Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. október 2024 07:02 Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er 10.október og í þetta sinn er hann tileinkaður geðheilbrigði vinnustaða. Í tilefni þessa segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að ætlunin sé að hvetja sem flesta starfsmenn á sviðinu til að nýta sér verkfærakistu Mental. Til dæmis að reyna að tóna niður asann og hægja á okkur. Vísir/Vilhelm „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. „Okkar fólk er á fullu að vinna á gólfinu og sinna öllu því sem þar þarf að sinna. Ef þú ert til dæmis í starfi við að taka á móti leikskólabörnum, er erfitt að slökkva á asanum og gefa sér þess í stað andrými til að búa til próaktíft plan til uppbyggingar á andlegri heilsu,” segir Magnús en bætir við: Staðreyndin er samt sú að þegar við erum alltaf í asanum eða að grípa í slökkviliðstækið, gerist það ósjálfrátt að við aukum á asann og álagið, streitan verður meiri og koll af kolli. Þess vegna ætlum við að hvetja okkar fólk í þessari viku að skoða í verkfærakistuna og sjá hvort það leynist eitthvað sem gæti nýst vel á þeirra vinnustað.” Alþjóðlegi dagur geðheilbrigðis er 10.október ár hvert og að þessu sinni er dagurinn tileinkaður Geðheilbrigði á vinnustað. Í tilefni þess, fjallar Atvinnulífið um málefnið í dag og á morgun. Verkfærakistan Verkfærakistan sem Magnús vísar til, er verkfærakista sem Reykjavíkurborg fékk frá Mental ráðgjöf, en þar er að finna ýmis góð ráð sem gætu nýst vinnustöðum vel til að efla góða geðheilsu starfsmanna. Magnús segir Reykjavíkurborg einn þeirra vinnustaða sem ætli sér að nýta þessa verkfærakistu með því að hvetja sitt fólk í vikunni til þess að rýna í hvaða hugarmolar mögulega leynast þar. „Við höfum ekki valið að fara einhverja eina ríkisleið þar sem við segjum fólki að gera þetta eða hitt. Frekar reynum við að miðla upplýsingum og bjargráðum og hvetjum stjórnendur og starfsfólk til að nýta sér það sem er í boði,“ segir Magnús. Til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar heyra tæplega sex þúsund manns, sem starfa á 170 starfsstöðvum; í grunnskólum, leikskólum, frístundarheimilium, á félagsmiðstöðvum og á hverfismiðstöðvum. Magnús segir mikilvægt í allri vinnu mannauðsmála um andlega heilsu sem annað, að ekki sé verið að móta einhverja helgislepju sem fólk síðan varla þekkir né nýtir. „Reykjavíkurborg er með ansi metnaðarfulla heilsustefnu þar sem fram koma alls kyns molar til uppbyggingar á líkamlegri og andlegri heilsu. Þessu tengt bjóðum við upp á ýmsa fræðslu og stöndum fyrir ýmsu í forvarnarskyni, með það fyrir augum að efla geðheilbrigði okkar fólks,“ segir Magnús. En Magnús vill líka vera raunsær og ræða málin á mannamáli. Sem dæmi les hann eitt atriði sem fram kemur í heilsustefnunni: Borgin styðji við andlega heilsu og vellíðan starfsfólks, með forvarnastarfi, stuðningi og fræðslu. Einnig er stefnt að jöfnu aðgengi að sértækri aðstoð fyrir allt starfsfólk borgarinnar. Allt svona hljómar rosalega vel. Spurningin er samt: Hvernig eigum við að fara að þessu?“ Magnús segir karlmennskuímyndina enn trufla marga karlmenn. Þar sem ímyndin um að karlar eigi ekki að barma sér sé sterk. Þá bendir hann á að Z-kynslóðin getur kennt þeim eldri ýmislegt. Þar sé á ferðinni kynslóð sem láti ekki bjóða sér hvað sem er, ef vinnustaður stuðli ekki að vellíðan starfsfólks þá einfaldlega hættir fólk.Vísir/Vilhelm Karlmenn enn svolítið fastir Magnús segir eðlilegt að stórir vinnustaðir glími við þá áskorun að allt það góða sem fram kemur í heilsustefnu vinnustaðarins, nái fram að ganga og alla leið. „Því dags daglega er okkar fólk bara að reyna að troðast í gegnum skaflann. Álagið er mikið og oft varla svigrúm til þess að hlúa vel að okkur sjálfum eða hvort öðru.“ Lykilatriðið sé því að þjálfa stjórnendur. „Við höfum brugðið á það ráð að leggja áherslu á stjórnendaþjálfun en eins að hitta millistjórnendur. Að miðla frá okkur praktískum ráðum er ein leiðin til að vinna að því að markmiðin fúnkeri á meðal starfsmanna,“ segir Magnús og vísar þar til náms sem borgin býður upp á fyrir þá stjórnendur sem vilja. Námið kallast Forystunám og Stjórnendaþjálfun og er samhæft skyldunám stjórnenda og sérfræðinga hjá borginni. Magnús segir markmið námsins að efla faglega þekkingu stjórnenda og sérfræðinga hjá Reykjavíkurborg á grunnþáttum stjórnunar og stjórnsýslu og efla hæfni þeirra til að fást við þær margvíslegu áskoranir sem í störfum þeirra felast. „Hluti af því sem snýr að stjórnendum er líka það að sýna gott fordæmi innan vinnustaða. Að þjálfa þennan hóp í til dæmis streitustjórnun getur því skilað sér vel inn á vinnustöðum.“ Sjálfur segist Magnús hafa fulla trú á að vitundavakning og aukin eftirspurn sé eftir því að hugað sé að geðheilbrigði starfsfólks. „Ég hef starfað við þessi mál í rúmlega 15 ár, hjá Reykjavíkurborg og um tíma sjálfstætt áður en ég sneri síðan aftur til starfa hér. Mín upplifun er sú að mjög margt hafi breyst í þessum málum frá því að ég byrjaði og þess vegna ætla ég að trúa því að margfeldisáhrifin geti virkilega haft áhrif á viðhorf, heilsu og menningu vinnustaða,“ segir Magnús en bætir við: „Þess vegna fer það stundum í taugarnar á mér þegar fólk talar um að Reykjavíkurborg sé eins og stórt olíuskip sem erfitt er að snúa við til hafnar. Ég lít frekar á það þannig að við séum fjölbreyttur starfsmannahópur með marga drífandi og duglega forystusauði. Ef við erum með hlaðborð af góðum upplýsingum og aðgengilega fræðslu fyrir okkar fólk, séum við að skapa tækifæri til þess að ná þessum margfeldisáhrifum fram.“ Magnúsi finnst þó tilefni til að ræða karlmenn sérstaklega. Þessi karlmennskuímynd er enn að trufla marga okkar. Að karlmenn eigi ekki að barma sér eða segja frá því ef þeir eru að ströggla eða eigi í einhverjum vandræðum. Dugnaður er dyggð, við eigum bara að bíta á jaxlinn og allt þetta. Ég viðurkenni það alveg að stundum dett ég sjálfur í þessa gryfju og þess vegna veit ég að við karlmennirnir erum svolítið fastir enn þarna. Ég vona að með aukinni umræðu, fari þetta að breytast.“ En yngra fólkið getur líka kennt þeim eldri ýmislegt. „Þar er frábært að horfa til ungu kynslóðarinnar, hinnar svokölluðu Z-kynslóðar sem er með allt annað hugarfar til vinnustaða en Baby Boombers kynslóðin. Því unga fólkið einfaldlega lætur ekki bjóða sér hvað sem er, finnst eðlilegt að allir fái að vera eins og þeir eru og alls konar og ef vinnustaðurinn vinnur ekki að því að starfsfólkinu líði vel, þá einfaldlega yfirgefa þau svæðið.“ Oft finnst okkur að við séum afkastameiri þegar við vinnum undir álagi og í miklum asa. Staðreyndin sé þó sú að sögn Magnúsar, að asi eykur á streitu og hefur þveröfug áhrif við það sem við stundum teljum. Eitt af góðu ráðum verkfærakistu Mentals sé að slökkva á asanum og það ætlar Magnús til dæmis að reyna að temja sér betur.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að slökkva á asanum Magnús segir þessa viku sem tileinkuð er geðheilbrigðismálum á vinnustað felast í því hjá Reykjavíkurborg að nýta sér þá verkfærakistu sem Mental ráðgjöf býður upp á og hvetja starfsfólk og stjórnendur til að kynna sér hvað í kistunni felst. „Sjálfur er ég ofsalega hrifinn af þessu bjargráði að reyna að slökkva á asanum. Því þótt ég svo sem geri mér grein fyrir því að það séu kannski litlar líkur á að hægt sé að slökkva alveg á honum, þá gæti það gert heilmikið ef við myndum sem flest ná að hægja verulega á þessum asa,“ segir Magnús en í verkfærakistu Mental segir meðal annars: Asi er tilfinning sem oft fylgir streitu og lætur okkur líða eins og við þurfum að flýta okkur til að takast á við þrýstinginn. Okkur líður gjarnan eins og við séum afkastameiri í asanum en raunin er sú að hann hefur iðulega þveröfug áhrif. Sem er akkúrat málið að sögn Magnúsar. „Ég skal alveg viðurkenna að þetta er eitt af því sem ég finn að ég þarf að taka til mín. Því við erum öll svo upptekinn í þessum asa. Sem rannsóknir hafa þó margsýnt að hefur þveröfug áhrif. Streitan verður meiri, við viðhöldum álaginu og afköstum ekki eins vel og ella.“ Ráðið við þessu samkvæmt verkfærakistu Mental er í stuttu máli: Að hægja á okkur og vera meðvituð getur verið afar áhrifarík leið til að takast á við streitu og þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Ef bara þetta atriði næði fram að ganga hjá þeim sem vilja nýta sér verkfærakistuna í okkar hópi gæti það gert heilmikið. Þar sem við myndum reyna að tóna niður asann og hvetja hvort annað til að gera slíkt hið sama eða sjálf að fara á undan með fordæmi og hlúa þannig að okkar fólki.“ Auðvitað er þetta ekkert auðvelt þegar um er að ræða þúsundir fólks. Og hafsjó af upplýsingum og fræðslu sem miðla þarf á íslensku og ensku og jafnvel stundum á pólsku. „En við erum öll í sama liðinu og ef við reynum að byggja upp kerfi sem í grunninn ýtir undir gott geðheilbrigði á vinnustað, þá má vel búta niður skrefin sem tekin eru. Ég nefni sem dæmi aðskilnað einkalífs og vinnu. Þetta getur verið heilmikil áskorun en væri hægt að vinna að sérstaklega og svo má síðan áfram telja.“ Magnús segir aðferðafræðina við að ná árangri í hverju skrefi ekkert ósvipaða þeirri aðferð sem fólk sem fer í meðferð nýtir: Við getum til dæmis horft á asann þannig að meta: Hvaða þættir eru það í asanum sem ég get haft áhrif á og breytt og hvaða atriði eru það ekki og ég þarf þá einfaldlega að sleppa tökunum á?“ En ekkert breytist á einni nóttu. „Samfélagsmiðlarnir eru til dæmis að hafa mikil áhrif. Fólk er í streitu, samkeppnin um tíma er mikil og eflaust snýst verkefnið líka um að hvert okkar skoði sjálft sig. Verkfærakistan sem við getum skoðað í þessari viku gæti nýst mörgum vel og ég trúi því að dropinn holi steininn, það sé því af hinu góða að hvetja sem flesta til að taka þátt í þessari geðheilbrigðisviku með einhverjum hætti.“ Geðheilbrigði Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. 7. október 2024 07:02 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Okkar fólk er á fullu að vinna á gólfinu og sinna öllu því sem þar þarf að sinna. Ef þú ert til dæmis í starfi við að taka á móti leikskólabörnum, er erfitt að slökkva á asanum og gefa sér þess í stað andrými til að búa til próaktíft plan til uppbyggingar á andlegri heilsu,” segir Magnús en bætir við: Staðreyndin er samt sú að þegar við erum alltaf í asanum eða að grípa í slökkviliðstækið, gerist það ósjálfrátt að við aukum á asann og álagið, streitan verður meiri og koll af kolli. Þess vegna ætlum við að hvetja okkar fólk í þessari viku að skoða í verkfærakistuna og sjá hvort það leynist eitthvað sem gæti nýst vel á þeirra vinnustað.” Alþjóðlegi dagur geðheilbrigðis er 10.október ár hvert og að þessu sinni er dagurinn tileinkaður Geðheilbrigði á vinnustað. Í tilefni þess, fjallar Atvinnulífið um málefnið í dag og á morgun. Verkfærakistan Verkfærakistan sem Magnús vísar til, er verkfærakista sem Reykjavíkurborg fékk frá Mental ráðgjöf, en þar er að finna ýmis góð ráð sem gætu nýst vinnustöðum vel til að efla góða geðheilsu starfsmanna. Magnús segir Reykjavíkurborg einn þeirra vinnustaða sem ætli sér að nýta þessa verkfærakistu með því að hvetja sitt fólk í vikunni til þess að rýna í hvaða hugarmolar mögulega leynast þar. „Við höfum ekki valið að fara einhverja eina ríkisleið þar sem við segjum fólki að gera þetta eða hitt. Frekar reynum við að miðla upplýsingum og bjargráðum og hvetjum stjórnendur og starfsfólk til að nýta sér það sem er í boði,“ segir Magnús. Til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar heyra tæplega sex þúsund manns, sem starfa á 170 starfsstöðvum; í grunnskólum, leikskólum, frístundarheimilium, á félagsmiðstöðvum og á hverfismiðstöðvum. Magnús segir mikilvægt í allri vinnu mannauðsmála um andlega heilsu sem annað, að ekki sé verið að móta einhverja helgislepju sem fólk síðan varla þekkir né nýtir. „Reykjavíkurborg er með ansi metnaðarfulla heilsustefnu þar sem fram koma alls kyns molar til uppbyggingar á líkamlegri og andlegri heilsu. Þessu tengt bjóðum við upp á ýmsa fræðslu og stöndum fyrir ýmsu í forvarnarskyni, með það fyrir augum að efla geðheilbrigði okkar fólks,“ segir Magnús. En Magnús vill líka vera raunsær og ræða málin á mannamáli. Sem dæmi les hann eitt atriði sem fram kemur í heilsustefnunni: Borgin styðji við andlega heilsu og vellíðan starfsfólks, með forvarnastarfi, stuðningi og fræðslu. Einnig er stefnt að jöfnu aðgengi að sértækri aðstoð fyrir allt starfsfólk borgarinnar. Allt svona hljómar rosalega vel. Spurningin er samt: Hvernig eigum við að fara að þessu?“ Magnús segir karlmennskuímyndina enn trufla marga karlmenn. Þar sem ímyndin um að karlar eigi ekki að barma sér sé sterk. Þá bendir hann á að Z-kynslóðin getur kennt þeim eldri ýmislegt. Þar sé á ferðinni kynslóð sem láti ekki bjóða sér hvað sem er, ef vinnustaður stuðli ekki að vellíðan starfsfólks þá einfaldlega hættir fólk.Vísir/Vilhelm Karlmenn enn svolítið fastir Magnús segir eðlilegt að stórir vinnustaðir glími við þá áskorun að allt það góða sem fram kemur í heilsustefnu vinnustaðarins, nái fram að ganga og alla leið. „Því dags daglega er okkar fólk bara að reyna að troðast í gegnum skaflann. Álagið er mikið og oft varla svigrúm til þess að hlúa vel að okkur sjálfum eða hvort öðru.“ Lykilatriðið sé því að þjálfa stjórnendur. „Við höfum brugðið á það ráð að leggja áherslu á stjórnendaþjálfun en eins að hitta millistjórnendur. Að miðla frá okkur praktískum ráðum er ein leiðin til að vinna að því að markmiðin fúnkeri á meðal starfsmanna,“ segir Magnús og vísar þar til náms sem borgin býður upp á fyrir þá stjórnendur sem vilja. Námið kallast Forystunám og Stjórnendaþjálfun og er samhæft skyldunám stjórnenda og sérfræðinga hjá borginni. Magnús segir markmið námsins að efla faglega þekkingu stjórnenda og sérfræðinga hjá Reykjavíkurborg á grunnþáttum stjórnunar og stjórnsýslu og efla hæfni þeirra til að fást við þær margvíslegu áskoranir sem í störfum þeirra felast. „Hluti af því sem snýr að stjórnendum er líka það að sýna gott fordæmi innan vinnustaða. Að þjálfa þennan hóp í til dæmis streitustjórnun getur því skilað sér vel inn á vinnustöðum.“ Sjálfur segist Magnús hafa fulla trú á að vitundavakning og aukin eftirspurn sé eftir því að hugað sé að geðheilbrigði starfsfólks. „Ég hef starfað við þessi mál í rúmlega 15 ár, hjá Reykjavíkurborg og um tíma sjálfstætt áður en ég sneri síðan aftur til starfa hér. Mín upplifun er sú að mjög margt hafi breyst í þessum málum frá því að ég byrjaði og þess vegna ætla ég að trúa því að margfeldisáhrifin geti virkilega haft áhrif á viðhorf, heilsu og menningu vinnustaða,“ segir Magnús en bætir við: „Þess vegna fer það stundum í taugarnar á mér þegar fólk talar um að Reykjavíkurborg sé eins og stórt olíuskip sem erfitt er að snúa við til hafnar. Ég lít frekar á það þannig að við séum fjölbreyttur starfsmannahópur með marga drífandi og duglega forystusauði. Ef við erum með hlaðborð af góðum upplýsingum og aðgengilega fræðslu fyrir okkar fólk, séum við að skapa tækifæri til þess að ná þessum margfeldisáhrifum fram.“ Magnúsi finnst þó tilefni til að ræða karlmenn sérstaklega. Þessi karlmennskuímynd er enn að trufla marga okkar. Að karlmenn eigi ekki að barma sér eða segja frá því ef þeir eru að ströggla eða eigi í einhverjum vandræðum. Dugnaður er dyggð, við eigum bara að bíta á jaxlinn og allt þetta. Ég viðurkenni það alveg að stundum dett ég sjálfur í þessa gryfju og þess vegna veit ég að við karlmennirnir erum svolítið fastir enn þarna. Ég vona að með aukinni umræðu, fari þetta að breytast.“ En yngra fólkið getur líka kennt þeim eldri ýmislegt. „Þar er frábært að horfa til ungu kynslóðarinnar, hinnar svokölluðu Z-kynslóðar sem er með allt annað hugarfar til vinnustaða en Baby Boombers kynslóðin. Því unga fólkið einfaldlega lætur ekki bjóða sér hvað sem er, finnst eðlilegt að allir fái að vera eins og þeir eru og alls konar og ef vinnustaðurinn vinnur ekki að því að starfsfólkinu líði vel, þá einfaldlega yfirgefa þau svæðið.“ Oft finnst okkur að við séum afkastameiri þegar við vinnum undir álagi og í miklum asa. Staðreyndin sé þó sú að sögn Magnúsar, að asi eykur á streitu og hefur þveröfug áhrif við það sem við stundum teljum. Eitt af góðu ráðum verkfærakistu Mentals sé að slökkva á asanum og það ætlar Magnús til dæmis að reyna að temja sér betur.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að slökkva á asanum Magnús segir þessa viku sem tileinkuð er geðheilbrigðismálum á vinnustað felast í því hjá Reykjavíkurborg að nýta sér þá verkfærakistu sem Mental ráðgjöf býður upp á og hvetja starfsfólk og stjórnendur til að kynna sér hvað í kistunni felst. „Sjálfur er ég ofsalega hrifinn af þessu bjargráði að reyna að slökkva á asanum. Því þótt ég svo sem geri mér grein fyrir því að það séu kannski litlar líkur á að hægt sé að slökkva alveg á honum, þá gæti það gert heilmikið ef við myndum sem flest ná að hægja verulega á þessum asa,“ segir Magnús en í verkfærakistu Mental segir meðal annars: Asi er tilfinning sem oft fylgir streitu og lætur okkur líða eins og við þurfum að flýta okkur til að takast á við þrýstinginn. Okkur líður gjarnan eins og við séum afkastameiri í asanum en raunin er sú að hann hefur iðulega þveröfug áhrif. Sem er akkúrat málið að sögn Magnúsar. „Ég skal alveg viðurkenna að þetta er eitt af því sem ég finn að ég þarf að taka til mín. Því við erum öll svo upptekinn í þessum asa. Sem rannsóknir hafa þó margsýnt að hefur þveröfug áhrif. Streitan verður meiri, við viðhöldum álaginu og afköstum ekki eins vel og ella.“ Ráðið við þessu samkvæmt verkfærakistu Mental er í stuttu máli: Að hægja á okkur og vera meðvituð getur verið afar áhrifarík leið til að takast á við streitu og þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Ef bara þetta atriði næði fram að ganga hjá þeim sem vilja nýta sér verkfærakistuna í okkar hópi gæti það gert heilmikið. Þar sem við myndum reyna að tóna niður asann og hvetja hvort annað til að gera slíkt hið sama eða sjálf að fara á undan með fordæmi og hlúa þannig að okkar fólki.“ Auðvitað er þetta ekkert auðvelt þegar um er að ræða þúsundir fólks. Og hafsjó af upplýsingum og fræðslu sem miðla þarf á íslensku og ensku og jafnvel stundum á pólsku. „En við erum öll í sama liðinu og ef við reynum að byggja upp kerfi sem í grunninn ýtir undir gott geðheilbrigði á vinnustað, þá má vel búta niður skrefin sem tekin eru. Ég nefni sem dæmi aðskilnað einkalífs og vinnu. Þetta getur verið heilmikil áskorun en væri hægt að vinna að sérstaklega og svo má síðan áfram telja.“ Magnús segir aðferðafræðina við að ná árangri í hverju skrefi ekkert ósvipaða þeirri aðferð sem fólk sem fer í meðferð nýtir: Við getum til dæmis horft á asann þannig að meta: Hvaða þættir eru það í asanum sem ég get haft áhrif á og breytt og hvaða atriði eru það ekki og ég þarf þá einfaldlega að sleppa tökunum á?“ En ekkert breytist á einni nóttu. „Samfélagsmiðlarnir eru til dæmis að hafa mikil áhrif. Fólk er í streitu, samkeppnin um tíma er mikil og eflaust snýst verkefnið líka um að hvert okkar skoði sjálft sig. Verkfærakistan sem við getum skoðað í þessari viku gæti nýst mörgum vel og ég trúi því að dropinn holi steininn, það sé því af hinu góða að hvetja sem flesta til að taka þátt í þessari geðheilbrigðisviku með einhverjum hætti.“
Geðheilbrigði Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. 7. október 2024 07:02 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. 7. október 2024 07:02
Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00
Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01
Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02
Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05