The Guardian fjallar um túrismann sem gleypi íslenska tónleikastaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2024 16:13 Það var stappað á Gauknum á mánudagskvöldið þar sem Daði Freyr tróð óvænt upp á tónleikum. Gaukurinn er einn langlífasti tónleikastaður miðborgarinnar. Vísir Tíðindi af fækkun tónlistarstaða í Reykjavík þar sem listamenn á borð við Björk, Sigur Rós og Ólaf Arnalds stigu áður á stokk hafa ratað í heimsfréttirnar. The Guardian fjallar um hina miklu fjölgun ferðamanna og hótela sem hafi hreinlega gleypt minni tónleikastaði. Nýjustu tíðindin í þessum geira eru breytingar á Kex hostel við Skúlagötu þar sem tónleikarými þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðastjóri á Kex sem ekki er lengur þörf fyrir. Enda engir viðburðir, engir tónleikar. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ sagði Óli Dóri í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Fréttin vakti nokkra athygli hér á landi og nú vekur hún athygli utan landsteinanna. „Rifin niður vegna hótelherbergja: Frægir tónleikastaðir á Íslandi að engu orðnir vegna ferðamennsku“ er fyrirsögn greinarinnar á Guardian sem Miranda Bryant, fréttamaður miðilsins á Norðurlöndum, skrifar. Tónlistarsenan sem færði heiminum Björk, Sigur Rós og Ólaf Arnalds sé í stórhættu vegna vinsælda Reykjavíkur sem ferðamannastaðar. Gaukurinn er meðal staða þar sem enn eru haldnir tónleikar. Þar tróð Daði Freyr óvænt upp á mánudagskvöldið og bauð ókeypis inn. Stemmningin var ansi góð eins og sjá má í spilaranum að neðan. Sirkus, Nasa, Faktorí, Húrra Þar er því lýst hvernig tónlistarsenan hafi einmitt sogað til sín ferðamenn á tímum þar sem Ísland var einmana eyríki sem tiltölulega fáir lögðu leið sína til. Undanfarinn áratug hafi orðið sprenging í þeim efnum og vísað til 1,7 milljóna ferðamanna árið 2022. „Þrátt fyrir þátt sinn í að að skapa menninguna og gefa íslensku tónlistarfólki kost á að láta ljós sitt skína þá eru það tónleikastaðir í Reykjavík sem sitja uppi með svarta pétur vegna vinsælda höfuðborgarinnar sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir í greininni. Auk Kex er bent á að Sirkus hafi verið lokað árið 2008, Nasa árið 2012 og Faktorí ári síðar. Allir þrír staðirnir hafi vikið fyrir hóteluppbyggingu. „Nasa var lokað því það þurfti að byggja hótel í sömu byggingu og þannig hefur þetta haldið áfram. Fleiri og fleiri stöðum er bara lokað,“ segir Óli Dóri við The Guardian. Hótel kvarti yfir hávaða Þá er vísað til þess að það sé ekki bara þannig að tónleikastaðir hverfi vegna hótela. Sömuleiðis sé nálægðin tónleikastaða við hótel vandamál í miðbænum. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ sagði Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins við fréttastofu í ágúst. „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Ferðamenn vilji annað en lundabúðir Óli Dóri segir ferðamönnum ekki um að kenna. Margt mætti þó gera betur til að vernda tónlistarsenuna í Reykjavík. Elías Þórsson, blaðamaður á Grapevine, segir viðhorf fólks sem elskaði miðbæ Reykjavíkur í garð ferðamanna fara versnandi. „Það sem bjó til borgina þarf að víkja. Tónlistarsenan, sem gerði Reykjavík töff. Þú endar með Regent street út um allt,“ segir Elías við The Guardian og vísar til samnefndrar götu í London. Með fækkun tónleikastaða muni tækifæri fyrir upprennandi tónlistarstjörnur Íslands gufa upp. María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar sem starfar í þágu íslenskrar tónlistar og tónlistarfólks, tjáir The Guardian að þegar ferðamennskan fer að éta borgina að innan verði borgin ekki lengur eftirsóknarverð. „Það er klárlega ekki það sem þú vilt. Þú vilt ekki búð sem býður ekki upp á annað en lundabúðir og hótel.“ Íslendingar séu horfnir úr miðbænum Margrét Hugrún Gústvasdóttir, blaðakona sem lék aðalhlutverk í Sódóma Reykjavík á sínum tíma, er hugsi yfir stöðunni. Hún veltir stöðunni fyrir sér í Facebook-færslu. „Íslendingar eru sérfræðingar í að gera heimskuleg mistök,“ segir Margrét Hugrún. Egill Helgason sjónvarpsmaður tekur undir. Egill Helgason sjónvarpsmaður er hugsi yfir stöðu mála í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Pendúlinn hefur sveiflast alltof langt. Ég fór í langan göngutúr um miðborgina á laugardaginn í góðu veðri. Upp á Hlemm og niður á Tjörn. Á einum og hálfum tíma hitti ég ekki nema tvær manneskjur sem ég kannaðist við - og gat átt spjall við - konu úr bókmenntaheiminum og ágætan útigangsmann. Það var nú allt og sumt. Hitt eiginlega bara túristar,“ segir Egill. Margrét er sammála. „Fór í bæinn í gær og ætlaði að borða fyrir bíó. Leit inn á nokkra staði á svona 45 min og hvergi voru heimamenn. Hvorki gestir né staff. Heimamenn sá ég fyrst þegar ég kom inn í Bíó Paradís. Þetta er orðið alveg eins og á Benidorm nema hér er fólk í útivistarfötum en ekki sundfötum. Þetta er sorglegt eins og þessi landkynning vottar. Ég hugsa sirka daglega um að flytja aftur eitthvert annað. Út á land eða úr landi.