„Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2024 22:47 Ásgerður Stefanía (önnur frá vinstri) segir Valskonur klárar í stórleik laugardagsins. Vísir/Anton Brink „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. Á morgun mætast Valur og Breiðablik á Hlíðarenda í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og verður að vinna þar sem jafntefli dugir Blikum. Breiðablik vann leik liðanna á Kópavogsvelli 2-1 en Valur hefndi sín á Hlíðarenda og vann 1-0 sigur. Þá vann Valur 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum Mjólkurbikarsins. Adda, eins og Ásgerður Stefanía er nær alltaf kölluð, býst við erfiðum leik. „Mikil áskorun, mikið af leikmönnum sem við þurfum að stoppa. Verður stórskemmtilegur leikur. Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri þannig að þetta verður skák.“ Er mikilvægt að spila svona leik á heimavelli? „Mér finnst það. Okkur líður best hér heima á okkar velli, eins og flestum liðum. Það skipti okkur miklu máli að vera á toppnum þegar deildarkeppninni lauk, út af þessum heimavallarrétti í lokaleiknum.“ Klippa: Adda fyrir stórleikinn: „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Reiknar með stútfullum Hlíðarenda. „Býst ekki við neinu öðru, bæði af Völsurum og Blikum sem og hinum almenna áhorfenda sem finnst gaman að horfa á fótbolta. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi í dag, höfum sannað það margoft í sumar og síðustu ár svo ég vil sjá pakkaða stúku.“ „Það er öðruvísi að undirbúa sig sem leikmaður en þjálfari,“ sagði Adda að endingu en hún spilaði marga svona leiki á ferli sínum sem leikmaður. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31 Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Á morgun mætast Valur og Breiðablik á Hlíðarenda í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og verður að vinna þar sem jafntefli dugir Blikum. Breiðablik vann leik liðanna á Kópavogsvelli 2-1 en Valur hefndi sín á Hlíðarenda og vann 1-0 sigur. Þá vann Valur 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum Mjólkurbikarsins. Adda, eins og Ásgerður Stefanía er nær alltaf kölluð, býst við erfiðum leik. „Mikil áskorun, mikið af leikmönnum sem við þurfum að stoppa. Verður stórskemmtilegur leikur. Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri þannig að þetta verður skák.“ Er mikilvægt að spila svona leik á heimavelli? „Mér finnst það. Okkur líður best hér heima á okkar velli, eins og flestum liðum. Það skipti okkur miklu máli að vera á toppnum þegar deildarkeppninni lauk, út af þessum heimavallarrétti í lokaleiknum.“ Klippa: Adda fyrir stórleikinn: „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Reiknar með stútfullum Hlíðarenda. „Býst ekki við neinu öðru, bæði af Völsurum og Blikum sem og hinum almenna áhorfenda sem finnst gaman að horfa á fótbolta. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi í dag, höfum sannað það margoft í sumar og síðustu ár svo ég vil sjá pakkaða stúku.“ „Það er öðruvísi að undirbúa sig sem leikmaður en þjálfari,“ sagði Adda að endingu en hún spilaði marga svona leiki á ferli sínum sem leikmaður. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31 Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31
Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33