Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. október 2024 12:31 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna fagnar vaxtlækkun Arion banka. Vísir/Einar Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en segir ekki mega gleyma að íbúðalánavextir á Íslandi séu með þeim hæstu á Vesturlöndum og bankarnir séu nýbúnir að hækka þá. Seðlabankinn tilkynnti í gær lækkun stýrivaxta um 0,25 prósentur en þetta er fyrsta stýrivaxtalækkunin í fjögur ár. Arion banki tilkynnti í morgun að óverðtryggðir breytilegir vextir íbúðalána lækki um 0,25 prósentustig og verði 10,64 prósent. Óverðtryggðir fastir vextir lækka um 0,6 prósentustig og verða 8,8 prósent. „Við hljótum að fagna því að vextir séu lækkaðir. Þetta er skref, þó það sé hænuskref, í rétta átt. Það má ekki gleyma því samt að vextir á íbúðalánum hér á Íslandi eru þrisvar sinnum hærri en til dæmis í Færeyjum. Það er eitthvað sem við verðum að taka á,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Verðtryggðir íbúðalánavextir standa í stað en viðskiptabankarnir tilkynntu um hækkun þeirra um miðjan síðasta mánuð. „Um meira en sem nemur þessari lækkun, þó það sé ekki á sömu lánategundum. Það minnir mann svolítið á það sem maður heyrir í aðdraganda af stórum útsölum að óprúttnir verslanaeigendur stundi að hækka verð rétt fyrir útsöluna bara til að geta lækkað verðið og boðið einhvern afslátt með því. Betur má ef duga skal. Við verðum að ná íbúðalánavöxtum niður, þetta er að sliga skuldug heimili.“ Engin ástæða fyrir hina bankana að bíða Breki nefndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að viðskiptabankarnir hafi oft brugðist mjög hratt við þegar stýrivextir hafa verið hækkaðir en tekið sér lengri tíma þegar þeir eru lækkaðir. Inntur eftir því hvort skjót viðbrögð Arion banka komi á óvart segir Breki: „Þau hljóta bara að skynja kröfuna í samfélaginu um að bregðast skjótt við vaxtalækkunum og skynja kröfuna úr Seðlabankanum að nú er komið nóg. Því ber að fagna.“ Heldurðu að hinir viðskiptabankarnir fylgi hratt á eftir núna? „Ég bara rétt vona það og það er engin ástæða til að bíða eftir að lækka vextina. Akkúrat engin,“ segir Breki. „Vextir á Íslandi eru einir þeir hæstu í hinum vestræna heimi. Við hljótum að kalla eftir því að þeir verði lækkaðir. Það gengur ekki að þeir séu þrisvar sinnum hærri en í Danmörku og tvisvar sinnum hærri en í Noregi. Við gerum þá kröfu að vextir á Íslandi séu sambærilegir við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við.“ Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Óverðtryggðir vextir íbúðalána lækka um allt að 0,6 prósentustig en verðtryggðir vextir standa í stað. 3. október 2024 10:44 Betra að byrja en bíða þangað til hagkerfið er „sannarlega komið í kreppu“ Peningastefnunefnd mat áhættuna af því að byrja vaxtalækkunarferlið minni heldur en að bíða enn lengur og þurfa þá mögulega ráðast í hraðar lækkanir samhliða því að hagkerfið væri að sigla inn í „kreppu,“ að sögn seðlabankastjóra, sem hefur væntingar um að verðbólgan sé að fara koma skarpt niður og aðhaldsstigið gæti því aukist enn frekar. Falli hlutirnir með nefndinni fram að næsta fundi seint í nóvember megi búast við frekari lækkunum en nefndin var ekki sérstaklega með augun á vaxtalækkunum stóru erlendu seðlabankanna að undanförnu við ákvörðun sína þótt ljóst sé að Ísland er mjög tengt þróuninni í Bandaríkjunum. 3. október 2024 07:50 Hætt við að ein „aumingjaleg lækkun“ láti hjól hagkerfisins snúa hraðar á ný Yfirlýsing peningastefnunefndar til að réttlæta óvænta vaxtalækkun var lítið annað en „kirsuberjatínsla“, gögn sérstaklega dregin fram til að styðja við lækkun, en lítið gert með fyrri orð og gjörðir sem gæti komið niður á trúverðugleika Seðlabankans, að mati greiningar Arion, en ljóst sé að nefndarmenn hafi ekki verið samstíga. Hagfræðingar bankans fara nokkuð hörðum orðum um þá ákvörðun að lækka vexti, sem þeir eru ekki sannfærðir um að sé tekin á réttum tímapunkti, og búið sé að skapa væntingar um frekari vaxtalækkanir sem kunni að ýta undir þenslu og verðbólguþrýsting. 2. október 2024 20:39 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti í gær lækkun stýrivaxta um 0,25 prósentur en þetta er fyrsta stýrivaxtalækkunin í fjögur ár. Arion banki tilkynnti í morgun að óverðtryggðir breytilegir vextir íbúðalána lækki um 0,25 prósentustig og verði 10,64 prósent. Óverðtryggðir fastir vextir lækka um 0,6 prósentustig og verða 8,8 prósent. „Við hljótum að fagna því að vextir séu lækkaðir. Þetta er skref, þó það sé hænuskref, í rétta átt. Það má ekki gleyma því samt að vextir á íbúðalánum hér á Íslandi eru þrisvar sinnum hærri en til dæmis í Færeyjum. Það er eitthvað sem við verðum að taka á,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Verðtryggðir íbúðalánavextir standa í stað en viðskiptabankarnir tilkynntu um hækkun þeirra um miðjan síðasta mánuð. „Um meira en sem nemur þessari lækkun, þó það sé ekki á sömu lánategundum. Það minnir mann svolítið á það sem maður heyrir í aðdraganda af stórum útsölum að óprúttnir verslanaeigendur stundi að hækka verð rétt fyrir útsöluna bara til að geta lækkað verðið og boðið einhvern afslátt með því. Betur má ef duga skal. Við verðum að ná íbúðalánavöxtum niður, þetta er að sliga skuldug heimili.