“ Tónleikar á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Nýjustu tíðindin í þessum geira eru breytingar á Kex hostel við Skúlagötu þar sem tónleikarými þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðastjóri á Kex sem ekki er lengur þörf fyrir. Enda engir viðburðir, engir tónleikar. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ sagði Óli Dóri í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Fréttin vakti nokkra athygli hér á landi og nú vekur hún athygli utan landsteinanna. „Rifin niður vegna hótelherbergja: Frægir tónleikastaðir á Íslandi að engu orðnir vegna ferðamennsku“ er fyrirsögn greinarinnar á Guardian sem Miranda Bryant, fréttamaður miðilsins á Norðurlöndum, skrifar. Tónlistarsenan sem færði heiminum Björk, Sigur Rós og Ólaf Arnalds sé í stórhættu vegna vinsælda Reykjavíkur sem ferðamannastaðar. Gaukurinn er meðal staða þar sem enn eru haldnir tónleikar. Þar tróð Daði Freyr óvænt upp á mánudagskvöldið og bauð ókeypis inn. Stemmningin var ansi góð eins og sjá má í spilaranum að neðan. Sirkus, Nasa, Faktorí, Húrra Þar er því lýst hvernig tónlistarsenan hafi einmitt sogað til sín ferðamenn á tímum þar sem Ísland var einmana eyríki sem tiltölulega fáir lögðu leið sína til. Undanfarinn áratug hafi orðið sprenging í þeim efnum og vísað til 1,7 milljóna ferðamanna árið 2022. „Þrátt fyrir þátt sinn í að að skapa menninguna og gefa íslensku tónlistarfólki kost á að láta ljós sitt skína þá eru það tónleikastaðir í Reykjavík sem sitja uppi með svarta pétur vegna vinsælda höfuðborgarinnar sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir í greininni. Auk Kex er bent á að Sirkus hafi verið lokað árið 2008, Nasa árið 2012 og Faktorí ári síðar. Allir þrír staðirnir hafi vikið fyrir hóteluppbyggingu. „Nasa var lokað því það þurfti að byggja hótel í sömu byggingu og þannig hefur þetta haldið áfram. Fleiri og fleiri stöðum er bara lokað,“ segir Óli Dóri við The Guardian. Hótel kvarti yfir hávaða Þá er vísað til þess að það sé ekki bara þannig að tónleikastaðir hverfi vegna hótela. Sömuleiðis sé nálægðin tónleikastaða við hótel vandamál í miðbænum. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ sagði Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins við fréttastofu í ágúst. „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Ferðamenn vilji annað en lundabúðir Óli Dóri segir ferðamönnum ekki um að kenna. Margt mætti þó gera betur til að vernda tónlistarsenuna í Reykjavík. Elías Þórsson, blaðamaður á Grapevine, segir viðhorf fólks sem elskaði miðbæ Reykjavíkur í garð ferðamanna fara versnandi. „Það sem bjó til borgina þarf að víkja. Tónlistarsenan, sem gerði Reykjavík töff. Þú endar með Regent street út um allt,“ segir Elías við The Guardian og vísar til samnefndrar götu í London. Með fækkun tónleikastaða muni tækifæri fyrir upprennandi tónlistarstjörnur Íslands gufa upp. María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar sem starfar í þágu íslenskrar tónlistar og tónlistarfólks, tjáir The Guardian að þegar ferðamennskan fer að éta borgina að innan verði borgin ekki lengur eftirsóknarverð. „Það er klárlega ekki það sem þú vilt. Þú vilt ekki búð sem býður ekki upp á annað en lundabúðir og hótel.“ Íslendingar séu horfnir úr miðbænum Margrét Hugrún Gústvasdóttir, blaðakona sem lék aðalhlutverk í Sódóma Reykjavík á sínum tíma, er hugsi yfir stöðunni. Hún veltir stöðunni fyrir sér í Facebook-færslu. „Íslendingar eru sérfræðingar í að gera heimskuleg mistök,“ segir Margrét Hugrún. Egill Helgason sjónvarpsmaður tekur undir. Egill Helgason sjónvarpsmaður er hugsi yfir stöðu mála í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Pendúlinn hefur sveiflast alltof langt. Ég fór í langan göngutúr um miðborgina á laugardaginn í góðu veðri. Upp á Hlemm og niður á Tjörn. Á einum og hálfum tíma hitti ég ekki nema tvær manneskjur sem ég kannaðist við - og gat átt spjall við - konu úr bókmenntaheiminum og ágætan útigangsmann. Það var nú allt og sumt. Hitt eiginlega bara túristar,“ segir Egill. Margrét er sammála. „Fór í bæinn í gær og ætlaði að borða fyrir bíó. Leit inn á nokkra staði á svona 45 min og hvergi voru heimamenn. Hvorki gestir né staff. Heimamenn sá ég fyrst þegar ég kom inn í Bíó Paradís. Þetta er orðið alveg eins og á Benidorm nema hér er fólk í útivistarfötum en ekki sundfötum. Þetta er sorglegt eins og þessi landkynning vottar. Ég hugsa sirka daglega um að flytja aftur eitthvert annað. Út á land eða úr landi.“
Tónleikar á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent