Varði mark botnliðsins en bar samt af Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. október 2024 22:15 Tinna Brá átti gott sumar en gat þó ekki komið í veg fyrir fall Fylkis. Vísir/HAG Á laugardag lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þá var þegar ljóst að Fylkir og Keflavík væru fallin niður í Lengjudeildina en það var markvörður botnliðsins sem bar af þegar skoðað er markverðir komu í veg fyrir flest mörk á leiktíðinni. Þegar tímabilið var hálfnað tók Vísir saman tölfræði þökk sé tölfræðiveitunni Wyscout yfir markverði Bestu deildarinnar og hver þeirra hefði komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals). Nú þegar tímabilinu er lokið er þess virði að skoða tölfræðina á nýjan leik. Vert er að taka fram að Mollee Swift, markvörður Þróttar Reykjavíkur, er ekki á listanum hér að neðan þar sem upplýsingar hennar er hreinlega ekki að finna á Wyscout. Líkt og Vísir vakti athygli á fyrr í sumar kemur á óvart að Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, sé ekki efst á listanum en hún fékk varla á sig mark í sumar. Alls fékk Telma á sig 12 mörk í þeim 20 leikjum sem hún spilaði. Alls fékk Breiðablik á sig 13 mörk í 23 leikjum. Á endanum hlaut Telma gullhanskann en hann hlýtur sá markvörður sem fær á sig fæst mörk í deildinni. Það vekur vissulega athygli að þær tvær af þremur efstu á listanum yfir „prevented goals“ eru jafnframt þær sömu og fengu á sig flest mörk í deildinni. Það má því með sanni segja að þær hafi staðið í ströngu í sumar og ljóst að það er ekki hægt að kenna Tinnu Brá Magnúsdóttur um fall Fylkis niður í Lengjudeildina. Listann yfir þá markverði sem komu í veg fyrir flest mörk má sjá hér að neðan sem og hversu mörg mörk þær fengu á sig. Að lágmarki þurfti að spila fimm leiki til að komast á listann. Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Þegar tímabilið var hálfnað tók Vísir saman tölfræði þökk sé tölfræðiveitunni Wyscout yfir markverði Bestu deildarinnar og hver þeirra hefði komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals). Nú þegar tímabilinu er lokið er þess virði að skoða tölfræðina á nýjan leik. Vert er að taka fram að Mollee Swift, markvörður Þróttar Reykjavíkur, er ekki á listanum hér að neðan þar sem upplýsingar hennar er hreinlega ekki að finna á Wyscout. Líkt og Vísir vakti athygli á fyrr í sumar kemur á óvart að Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, sé ekki efst á listanum en hún fékk varla á sig mark í sumar. Alls fékk Telma á sig 12 mörk í þeim 20 leikjum sem hún spilaði. Alls fékk Breiðablik á sig 13 mörk í 23 leikjum. Á endanum hlaut Telma gullhanskann en hann hlýtur sá markvörður sem fær á sig fæst mörk í deildinni. Það vekur vissulega athygli að þær tvær af þremur efstu á listanum yfir „prevented goals“ eru jafnframt þær sömu og fengu á sig flest mörk í deildinni. Það má því með sanni segja að þær hafi staðið í ströngu í sumar og ljóst að það er ekki hægt að kenna Tinnu Brá Magnúsdóttur um fall Fylkis niður í Lengjudeildina. Listann yfir þá markverði sem komu í veg fyrir flest mörk má sjá hér að neðan sem og hversu mörg mörk þær fengu á sig. Að lágmarki þurfti að spila fimm leiki til að komast á listann. Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus
Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti