Forsvarsmenn X, áður Twitter, hafa einnig samþykkt að útnefna fulltrúa í landinu.
Samfélagsmiðillinn, sem er í eigu Elon Musk, var bannaður af dómstólnum eftir að forsvarsmenn hans neituðu að loka á ákveðna aðganga sem yfirvöld sökuðu um að dreifa falsupplýsingum í tengslum við forsetakosningarnar árið 2022.
Musk neitaði lengi að koma til móts við yfirvöld og sagði að lokum upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins í Brasilíu. Hann sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en að inngrip dómstóla væri aðför að tjáningarfrelsinu.
Áætlað er að um 22 milljónir manna í Brasilíu noti X.