„Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 16:15 Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur á lofti á æfingu íslenska landsliðins í Kaplakrika. VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson er búinn að koma sér vel fyrir hjá Düsseldorf í Þýskalandi og ætlar að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. Liðið á fyrir höndum leiki við Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni, á föstudag og mánudag. Valgeir er í baráttu um bakvarðarstöðu í íslenska landsliðinu og sömuleiðis hjá Düsseldorf en þar hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum, og komið við sögu í öllum leikjum síðan hann mætti til Þýskalands frá Häcken í Svíþjóð í lok ágúst. Hjá Düsseldorf hitti Valgeir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur reynst honum góður stuðningur. „Þetta er mjög góður staður til að vera á. Ég hafði samband við Ísak áður en ég fór í lengri viðræður við þá og hann sagði bara góða hluti um klúbbinn og staðinn. Í sjálfu sér var því „no brainer“ fyrir mig að fara þangað. Fullkomið næsta skref fyrir mig. Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið síðan að ég mætti þarna út. Ég er mjög þakklátur fyrir hann,“ sagði Valgeir í samtali við Val Pál Eiríksson á hóteli íslenska landsliðsins hér í Reykjavík. Ísak Bergmann Jóhannesson kom ári á undan Valgeiri til Düsseldorf og hefur hjálpað honum að koma sér fyrir.Getty/Daniel Löb Valgeiri þykir vænt um árin sín í Svíþjóð: „Ég átti mjög góðan tíma í Svíþjóð og við unnum allt sem hægt var að vinna. Skrifuðum söguna fyrir klúbbinn á þessum þremur og hálfu ári. Í sjálfu sér var því erfitt að fara en þetta var ekki lokastaður fyrir mig. Ég vildi að sjálfsögðu taka næsta skref lengra og það er mjög gott að vera kominn í umhverfi eins og hjá Düsseldorf.“ Þurfum að nýta að þeir nenna ekki núll gráðum og vindi Valgeir kom inn á sem varamaður í síðasta landsleik, gegn Tyrklandi ytra í september, og lék þá sinn ellefta A-landsleik. „Ég var búinn að vera svolítið meiddur þegar ég kom hingað heim [í september] og þurfti að vinna mig upp úr því í síðasta landsleikjaglugga. Ég náði því og tók þrjátíu mínútur á móti Tyrklandi. Hefði mögulega getað spilað aðeins meira, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa spilað þarna og komið mér aðeins aftur inn í landsliðið. Ég er búinn að vera svolítið meiddur, þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn í hópinn og að geta sýnt mig,“ sagði Valgeir sem er núna fullkomlega klár í slaginn og ætlar að festa sér byrjunarliðssæti í landsliðinu: „Algjörlega. Núna er ég kominn á góðan stað, hef verið að spila alla leiki í Þýskalandi og auðvitað er markmiðið alltaf að eiga heima í þessu landsliði. Vonandi get ég sýnt það núna og á næstunni. Við þurfum að hefna fyrir tapið gegn Tyrklandi og helst taka 4-6 stig út úr þessum glugga. Þessi leikur við Wales [á föstudag] verður erfiður, eins og alltaf, en við þurfum að nýta okkur að það nennir enginn að koma hingað í núll gráður og vind. Við þurfum að hamra aðeins á þá.“ Klippa: Valgeir mætir kokhraustur í Dalinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Valgeir er í baráttu um bakvarðarstöðu í íslenska landsliðinu og sömuleiðis hjá Düsseldorf en þar hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum, og komið við sögu í öllum leikjum síðan hann mætti til Þýskalands frá Häcken í Svíþjóð í lok ágúst. Hjá Düsseldorf hitti Valgeir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur reynst honum góður stuðningur. „Þetta er mjög góður staður til að vera á. Ég hafði samband við Ísak áður en ég fór í lengri viðræður við þá og hann sagði bara góða hluti um klúbbinn og staðinn. Í sjálfu sér var því „no brainer“ fyrir mig að fara þangað. Fullkomið næsta skref fyrir mig. Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið síðan að ég mætti þarna út. Ég er mjög þakklátur fyrir hann,“ sagði Valgeir í samtali við Val Pál Eiríksson á hóteli íslenska landsliðsins hér í Reykjavík. Ísak Bergmann Jóhannesson kom ári á undan Valgeiri til Düsseldorf og hefur hjálpað honum að koma sér fyrir.Getty/Daniel Löb Valgeiri þykir vænt um árin sín í Svíþjóð: „Ég átti mjög góðan tíma í Svíþjóð og við unnum allt sem hægt var að vinna. Skrifuðum söguna fyrir klúbbinn á þessum þremur og hálfu ári. Í sjálfu sér var því erfitt að fara en þetta var ekki lokastaður fyrir mig. Ég vildi að sjálfsögðu taka næsta skref lengra og það er mjög gott að vera kominn í umhverfi eins og hjá Düsseldorf.“ Þurfum að nýta að þeir nenna ekki núll gráðum og vindi Valgeir kom inn á sem varamaður í síðasta landsleik, gegn Tyrklandi ytra í september, og lék þá sinn ellefta A-landsleik. „Ég var búinn að vera svolítið meiddur þegar ég kom hingað heim [í september] og þurfti að vinna mig upp úr því í síðasta landsleikjaglugga. Ég náði því og tók þrjátíu mínútur á móti Tyrklandi. Hefði mögulega getað spilað aðeins meira, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa spilað þarna og komið mér aðeins aftur inn í landsliðið. Ég er búinn að vera svolítið meiddur, þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn í hópinn og að geta sýnt mig,“ sagði Valgeir sem er núna fullkomlega klár í slaginn og ætlar að festa sér byrjunarliðssæti í landsliðinu: „Algjörlega. Núna er ég kominn á góðan stað, hef verið að spila alla leiki í Þýskalandi og auðvitað er markmiðið alltaf að eiga heima í þessu landsliði. Vonandi get ég sýnt það núna og á næstunni. Við þurfum að hefna fyrir tapið gegn Tyrklandi og helst taka 4-6 stig út úr þessum glugga. Þessi leikur við Wales [á föstudag] verður erfiður, eins og alltaf, en við þurfum að nýta okkur að það nennir enginn að koma hingað í núll gráður og vind. Við þurfum að hamra aðeins á þá.“ Klippa: Valgeir mætir kokhraustur í Dalinn
Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira