„Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2024 16:41 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag Vísir/Viktor Freyr Arnarson Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. „Þetta var hrikalega stórt. Ég var ofboðslega ánægður með framlagið hjá strákunum sem lögðu allt í þetta, “ sagði Davíð Smári í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Seinni hálfleikur var slitinn og litaðist af því að við fengum rautt spjald og svona. Menn gáfust aldrei upp og menn voru að leggja sig fram í 90 mínútur og það var það sem þurfti. Framarar voru hættulegri eftir að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald og heimamenn fengu færi til að skora fleiri mörk en gestirnir vörðust vel sem gladdi Davíð Smára. „Fram er gott lið og fór að dæla fyrirgjöfum inn í teig. Það er ekkert leyndarmál að við skoruðum úr okkar færum og þeir fóru illa með sín færi. Við fengum stigin þrjú og ég er gríðarlega sáttur með það.“ En hvað fannst Davíð um rauða spjaldið sem Ibrahima Balde fékk? „Þetta var hrikalega stórt atvik og vonandi sést þetta á upptökum. Ívar sagði mér að hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram og meira veit ég ekki.“ Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag og Davíð Smári var virkilega ánægður með Andra og hvernig hann hefur spilað í undanförnum leikjum. „Andri er búinn að leggja gríðarlega hart að sér til að komast í gott stand. Auðvitað er það hrikalega gott fyrir félag eins og okkur og ef Andri hefði náð að haldast heill í sumar þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar. Okkur hefur vantað karakter og týpu eins og Andra sem skilur leikinn gríðarlega vel og þetta var stórkostlegur leikur sem hann átti.“ Vestri hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og Davíð var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við höfum aðeins tapað tveimur af síðustu níu leikjum og við hefðum ekki náð þeim stöðugleika ef við værum ekki með þennan stuðning úr stúkunni. Ég bað strákana um að horfa upp í stúku og ímynda sér ferðalagið sem fólkið hefur lagt á sig til að koma hingað,“ sagði Davíð Smári að lokum. Vestri Besta deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sjá meira
„Þetta var hrikalega stórt. Ég var ofboðslega ánægður með framlagið hjá strákunum sem lögðu allt í þetta, “ sagði Davíð Smári í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Seinni hálfleikur var slitinn og litaðist af því að við fengum rautt spjald og svona. Menn gáfust aldrei upp og menn voru að leggja sig fram í 90 mínútur og það var það sem þurfti. Framarar voru hættulegri eftir að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald og heimamenn fengu færi til að skora fleiri mörk en gestirnir vörðust vel sem gladdi Davíð Smára. „Fram er gott lið og fór að dæla fyrirgjöfum inn í teig. Það er ekkert leyndarmál að við skoruðum úr okkar færum og þeir fóru illa með sín færi. Við fengum stigin þrjú og ég er gríðarlega sáttur með það.“ En hvað fannst Davíð um rauða spjaldið sem Ibrahima Balde fékk? „Þetta var hrikalega stórt atvik og vonandi sést þetta á upptökum. Ívar sagði mér að hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram og meira veit ég ekki.“ Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag og Davíð Smári var virkilega ánægður með Andra og hvernig hann hefur spilað í undanförnum leikjum. „Andri er búinn að leggja gríðarlega hart að sér til að komast í gott stand. Auðvitað er það hrikalega gott fyrir félag eins og okkur og ef Andri hefði náð að haldast heill í sumar þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar. Okkur hefur vantað karakter og týpu eins og Andra sem skilur leikinn gríðarlega vel og þetta var stórkostlegur leikur sem hann átti.“ Vestri hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og Davíð var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við höfum aðeins tapað tveimur af síðustu níu leikjum og við hefðum ekki náð þeim stöðugleika ef við værum ekki með þennan stuðning úr stúkunni. Ég bað strákana um að horfa upp í stúku og ímynda sér ferðalagið sem fólkið hefur lagt á sig til að koma hingað,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sjá meira