Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 14:53 Þetta bílastæði er við ströndina. Rauðu svæðin eru göngusvæði. Mynd/Íris Guðnadóttir Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir nýju bílastæðin bæta umferðaröryggi við þennan vinsæla ferðamannastað til muna. Búið er að malbika bílastæðin og merkja gönguleiðir á bílastæðin sjálf. Þá er einnig búið að gera göngustíg á milli bílastæða en um 300 metrar eru á milli. „Nú er bara eftir lokafrágangur sem hefur ekki áhrif á umferð. Verkið gekk allt vel og við landeigendur þökkum tillitssemi og samstarfsvilja gesta og ferðaþjónustuaðila. Einnig þökkum við okkar frábæru verktökum: Framrás, Malbiksstöðinni, EFLU og Vegmálun GÍH,“ segir Íris í færslu á Facebook-síðu sinni. Mikill fjöldi heimsækir Reynisfjöru daglega. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu er meðalfjöldi ólíkur eftir mánuðum en í júlí voru þær til dæmis um 2.200 og 1.300 í maí. Í fyrra voru í heildina 538.608 heimsóknir í fjöruna og það sem af er ári, fram til september, hafa heimsóknirnar verið 376.650. Loka þurfti bílastæðinu í tvo daga á meðan það var malbikað.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þetta er mikil öryggisbót. Það eru núna merktar gönguleiðir og fólk þarf núna bara að krossa akbraut einu sinni,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. Landeigendur tóku sig saman í vor og ákváðu í sameiningu að fara í þessar framkvæmdir. Vinna hófst í september og lauk að mestu síðasta mánudag. Aðeins þurfti að loka bílastæðinu í tvo daga á meðan malbikun fór fram þar. „Efla hjálpaði að hanna planið og við horfðum mikið til þess að bæta aðgengi gangandi vegfarenda og aðkomu fatlaðra. Það eru bílastæði fyrir hreyfihamlaða og bætt aðkoma fyrir fólk í hjólastól,“ segir Íris og að byggður hafi verið útsýnispallur við fjörukambinn. Þetta bílastæði er í um 300 metra fjarlægð frá hinu sem er við ströndina.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þar er nóg pláss og hægt að fara á hjólastól. Það er svo í rauninni staðurinn þar sem fólk á að stoppa þegar það er rautt ljós. Það er magnaður staður til að horfa á því þá sérðu ölduna fara í stuðlabergið. Það er góður staður fyrir myndatöku.“ Íris segir nær alla heimsækja Reynisfjöru í björtu og því sé ekki lýsing á bílastæðunum. „Það er glit í málningunni á götunum þannig þú getur keyrt í burtu.“ Á myndinni má sjá bæði bílastæðin og göngustíginn sem liggur á milli.Mynd/Íris Guðnadóttir Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Bílastæði Tengdar fréttir Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33 Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
„Nú er bara eftir lokafrágangur sem hefur ekki áhrif á umferð. Verkið gekk allt vel og við landeigendur þökkum tillitssemi og samstarfsvilja gesta og ferðaþjónustuaðila. Einnig þökkum við okkar frábæru verktökum: Framrás, Malbiksstöðinni, EFLU og Vegmálun GÍH,“ segir Íris í færslu á Facebook-síðu sinni. Mikill fjöldi heimsækir Reynisfjöru daglega. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu er meðalfjöldi ólíkur eftir mánuðum en í júlí voru þær til dæmis um 2.200 og 1.300 í maí. Í fyrra voru í heildina 538.608 heimsóknir í fjöruna og það sem af er ári, fram til september, hafa heimsóknirnar verið 376.650. Loka þurfti bílastæðinu í tvo daga á meðan það var malbikað.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þetta er mikil öryggisbót. Það eru núna merktar gönguleiðir og fólk þarf núna bara að krossa akbraut einu sinni,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. Landeigendur tóku sig saman í vor og ákváðu í sameiningu að fara í þessar framkvæmdir. Vinna hófst í september og lauk að mestu síðasta mánudag. Aðeins þurfti að loka bílastæðinu í tvo daga á meðan malbikun fór fram þar. „Efla hjálpaði að hanna planið og við horfðum mikið til þess að bæta aðgengi gangandi vegfarenda og aðkomu fatlaðra. Það eru bílastæði fyrir hreyfihamlaða og bætt aðkoma fyrir fólk í hjólastól,“ segir Íris og að byggður hafi verið útsýnispallur við fjörukambinn. Þetta bílastæði er í um 300 metra fjarlægð frá hinu sem er við ströndina.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þar er nóg pláss og hægt að fara á hjólastól. Það er svo í rauninni staðurinn þar sem fólk á að stoppa þegar það er rautt ljós. Það er magnaður staður til að horfa á því þá sérðu ölduna fara í stuðlabergið. Það er góður staður fyrir myndatöku.“ Íris segir nær alla heimsækja Reynisfjöru í björtu og því sé ekki lýsing á bílastæðunum. „Það er glit í málningunni á götunum þannig þú getur keyrt í burtu.“ Á myndinni má sjá bæði bílastæðin og göngustíginn sem liggur á milli.Mynd/Íris Guðnadóttir
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Bílastæði Tengdar fréttir Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33 Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33
Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36