Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 6. október 2024 13:31 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. Árið 2019 voru sett netöryggislög á Íslandi á sem leggja skyldur á aðila sem teljast til mikilvægra innviða að tryggja öryggi sinna net- og upplýsingakerfa. Þessi lög byggðu á tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2016 (NIS1). Sú tilskipun hefur nú verið uppfærð innan Evrópusambandsins og eiga aðildarríki að tryggja innleiðingu hennar fyrir 18. október nk. Hin nýja tilskipun, NIS2, er grundvallarlöggjöf þegar kemur að netöryggi í Evrópu. Tilskipunin er víðtæk og kveður á um uppbyggingu á fyrirbyggjandi vörnum gagnvart netógnum með því að koma á virku stjórnkerfi netöryggis. Hún mun ná til gríðarlegs fjölda fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins sem og opinberra aðila. Segja má að hún margfaldi umfang forvera síns, bæði að breidd og dýpt. Ein af þeim lykilbreytingum sem finna má í nýrri tilskipun er sérstakt ákvæði er lýtur að ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækjanna. Þótt vissulega beri stjórnendur almennt ábyrgð á rekstri félaga eða stofnana þá eru hér settar ítarlegar kröfur um ábyrgð þeirra, þekkingu og getu á sviði netöryggis. Stjórnendur geta einnig talist persónulega ábyrgir, og jafnvel vísað tímabundið úr starfi, sé um stórfelldan skort á netöryggi að ræða. Netöryggi sem hluti af rekstraráhættu Ef ekki er tekið fullt tillit til netöryggisáhættu, getur það leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur fyrirtækja, bæði fyrir fjárhag þess, orðspor og traust. Netöryggi er því ekki lengur aðeins tæknilegt verkefni sem fellur undir upplýsingadeildir fyrirtækja. Þvert á móti á það að vera hluti af stefnumótandi ákvarðanatöku fyrirtækja og vera innleitt í alla starfsemi þess. Rekstraráhætta í tengslum við netöryggi ætti því sjálfkrafa að vera lykilþáttur í áhættustýringu stjórnenda. NIS2-tilskipun Evrópusambandsins gerir í raun skýlausa kröfu um þetta. Hún kveður á um að æðstu stjórnendur beri ábyrgð á netöryggi fyrirtækja sinna, að það sé í samræmi við lagakröfur og alþjóðleg viðmið á þessu sviði. Með þessum reglum er verið að tryggja að stjórnendur sýni virka forystu í netöryggismálum og taki fulla ábyrgð á innleiðingu nauðsynlegra varna. Þetta felur í sér að þeir verða að skilja hvernig stjórnkerfi netöryggis er uppbyggt og hvernig virkni þess er ætlað að ná utan um alla þá áhættuþætti sem steðja að kerfum þeirra og þjónustu. Þeir eiga að hafa yfirumsjón með innleiðingu þessa stjórnkerfis netöryggis. Þjálfun stjórnenda Til að stjórnendur geti sinnt þessari ábyrgð af skilvirkni er þeim einnig gert skylt að afla sér viðeigandi þjálfunar og fræðslu um netöryggi. Þessi þekking hjálpar þeim að greina og skilja helstu netöryggisáhættur og hvernig þær tengjast rekstri fyrirtækisins. Með réttri þjálfun geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í netöryggislausnum og byggt upp menningu sem leggur áherslu á netöryggi innan fyrirtækisins. Til að styðja við þetta geta stjórnendur nýtt sér ráðgjafa á sviði netöryggis eða innleitt í skipuriti sínu breytingar sem tryggja innleiðingu stjórnkerfis netöryggis, þ.m.t. framkvæmd áhættumats, val á skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til varnar þeim ógnum sem að rekstrinum steðja. Ábyrgð stjórnenda verður ekki úthýst til ráðgjafa, öryggisstjóra eða annarra starfsmanna heldur bera þeir alltaf endanlega ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka netöryggisáhættu. Innleiðing netöryggis í daglegan rekstur Innleiðing netöryggis í rekstur fyrirtækja krefst víðtækrar stefnumótunar sem á að ná til allra þátta í starfseminni. Fyrirtæki þurfa að hafa heildræna netöryggisstefnu sem tekur tillit til innra og ytra öryggis, frá tæknilegum innviðum til þjálfunar starfsmanna. Með því að tryggja að netöryggi sé hluti af ákvörðunum á öllum stigum stjórnunar má lágmarka rekstraráhættu og draga úr líkum á að netógnir setji reksturinn í hættu. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Sjá meira
Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. Árið 2019 voru sett netöryggislög á Íslandi á sem leggja skyldur á aðila sem teljast til mikilvægra innviða að tryggja öryggi sinna net- og upplýsingakerfa. Þessi lög byggðu á tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2016 (NIS1). Sú tilskipun hefur nú verið uppfærð innan Evrópusambandsins og eiga aðildarríki að tryggja innleiðingu hennar fyrir 18. október nk. Hin nýja tilskipun, NIS2, er grundvallarlöggjöf þegar kemur að netöryggi í Evrópu. Tilskipunin er víðtæk og kveður á um uppbyggingu á fyrirbyggjandi vörnum gagnvart netógnum með því að koma á virku stjórnkerfi netöryggis. Hún mun ná til gríðarlegs fjölda fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins sem og opinberra aðila. Segja má að hún margfaldi umfang forvera síns, bæði að breidd og dýpt. Ein af þeim lykilbreytingum sem finna má í nýrri tilskipun er sérstakt ákvæði er lýtur að ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækjanna. Þótt vissulega beri stjórnendur almennt ábyrgð á rekstri félaga eða stofnana þá eru hér settar ítarlegar kröfur um ábyrgð þeirra, þekkingu og getu á sviði netöryggis. Stjórnendur geta einnig talist persónulega ábyrgir, og jafnvel vísað tímabundið úr starfi, sé um stórfelldan skort á netöryggi að ræða. Netöryggi sem hluti af rekstraráhættu Ef ekki er tekið fullt tillit til netöryggisáhættu, getur það leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur fyrirtækja, bæði fyrir fjárhag þess, orðspor og traust. Netöryggi er því ekki lengur aðeins tæknilegt verkefni sem fellur undir upplýsingadeildir fyrirtækja. Þvert á móti á það að vera hluti af stefnumótandi ákvarðanatöku fyrirtækja og vera innleitt í alla starfsemi þess. Rekstraráhætta í tengslum við netöryggi ætti því sjálfkrafa að vera lykilþáttur í áhættustýringu stjórnenda. NIS2-tilskipun Evrópusambandsins gerir í raun skýlausa kröfu um þetta. Hún kveður á um að æðstu stjórnendur beri ábyrgð á netöryggi fyrirtækja sinna, að það sé í samræmi við lagakröfur og alþjóðleg viðmið á þessu sviði. Með þessum reglum er verið að tryggja að stjórnendur sýni virka forystu í netöryggismálum og taki fulla ábyrgð á innleiðingu nauðsynlegra varna. Þetta felur í sér að þeir verða að skilja hvernig stjórnkerfi netöryggis er uppbyggt og hvernig virkni þess er ætlað að ná utan um alla þá áhættuþætti sem steðja að kerfum þeirra og þjónustu. Þeir eiga að hafa yfirumsjón með innleiðingu þessa stjórnkerfis netöryggis. Þjálfun stjórnenda Til að stjórnendur geti sinnt þessari ábyrgð af skilvirkni er þeim einnig gert skylt að afla sér viðeigandi þjálfunar og fræðslu um netöryggi. Þessi þekking hjálpar þeim að greina og skilja helstu netöryggisáhættur og hvernig þær tengjast rekstri fyrirtækisins. Með réttri þjálfun geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í netöryggislausnum og byggt upp menningu sem leggur áherslu á netöryggi innan fyrirtækisins. Til að styðja við þetta geta stjórnendur nýtt sér ráðgjafa á sviði netöryggis eða innleitt í skipuriti sínu breytingar sem tryggja innleiðingu stjórnkerfis netöryggis, þ.m.t. framkvæmd áhættumats, val á skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til varnar þeim ógnum sem að rekstrinum steðja. Ábyrgð stjórnenda verður ekki úthýst til ráðgjafa, öryggisstjóra eða annarra starfsmanna heldur bera þeir alltaf endanlega ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka netöryggisáhættu. Innleiðing netöryggis í daglegan rekstur Innleiðing netöryggis í rekstur fyrirtækja krefst víðtækrar stefnumótunar sem á að ná til allra þátta í starfseminni. Fyrirtæki þurfa að hafa heildræna netöryggisstefnu sem tekur tillit til innra og ytra öryggis, frá tæknilegum innviðum til þjálfunar starfsmanna. Með því að tryggja að netöryggi sé hluti af ákvörðunum á öllum stigum stjórnunar má lágmarka rekstraráhættu og draga úr líkum á að netógnir setji reksturinn í hættu. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun