Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2024 15:53 Ásta Eir Árnadóttir lauk ferlinum á að lyfta Íslandsmeistaraskildinum. vísir/diego Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásta lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda í gær. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn en jafnteflið dugði Blikum til að verða meistarar í nítjánda sinn. Ásta greindi frá þeirri ákvörðun sinni að hætta í fótbolta í myndbandi sem Blikar sendu frá sér. „Ég er búin að ákveða að hætta í fótbolta. Þetta er síðasta tímabilið mitt. Ég er bara 31. Ég lofaði sjálfri mér fyrir nokkrum árum að ef þessi tilfinning fer að koma eða ég er farin að hugsa út í þetta ætla ég bara að hlusta á hjartað mitt og fylgja því og það er það sem ég er að gera,“ sagði Ásta. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun. Ég held ég hafi tekið þessa ákvörðun í byrjun tímabilsins og leyft þessu svolítið að malla. Ég fór inn í tímabilið og vildi njóta og gefa allt í þetta.“ Ásta lék með Breiðabliki allan ferilinn og var gerð að fyrirliða liðsins fyrir tímabilið 2021. Ásta lék alls 176 leiki í efstu deild og skoraði sjö mörk. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Blikum og þrisvar sinnum bikarmeistari. Ásta lék tólf A-landsleiki á ferlinum auk 25 leikja fyrir yngri landslið Íslands. Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 5. október 2024 20:25 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann Eftir úrslitaleik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í dag voru einstaklingsverðlaun Bestu deildar kvenna afhent. Tveir leikmenn Blika hlutu verðlaun og höfðu því tvöfalda ástæðu til að fagna í leikslok. 5. október 2024 20:16 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 „Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari. 5. október 2024 18:48 „Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. 5. október 2024 18:49 Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag. 5. október 2024 16:14 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Ásta lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda í gær. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn en jafnteflið dugði Blikum til að verða meistarar í nítjánda sinn. Ásta greindi frá þeirri ákvörðun sinni að hætta í fótbolta í myndbandi sem Blikar sendu frá sér. „Ég er búin að ákveða að hætta í fótbolta. Þetta er síðasta tímabilið mitt. Ég er bara 31. Ég lofaði sjálfri mér fyrir nokkrum árum að ef þessi tilfinning fer að koma eða ég er farin að hugsa út í þetta ætla ég bara að hlusta á hjartað mitt og fylgja því og það er það sem ég er að gera,“ sagði Ásta. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun. Ég held ég hafi tekið þessa ákvörðun í byrjun tímabilsins og leyft þessu svolítið að malla. Ég fór inn í tímabilið og vildi njóta og gefa allt í þetta.“ Ásta lék með Breiðabliki allan ferilinn og var gerð að fyrirliða liðsins fyrir tímabilið 2021. Ásta lék alls 176 leiki í efstu deild og skoraði sjö mörk. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Blikum og þrisvar sinnum bikarmeistari. Ásta lék tólf A-landsleiki á ferlinum auk 25 leikja fyrir yngri landslið Íslands.
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 5. október 2024 20:25 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann Eftir úrslitaleik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í dag voru einstaklingsverðlaun Bestu deildar kvenna afhent. Tveir leikmenn Blika hlutu verðlaun og höfðu því tvöfalda ástæðu til að fagna í leikslok. 5. október 2024 20:16 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 „Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari. 5. október 2024 18:48 „Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. 5. október 2024 18:49 Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag. 5. október 2024 16:14 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 5. október 2024 20:25
„Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31
Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann Eftir úrslitaleik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í dag voru einstaklingsverðlaun Bestu deildar kvenna afhent. Tveir leikmenn Blika hlutu verðlaun og höfðu því tvöfalda ástæðu til að fagna í leikslok. 5. október 2024 20:16
„Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43
„Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari. 5. október 2024 18:48
„Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. 5. október 2024 18:49
Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag. 5. október 2024 16:14