Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 10:39 Ekki liggur fyrir hversu mikið mun snjóa en veðurfræðingur segir að það gætu verið nokkrir sentímetrar. Vísir/Vilhelm Á fimmtudagsmorgun er líklegt að íbúar á Suður- og Vesturhluta landsins, þar með talið höfuðborgarbúar, muni vakna með nokkurra sentímetra snjó á götunum. Á Norður- og Norðausturlandi verða él þannig meira og minna allt landið verður hvítt að einhverju leyti. Það byrjar að snjóa aðfaranótt fimmtudags og verður líklega allt farið um kvöldið eða daginn eftir. Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar verður þá norðan og norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og víða dálítil snjókoma eða slydda. Hiti verður líklega á bilinu 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina að deginum, en annars frost 0 til 5 stig. Í veðurspá veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar kemur fram að það muni snjóa mest í austurhverfunum á höfuðborgarsvæðinu, sem standa hærra. Þessu muni fylgja hálka og ekki síður á gangstéttum og útivistarstígum. Á Norður- og Norðausturlandi muni einnig gera snjóföl á láglendi en ekki fyrr en seinnipartinn. Byrjar á Hellisheiði í dag Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að einnig muni snjóa í dag. Aðallega á Hellisheiði og á fjallvegum í kringum okkur. „Það verður ekki í byggð í dag en á fimmtudaginn lítur út fyrir að það verði snjókoma eða slydda í byggð. Þetta gætu verið einhverjir sentímetrar þegar við vöknum á fimmtudagsmorgun,“ segir Kristín. Hún segir þetta ekki óvanalegt fyrir þennan árstíma. „Þetta byrjar oft í október. Þetta er ekki óvenjulegt. Það hefur snjóað einhvern tímann í öllum mánuðum ársins. En það er núna að koma ákveðinn bakki úr vestri og okkur sýnist að þetta verði snjókoma frekar en slydda,“ segir hún og að snjórinn verði líklega farinn á föstudag. Veður Færð á vegum Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira
Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar verður þá norðan og norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og víða dálítil snjókoma eða slydda. Hiti verður líklega á bilinu 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina að deginum, en annars frost 0 til 5 stig. Í veðurspá veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar kemur fram að það muni snjóa mest í austurhverfunum á höfuðborgarsvæðinu, sem standa hærra. Þessu muni fylgja hálka og ekki síður á gangstéttum og útivistarstígum. Á Norður- og Norðausturlandi muni einnig gera snjóföl á láglendi en ekki fyrr en seinnipartinn. Byrjar á Hellisheiði í dag Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að einnig muni snjóa í dag. Aðallega á Hellisheiði og á fjallvegum í kringum okkur. „Það verður ekki í byggð í dag en á fimmtudaginn lítur út fyrir að það verði snjókoma eða slydda í byggð. Þetta gætu verið einhverjir sentímetrar þegar við vöknum á fimmtudagsmorgun,“ segir Kristín. Hún segir þetta ekki óvanalegt fyrir þennan árstíma. „Þetta byrjar oft í október. Þetta er ekki óvenjulegt. Það hefur snjóað einhvern tímann í öllum mánuðum ársins. En það er núna að koma ákveðinn bakki úr vestri og okkur sýnist að þetta verði snjókoma frekar en slydda,“ segir hún og að snjórinn verði líklega farinn á föstudag.
Veður Færð á vegum Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira