Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 10:07 Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Nichols við hlið RowVaughn Wells, móður hans, og Rodney Wells, tengdaföður. AP/George Walker IV Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols. Réttarhöldin höfðu staðið yfir í um þrjár vikur og tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að niðurstöðu. Dómsuppkvaðning á að fara fram á næsta ári en mennirnir standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist vegna sakfellingarinnar fyrir að hafa áhrif á vitni. Fimm fyrrverandi lögregluþjónar voru ákærðir fyrir að valda dauða Tyre Nichols, sem var 29 ára gamall, eftir að þeir stöðvuðu hann í umferðinni þann 7. janúar í fyrra. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Mennirnir þrír, og tveir aðrir sem hafa játað sekt sína, standa enn frammi fyrir vægari ákærum, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi NYT hefur eftir RowVaughn Wells, móður Nichols, að hún og fjölskylda hennar séu ánægð með að mennirnir hafi verið sakfelldir og þeir eigi skilið að fara í fangelsi. Wall Street Journal segir fjölskylduna hafa höfðað mál gegn Memphis og krefst hún 500 milljóna dala. Lögregluþjónarnir fimm tilheyrðu allir sérstöku teymi innan lögreglunnar í Memphis þar sem mikil áhersla var lögð á fjölda handtaka og haldlagninu á fíkniefnum. Réttarhöldin þykja hafa varpað ljósi á ofbeldismenningu innan lögreglunnar í Memphis, þar sem lögregluþjónar hafi hjálpað hvorum öðrum að hylma yfir ofbeldi þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Réttarhöldin höfðu staðið yfir í um þrjár vikur og tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að niðurstöðu. Dómsuppkvaðning á að fara fram á næsta ári en mennirnir standa frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist vegna sakfellingarinnar fyrir að hafa áhrif á vitni. Fimm fyrrverandi lögregluþjónar voru ákærðir fyrir að valda dauða Tyre Nichols, sem var 29 ára gamall, eftir að þeir stöðvuðu hann í umferðinni þann 7. janúar í fyrra. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Mennirnir þrír, og tveir aðrir sem hafa játað sekt sína, standa enn frammi fyrir vægari ákærum, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi NYT hefur eftir RowVaughn Wells, móður Nichols, að hún og fjölskylda hennar séu ánægð með að mennirnir hafi verið sakfelldir og þeir eigi skilið að fara í fangelsi. Wall Street Journal segir fjölskylduna hafa höfðað mál gegn Memphis og krefst hún 500 milljóna dala. Lögregluþjónarnir fimm tilheyrðu allir sérstöku teymi innan lögreglunnar í Memphis þar sem mikil áhersla var lögð á fjölda handtaka og haldlagninu á fíkniefnum. Réttarhöldin þykja hafa varpað ljósi á ofbeldismenningu innan lögreglunnar í Memphis, þar sem lögregluþjónar hafi hjálpað hvorum öðrum að hylma yfir ofbeldi þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira