Eiður er mikil goðsögn hjá Chelsea, varð Englandsmeistari tvisvar og bikarmeistari. Hann lék í heildina 263 leiki fyrir félagið, skoraði 78 mörk og gaf 40 stoðsendingar á rúmu sex ára tímabili frá 2000 til ársins 2006 en þá lá leið hans til Barcelona.

Andri Lucas er fæddur árið 2002 og var í fangi föður síns þegar titlunum var fagnað á sínum tíma.
Guðjohnsen feðgarnir gátu því rifjað upp góðar minningar í gær, þó úrslitin hafi ekki verið Andra í hag.

Yngsti sonur Eiðs, Daníel Tristan, gat ekki verið viðstaddur þar sem hann var sjálfur á bekknum í Sambandsdeildarleik hjá liði sínu Malmö, sem spilaði gegn Qarabag. Sveinn Aron leikur með Sarpsborg í Noregi, sem á ekki leik næst fyrr en 20. október.
