Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2024 08:58 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ætlar sér að verða leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík í komandi þingkosningum. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fyrirhugað í tengslum við næstu alþingiskosningar sem munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. Þorbjörg greindi frá þessu í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu, í gær. Þorbjörg leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021 og hlaut flokkurinn um átta prósent atkvæða. Þingmaðurinn greindi frá því að til standi að halda sameiginlegt prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og gerir hún ráð fyrir að það fari fram snemma á næsta ári. Það sé í fyrsta sinn sem verði haldið slíkt prófkjör hjá flokknum fyrir þingkosningar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ég sé þetta fyrir mér ákveðið vítamínskot fyrir flokkinn. Það er líka frábært að fá mann eins og Jón Gnarr til liðs við flokkinn. Ég hef verið mikill aðdáandi hans,“ segir Þorbjörg. Greint var frá því í síðasta mánuði að Jón hefði gengið til liðs við Viðreisn og sagðist hann ætla sér stóra hluti og komast á þing. „Ég er oddviti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Núna erum við að fara inn í prófkjör sem verður sameiginlegt prófkjör beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu í því prófkjöri. Ég sé verkefnið þannig að í þessu prófkjöri sé Viðreisn og flokksfélagar í Viðreisn að velja sér leiðtoga sem geti skilað flokknum inn í ríkisstjórn, að ríkisstjórnarborðinu og í ríkisstjórnarsamstarf. Ég býð mig fram í fyrsta sæti vegna þess að ég held að það geti ég gert.“ Kosningar á næsta ári Ekki liggur fyrir hvenær næstu þingkosningar fara fram en kjörtímabilinu lýkur næsta haust. Margir telja þó að þær muni fara fram í vor, sérstaklega eftir nýsamþykkta ályktun landsfundar Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok. Í ályktuninni sagði meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Viðreisn fékk 8,4 prósenta fylgi á landsvísu í kosningunum 2021 og fimm þingmenn. Þorbjörg Sigríður og Hanna Katrín Friðriksson leiddu lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmum tveimur í kosningunum 2021 og náðu báðar inn á þing. Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51 Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Þorbjörg greindi frá þessu í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu, í gær. Þorbjörg leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021 og hlaut flokkurinn um átta prósent atkvæða. Þingmaðurinn greindi frá því að til standi að halda sameiginlegt prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og gerir hún ráð fyrir að það fari fram snemma á næsta ári. Það sé í fyrsta sinn sem verði haldið slíkt prófkjör hjá flokknum fyrir þingkosningar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ég sé þetta fyrir mér ákveðið vítamínskot fyrir flokkinn. Það er líka frábært að fá mann eins og Jón Gnarr til liðs við flokkinn. Ég hef verið mikill aðdáandi hans,“ segir Þorbjörg. Greint var frá því í síðasta mánuði að Jón hefði gengið til liðs við Viðreisn og sagðist hann ætla sér stóra hluti og komast á þing. „Ég er oddviti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Núna erum við að fara inn í prófkjör sem verður sameiginlegt prófkjör beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu í því prófkjöri. Ég sé verkefnið þannig að í þessu prófkjöri sé Viðreisn og flokksfélagar í Viðreisn að velja sér leiðtoga sem geti skilað flokknum inn í ríkisstjórn, að ríkisstjórnarborðinu og í ríkisstjórnarsamstarf. Ég býð mig fram í fyrsta sæti vegna þess að ég held að það geti ég gert.“ Kosningar á næsta ári Ekki liggur fyrir hvenær næstu þingkosningar fara fram en kjörtímabilinu lýkur næsta haust. Margir telja þó að þær muni fara fram í vor, sérstaklega eftir nýsamþykkta ályktun landsfundar Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok. Í ályktuninni sagði meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Viðreisn fékk 8,4 prósenta fylgi á landsvísu í kosningunum 2021 og fimm þingmenn. Þorbjörg Sigríður og Hanna Katrín Friðriksson leiddu lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmum tveimur í kosningunum 2021 og náðu báðar inn á þing.
Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51 Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51
Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent