„Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. október 2024 18:43 Nik með Íslandsmeistaraskjöldinn. Vísir/Pawel Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. Blikar héldu út, markalaust jafntefli varð niðurstaðan gegn Val, sem dugði til að lyfta titlinum. „Ég er orðlaus. Þetta var stórkostlegur leikur, bæði lið fengu fín færi og jafntefli held ég að hafi verið sanngjörn niðurstaða. Fyrsta jafnteflið hefði ekki getað komið á betri tíma,“ sagði Nik í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Nik tók við þjálfun Breiðabliks fyrir ári síðan. Þá var liðið í slæmri stöðu og langt frá því að berjast um titilinn. „Það hefur verið frábært, við höfum lagt svo hart að okkur og notið góðs stuðnings allan tímann. Komumst í bikarúrslit líka [gegn Val] en urðum fyrir vonbrigðum. Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram fyrir lokasprettinn. Við ætluðum okkar að verða Íslandsmeistarar og það tókst!“ „Þess vegna kom ég [til Breiðabliks]. Ég er búinn að vera með mynd af titlinum í huga í heilt ár og núna er hann okkar. Við erum meistarar og ætlum okkur meira á næsta tímabili.“ Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Staðan markalaus og Breiðablik dugði jafntefli. Liðið lagðist langt til baka og hélt út til enda. „Ekkert svo [stressandi]. Við glímdum vel við fyrirgjafirnar og stelpurnar lögðu inn svo mikla vinnu. Allar sem ein að verjast saman. Við vissum að Valur gæti sært okkur en við gerðum ótrúlega vel. Ég hafði aldrei áhyggjur, vissi að stelpurnar myndu sigla þessu heim,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Blikar héldu út, markalaust jafntefli varð niðurstaðan gegn Val, sem dugði til að lyfta titlinum. „Ég er orðlaus. Þetta var stórkostlegur leikur, bæði lið fengu fín færi og jafntefli held ég að hafi verið sanngjörn niðurstaða. Fyrsta jafnteflið hefði ekki getað komið á betri tíma,“ sagði Nik í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Nik tók við þjálfun Breiðabliks fyrir ári síðan. Þá var liðið í slæmri stöðu og langt frá því að berjast um titilinn. „Það hefur verið frábært, við höfum lagt svo hart að okkur og notið góðs stuðnings allan tímann. Komumst í bikarúrslit líka [gegn Val] en urðum fyrir vonbrigðum. Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram fyrir lokasprettinn. Við ætluðum okkar að verða Íslandsmeistarar og það tókst!“ „Þess vegna kom ég [til Breiðabliks]. Ég er búinn að vera með mynd af titlinum í huga í heilt ár og núna er hann okkar. Við erum meistarar og ætlum okkur meira á næsta tímabili.“ Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Staðan markalaus og Breiðablik dugði jafntefli. Liðið lagðist langt til baka og hélt út til enda. „Ekkert svo [stressandi]. Við glímdum vel við fyrirgjafirnar og stelpurnar lögðu inn svo mikla vinnu. Allar sem ein að verjast saman. Við vissum að Valur gæti sært okkur en við gerðum ótrúlega vel. Ég hafði aldrei áhyggjur, vissi að stelpurnar myndu sigla þessu heim,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira