„Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. október 2024 18:49 Ásta Eir lyftir Íslandsmeistaraskildinum. Vísir/Pawel „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. Blikar luku keppni í Bestu deildinni einu stigi á undan Val og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins í leikslok var ósvikinn. „Þvílík gleði og við erum búin að vera að horfa á þennan dag síðan í nóvember og það er ótrúlega sætt að ná að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í leikslok. Áhorfendamet var slegið á N1-vellinum í dag en 1625 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri og fylltu stúkuna að Hlíðarenda. „Allt upp á tíu. Auðvitað var þetta það sem maður vonaðist eftir, að fá fulla stúku og fá fullt af fólki á þennan einstaka leik. Ég er þvílíkt ánægð með mætinguna og þetta gerði leikinn 100% betri fyrir okkur þó hann hafi kannski ekki verið mikið fyrir augað. En það skiptir engu máli núna.“ Valskonur lágu á Blikaliðinu undir loksins sem stóð þó sóknir heimakvenna af sér. Telma Ívarsdóttir í markinu var öryggið uppmálað fyrir aftan Ástu Eir og stöllur hennar í vörninni. „Þær lágu svolítið á okkur og bættu aðeins í sóknina. Ég fann fyrir góðu öryggi, Telma ótrúlega góð í teignum og var að éta þessa bolta sem þær voru að koma með. Ótrúlega ánægð hvernig við náðum að sigla þessu heim.“ Nik Chamberlain er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks eftir að hafa komið frá Þrótti fyrir tímabilið. Ásta hrósaði Nik í hástert og sagði að leikmenn liðsins hefðu strax ákveðið að róa í sömu átt. „Hann er búinn að vera mjög skýr og góður að þjálfa síðan hann kom. Það þarf alveg góðan þjálfara til að fá allt liðið með sér þannig að allir séu að fara í sömu átt. Honum tókst það mjög vel og við vorum allar að róa í sömu átt frá byrjun.“ „Það var nýtt kerfi og nýjar áherslur en við fórum í þessa breytingu í hausnum á okkur að við ætluðum að gera þetta saman og fylgja þessu eftir. Það gekk mjög vel í allt sumar og ég er þvílíkt stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil og að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir áður en hún var þotin í bikarfögnuð Blikaliðsins. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Blikar luku keppni í Bestu deildinni einu stigi á undan Val og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins í leikslok var ósvikinn. „Þvílík gleði og við erum búin að vera að horfa á þennan dag síðan í nóvember og það er ótrúlega sætt að ná að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í leikslok. Áhorfendamet var slegið á N1-vellinum í dag en 1625 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri og fylltu stúkuna að Hlíðarenda. „Allt upp á tíu. Auðvitað var þetta það sem maður vonaðist eftir, að fá fulla stúku og fá fullt af fólki á þennan einstaka leik. Ég er þvílíkt ánægð með mætinguna og þetta gerði leikinn 100% betri fyrir okkur þó hann hafi kannski ekki verið mikið fyrir augað. En það skiptir engu máli núna.“ Valskonur lágu á Blikaliðinu undir loksins sem stóð þó sóknir heimakvenna af sér. Telma Ívarsdóttir í markinu var öryggið uppmálað fyrir aftan Ástu Eir og stöllur hennar í vörninni. „Þær lágu svolítið á okkur og bættu aðeins í sóknina. Ég fann fyrir góðu öryggi, Telma ótrúlega góð í teignum og var að éta þessa bolta sem þær voru að koma með. Ótrúlega ánægð hvernig við náðum að sigla þessu heim.“ Nik Chamberlain er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks eftir að hafa komið frá Þrótti fyrir tímabilið. Ásta hrósaði Nik í hástert og sagði að leikmenn liðsins hefðu strax ákveðið að róa í sömu átt. „Hann er búinn að vera mjög skýr og góður að þjálfa síðan hann kom. Það þarf alveg góðan þjálfara til að fá allt liðið með sér þannig að allir séu að fara í sömu átt. Honum tókst það mjög vel og við vorum allar að róa í sömu átt frá byrjun.“ „Það var nýtt kerfi og nýjar áherslur en við fórum í þessa breytingu í hausnum á okkur að við ætluðum að gera þetta saman og fylgja þessu eftir. Það gekk mjög vel í allt sumar og ég er þvílíkt stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil og að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir áður en hún var þotin í bikarfögnuð Blikaliðsins.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira