Lewandowski sá um Alavés Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 16:10 Lewandowski fagnar einu marka sinna í dag. EPA-EFE/ADRIAN RUIZ HIERRO Framherjinn Robert Lewandowski sá til þess að Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, þegar hann skoraði þrennu í 3-0 útisigri liðsins á Deportivo Alavés. Mörkin má sjá hér að neðan. Real Madríd vann sinn leik í gær, laugardag, og jafnaði þar með Barcelona að stigum á toppi deildarinnar. Börsungar áttu hins vegar leik til góða og unnu hann nokkuð sannfærandi. Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins strax á 7. mínútu með góðum skalla eftir aukaspyrnu Raphinha. LEWANDOWSKI LOVES SCORING GOALS! 🔥 pic.twitter.com/0pYxoRnTjS— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Á 22. mínútu fóru Börsungar í skyndisókn, aftur var það Raphinha sem fann Lewandowski og aftur endaði boltinn í netinu, staðan orðin 0-2 og Alavés í vondum málum. RAPHINHA TO LEWANDOWSKI FOR A SECOND TIME FOR BARCELONA IN JUST OVER 20 MINUTES!WHAT A SEASON THEY'RE HAVING 🔥 pic.twitter.com/33LGwMB3JT— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Á 32. mínútu fullkomnaði Lewandowski þrennu sína eftir góða sendingu Eric Garcia inn fyrir vörn Alavés. Var um að ræða tíunda mark framherjans í aðeins níu deildarleikjum til þessa. LEWANDOWSKI HAT TRICK!!HE IS ON FIRE! 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/TUr0QmyYWi— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Heimamenn minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks en myndbandsdómari leiksins dæmdi það af og staðan 3-0 Barcelona í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik unnu Börsungar sannfærandi 3-0 sigur og eru nú með 24 stig á toppi La Liga. Spænski boltinn Fótbolti
Framherjinn Robert Lewandowski sá til þess að Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, þegar hann skoraði þrennu í 3-0 útisigri liðsins á Deportivo Alavés. Mörkin má sjá hér að neðan. Real Madríd vann sinn leik í gær, laugardag, og jafnaði þar með Barcelona að stigum á toppi deildarinnar. Börsungar áttu hins vegar leik til góða og unnu hann nokkuð sannfærandi. Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins strax á 7. mínútu með góðum skalla eftir aukaspyrnu Raphinha. LEWANDOWSKI LOVES SCORING GOALS! 🔥 pic.twitter.com/0pYxoRnTjS— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Á 22. mínútu fóru Börsungar í skyndisókn, aftur var það Raphinha sem fann Lewandowski og aftur endaði boltinn í netinu, staðan orðin 0-2 og Alavés í vondum málum. RAPHINHA TO LEWANDOWSKI FOR A SECOND TIME FOR BARCELONA IN JUST OVER 20 MINUTES!WHAT A SEASON THEY'RE HAVING 🔥 pic.twitter.com/33LGwMB3JT— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Á 32. mínútu fullkomnaði Lewandowski þrennu sína eftir góða sendingu Eric Garcia inn fyrir vörn Alavés. Var um að ræða tíunda mark framherjans í aðeins níu deildarleikjum til þessa. LEWANDOWSKI HAT TRICK!!HE IS ON FIRE! 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/TUr0QmyYWi— ESPN FC (@ESPNFC) October 6, 2024 Heimamenn minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks en myndbandsdómari leiksins dæmdi það af og staðan 3-0 Barcelona í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik unnu Börsungar sannfærandi 3-0 sigur og eru nú með 24 stig á toppi La Liga.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti