðist í kerfi Landsnets í gær. Flestar aðveitustöðvar sem urðu fyrir miklu höggi úr flutningskerfi Landsnets „leystu út“ sem þýðir að rafmagnslaust varð á þeim svæðum,“ segir í tilkynningunni. Í Mývatnssveit var ekki útleysing sem olli því að höggið úr kerfinu barst alla leið til viðskiptavina. Það er ástæða þess að tjón urðu á því svæði. RARIK segist leita að orsök þess að ekki leysti út. Grænt svæði á kortinu að ofan sýnir það svæði sem varð fyrir spennutruflun í Mývatnssveit. Þar sést líka hvar varð rafmagnslaust á dreifisvæði RARIK og einnig áhrifasvæði spennubreytinga í Mývatnssveit. Akureyri er sýnd blá á kortinu þar sem hún er ekki innan dreifisvæðis RARIK en þar varð ekki rafmagnslaust samkvæmt þeim upplýsingum sem RARIK hefur fengið. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagn af í örstutta stund á hluta Vestfjarða. „Þetta er ekki merkt á korti þar sem ekki er um dreifisvæði RARIK að ræða. Austfirðir og fleiri svæði á Austurlandi sem eru innan dreifisvæðis RARIK og urðu ekki fyrir rafmagnsleysi en gætu hafa upplifað einhverjar truflanir eða flökt.“ Straumleysi í Suðursveit Að lokum varð útleysing í aðveitustöð skammt frá Höfn sem olli straumleysi í Suðursveit. Mikill fjöldi tilkynninga hefur borist til RARIK frá fólki sem ekki er á dreifisvæði RARIK, t.d. frá Akureyri. Íbúum Akureyrar er bent á að hafa samband við Norðurorku sem sér um dreifingu rafmagns á Akureyri. Viðskiptavinir RARIK geta tilkynnt um tjón á vef RARIK. „Eins og gefur að skilja er mikið álag á þjónustuver RARIK við að taka á móti og vinna úr tjónatilkynningum viðskiptavina. Unnið er að því að viðskiptavinir fái úrlausn sinna mála eins fljótt og auðið er. Umfang tjóns er enn óljóst og við viljum gefa viðskiptavinum okkar tíma til að meta það hjá sér áður en þau senda tilkynningu til okkar.“ Orkumál Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK. Þar segir að klukkan 14:05 í gær hafi rafmagn komist aftur á eftir stóra truflun sem varð klukkan 12:55. „Þrátt fyrir að náðst hafi að byggja upp kerfið og koma spennu aftur á voru dæmi um að einhverjir viðskiptavinir RARIK væru enn rafmagnslausir fram á kvöld.“ Það hafi verið tilfellið í Mývatnssveit. „Þar varð mikil truflun á spennu sem í einhverjum tilfellum skemmdi rafmagnstæki og rafmagnstöflur. RARIK sendi í gær út tilkynningu til viðskiptavina í Mývatnssveit þar sem óskað var eftir að þau sem enn væru rafmagnslaus hefðu samband við bilanavakt RARIK. Einnig var haft samband við verktaka á svæðinu sem fóru heim til þeirra sem höfðu samband og voru að aðstoða fólk langt fram eftir kvöldi.“ Þeim sem orðið hafa fyrir tjóni vegna atburða gærdagsins er bent á að hafa samband við sína dreifiveitu. Óljóst hví ekki leysti út „Útleysing á rafmagni frá aðveitustöð hefur í för með sér rafmagnsleysi á því svæði sem tiltekin aðveitustöð þjónar. Útleysing er m.a. vörn gegn miklum spennubreytingum eða höggi líkt og gerðist í kerfi Landsnets í gær. Flestar aðveitustöðvar sem urðu fyrir miklu höggi úr flutningskerfi Landsnets „leystu út“ sem þýðir að rafmagnslaust varð á þeim svæðum,“ segir í tilkynningunni. Í Mývatnssveit var ekki útleysing sem olli því að höggið úr kerfinu barst alla leið til viðskiptavina. Það er ástæða þess að tjón urðu á því svæði. RARIK segist leita að orsök þess að ekki leysti út. Grænt svæði á kortinu að ofan sýnir það svæði sem varð fyrir spennutruflun í Mývatnssveit. Þar sést líka hvar varð rafmagnslaust á dreifisvæði RARIK og einnig áhrifasvæði spennubreytinga í Mývatnssveit. Akureyri er sýnd blá á kortinu þar sem hún er ekki innan dreifisvæðis RARIK en þar varð ekki rafmagnslaust samkvæmt þeim upplýsingum sem RARIK hefur fengið. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagn af í örstutta stund á hluta Vestfjarða. „Þetta er ekki merkt á korti þar sem ekki er um dreifisvæði RARIK að ræða. Austfirðir og fleiri svæði á Austurlandi sem eru innan dreifisvæðis RARIK og urðu ekki fyrir rafmagnsleysi en gætu hafa upplifað einhverjar truflanir eða flökt.“ Straumleysi í Suðursveit Að lokum varð útleysing í aðveitustöð skammt frá Höfn sem olli straumleysi í Suðursveit. Mikill fjöldi tilkynninga hefur borist til RARIK frá fólki sem ekki er á dreifisvæði RARIK, t.d. frá Akureyri. Íbúum Akureyrar er bent á að hafa samband við Norðurorku sem sér um dreifingu rafmagns á Akureyri. Viðskiptavinir RARIK geta tilkynnt um tjón á vef RARIK. „Eins og gefur að skilja er mikið álag á þjónustuver RARIK við að taka á móti og vinna úr tjónatilkynningum viðskiptavina. Unnið er að því að viðskiptavinir fái úrlausn sinna mála eins fljótt og auðið er. Umfang tjóns er enn óljóst og við viljum gefa viðskiptavinum okkar tíma til að meta það hjá sér áður en þau senda tilkynningu til okkar.“
Orkumál Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira