„Þarft að vera sami leikmaður og á Íslandi og bæta tuttugu prósentum ofan á það“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 19:46 Arnar Gunnlaugsson var ánægður með frammistöðu Víkings í fyrri hálfleik. vísir/diego Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst tapið fyrir Omonia í Sambandsdeild Evrópu vera of stórt. Hann sagði að sínir menn hefðu gert mistök sem þeir gera alla jafna ekki. Þá höfðu meiðsli Tariks Ibrahimagic mikil áhrif á gang mála að mati þjálfarans. Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, eitt í upphafi hans og svo þrjú á síðustu níu mínútunum. „Fyrri hálfleikur var góður. Það var slæmt að missa Tarik. Það var gott flæði í liðinu þegar hann fór út af. Það riðlaðist aðeins. Við fengum einhver færi í fyrri hálfleik en það var fín stjórnun á þessu,“ sagði Arnar. „En þú sérð þetta oft gerast, með íslenska landsliðið og fleiri félagslið. Þegar hitt liðið fer aðeins að herja á okkur í seinni hálfleik eru menn þreyttir og þá missirðu fókus. Þetta voru full ódýr mörk fyrir minn smekk.“ Arnar segir að staðan á Tarik sé eftir aðstæðum ágæt. „Sem betur fer er hann allt í lagi. Ég held að hann hafi dottið út í nokkrar sekúndur en hann er í fínu lagi núna. Við tökum enga áhættu. Hann fer í nánari skoðun og við sjáum til,“ sagði Arnar. Súrt að tapa svona stórt Hann vonast til að Víkingar læri af leiknum í dag. „Þetta eru bara erfiðir leikir. Þú ert að spila við góð lið með góða einstaklinga. Þeir geta breytt um leikkerfi inni í leik. Við aðlöguðumst ekki alveg nægilega vel og gerðum ódýr mistök í varnarleik sem er ólíkt okkur. En vonandi verður góður lærdómur af þessum leik,“ sagði Arnar sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar leik og keyptum okkur hvíld með því að halda boltanum, leysa pressuna þeirra vel og spila ekkert ósvipað og við spilum heima. En á þessu stigi þarftu að gera það í níutíu mínútur og við erum ekki enn komnir þangað, bara því miður. Það er okkar verkefni. Það var súrt að tapa svona stórt en þetta gefur kannski alveg rétta mynd af leiknum sjálfum.“ Sömu trixin virka ekki eins og heima Víkingar tóku áhættu undir lok leiksins og við það opnuðust flóðgáttirnar. „Við þurftum að ýta liðinu aðeins framar en mörkin voru virkilega ódýr. Þetta var bara einbeitingarleysi og það er meiri kjarnorka í löppunum á þessum leikmönnum en það sem við erum fást við almennt heima á Íslandi. Þegar menn taka sömu trixin og ganga heima virka þau ekki hérna úti. Þú þarft að vera sami leikmaður og þú ert á Íslandi og bæta tuttugu prósent ofan á það,“ sagði Arnar að endingu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, eitt í upphafi hans og svo þrjú á síðustu níu mínútunum. „Fyrri hálfleikur var góður. Það var slæmt að missa Tarik. Það var gott flæði í liðinu þegar hann fór út af. Það riðlaðist aðeins. Við fengum einhver færi í fyrri hálfleik en það var fín stjórnun á þessu,“ sagði Arnar. „En þú sérð þetta oft gerast, með íslenska landsliðið og fleiri félagslið. Þegar hitt liðið fer aðeins að herja á okkur í seinni hálfleik eru menn þreyttir og þá missirðu fókus. Þetta voru full ódýr mörk fyrir minn smekk.“ Arnar segir að staðan á Tarik sé eftir aðstæðum ágæt. „Sem betur fer er hann allt í lagi. Ég held að hann hafi dottið út í nokkrar sekúndur en hann er í fínu lagi núna. Við tökum enga áhættu. Hann fer í nánari skoðun og við sjáum til,“ sagði Arnar. Súrt að tapa svona stórt Hann vonast til að Víkingar læri af leiknum í dag. „Þetta eru bara erfiðir leikir. Þú ert að spila við góð lið með góða einstaklinga. Þeir geta breytt um leikkerfi inni í leik. Við aðlöguðumst ekki alveg nægilega vel og gerðum ódýr mistök í varnarleik sem er ólíkt okkur. En vonandi verður góður lærdómur af þessum leik,“ sagði Arnar sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar leik og keyptum okkur hvíld með því að halda boltanum, leysa pressuna þeirra vel og spila ekkert ósvipað og við spilum heima. En á þessu stigi þarftu að gera það í níutíu mínútur og við erum ekki enn komnir þangað, bara því miður. Það er okkar verkefni. Það var súrt að tapa svona stórt en þetta gefur kannski alveg rétta mynd af leiknum sjálfum.“ Sömu trixin virka ekki eins og heima Víkingar tóku áhættu undir lok leiksins og við það opnuðust flóðgáttirnar. „Við þurftum að ýta liðinu aðeins framar en mörkin voru virkilega ódýr. Þetta var bara einbeitingarleysi og það er meiri kjarnorka í löppunum á þessum leikmönnum en það sem við erum fást við almennt heima á Íslandi. Þegar menn taka sömu trixin og ganga heima virka þau ekki hérna úti. Þú þarft að vera sami leikmaður og þú ert á Íslandi og bæta tuttugu prósent ofan á það,“ sagði Arnar að endingu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
„Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31