“ Engin ástæða fyrir hina bankana að bíða Breki nefndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að viðskiptabankarnir hafi oft brugðist mjög hratt við þegar stýrivextir hafa verið hækkaðir en tekið sér lengri tíma þegar þeir eru lækkaðir. Inntur eftir því hvort skjót viðbrögð Arion banka komi á óvart segir Breki: „Þau hljóta bara að skynja kröfuna í samfélaginu um að bregðast skjótt við vaxtalækkunum og skynja kröfuna úr Seðlabankanum að nú er komið nóg. Því ber að fagna.“ Heldurðu að hinir viðskiptabankarnir fylgi hratt á eftir núna? „Ég bara rétt vona það og það er engin ástæða til að bíða eftir að lækka vextina. Akkúrat engin,“ segir Breki. „Vextir á Íslandi eru einir þeir hæstu í hinum vestræna heimi. Við hljótum að kalla eftir því að þeir verði lækkaðir. Það gengur ekki að þeir séu þrisvar sinnum hærri en í Danmörku og tvisvar sinnum hærri en í Noregi. Við gerum þá kröfu að vextir á Íslandi séu sambærilegir við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við.“
Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Óverðtryggðir vextir íbúðalána lækka um allt að 0,6 prósentustig en verðtryggðir vextir standa í stað. 3. október 2024 10:44 Betra að byrja en bíða þangað til hagkerfið er „sannarlega komið í kreppu“ Peningastefnunefnd mat áhættuna af því að byrja vaxtalækkunarferlið minni heldur en að bíða enn lengur og þurfa þá mögulega ráðast í hraðar lækkanir samhliða því að hagkerfið væri að sigla inn í „kreppu,“ að sögn seðlabankastjóra, sem hefur væntingar um að verðbólgan sé að fara koma skarpt niður og aðhaldsstigið gæti því aukist enn frekar. Falli hlutirnir með nefndinni fram að næsta fundi seint í nóvember megi búast við frekari lækkunum en nefndin var ekki sérstaklega með augun á vaxtalækkunum stóru erlendu seðlabankanna að undanförnu við ákvörðun sína þótt ljóst sé að Ísland er mjög tengt þróuninni í Bandaríkjunum. 3. október 2024 07:50 Hætt við að ein „aumingjaleg lækkun“ láti hjól hagkerfisins snúa hraðar á ný Yfirlýsing peningastefnunefndar til að réttlæta óvænta vaxtalækkun var lítið annað en „kirsuberjatínsla“, gögn sérstaklega dregin fram til að styðja við lækkun, en lítið gert með fyrri orð og gjörðir sem gæti komið niður á trúverðugleika Seðlabankans, að mati greiningar Arion, en ljóst sé að nefndarmenn hafi ekki verið samstíga. Hagfræðingar bankans fara nokkuð hörðum orðum um þá ákvörðun að lækka vexti, sem þeir eru ekki sannfærðir um að sé tekin á réttum tímapunkti, og búið sé að skapa væntingar um frekari vaxtalækkanir sem kunni að ýta undir þenslu og verðbólguþrýsting. 2. október 2024 20:39 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Óverðtryggðir vextir íbúðalána lækka um allt að 0,6 prósentustig en verðtryggðir vextir standa í stað. 3. október 2024 10:44
Betra að byrja en bíða þangað til hagkerfið er „sannarlega komið í kreppu“ Peningastefnunefnd mat áhættuna af því að byrja vaxtalækkunarferlið minni heldur en að bíða enn lengur og þurfa þá mögulega ráðast í hraðar lækkanir samhliða því að hagkerfið væri að sigla inn í „kreppu,“ að sögn seðlabankastjóra, sem hefur væntingar um að verðbólgan sé að fara koma skarpt niður og aðhaldsstigið gæti því aukist enn frekar. Falli hlutirnir með nefndinni fram að næsta fundi seint í nóvember megi búast við frekari lækkunum en nefndin var ekki sérstaklega með augun á vaxtalækkunum stóru erlendu seðlabankanna að undanförnu við ákvörðun sína þótt ljóst sé að Ísland er mjög tengt þróuninni í Bandaríkjunum. 3. október 2024 07:50
Hætt við að ein „aumingjaleg lækkun“ láti hjól hagkerfisins snúa hraðar á ný Yfirlýsing peningastefnunefndar til að réttlæta óvænta vaxtalækkun var lítið annað en „kirsuberjatínsla“, gögn sérstaklega dregin fram til að styðja við lækkun, en lítið gert með fyrri orð og gjörðir sem gæti komið niður á trúverðugleika Seðlabankans, að mati greiningar Arion, en ljóst sé að nefndarmenn hafi ekki verið samstíga. Hagfræðingar bankans fara nokkuð hörðum orðum um þá ákvörðun að lækka vexti, sem þeir eru ekki sannfærðir um að sé tekin á réttum tímapunkti, og búið sé að skapa væntingar um frekari vaxtalækkanir sem kunni að ýta undir þenslu og verðbólguþrýsting. 2. október 2024 20:39