Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 08:49 Um þrjú hundruð þúsund ferðamenn heimsækja Fjaðrárgljúfur árlega samkvæmt upplýsingum Arctic Adventures. Vísir/Vilhelm Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á Fjaðrárgljúfri. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að gera friðlýstu náttúruperluna aðgengilegri ferðamönnum á sama tíma og gætt sé að náttúrunni. Gljúfrið, sem var friðlýst í vor í samstarfi við sveitarfélagið og fyrri eigendur, tilheyrir jörðinni Heiði sem Arctic Adventures keypti af Hverabergi ehf. og tengdum félögum. Ferðaþjónustufyrirtækið tekur við rekstri friðlýsta svæðisins 1. janúar 2025 samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, segir í samtali við Vísi að ráðist verði í uppbyggingu á göngustígum, útsýnispöllum og salernisaðstöðu í samræmi við aðgerðaáætlun Umhverfisstofnunar sem var unnin samhlið friðlýsingunni. Þá standi til að reisa þjónustumiðstöð rétt utan við friðlýsta svæðið. Á sama tíma eigi að gæta þess að fyrirbyggja gróðurskemmdir og Umhverfisstofnun hefur nokkrum sinnum lokað gljúfrinu vegna hættu á skemmdum á gróðri meðfram gönguslóðum vegna ágangs ferðamanna á undanförnum árum. Kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Ásgeirs. Eignarhald Arctic Adventures á gljúfrinu hafi ekki áhrif á möguleika keppinauta félagsins á að markaðssetja eða skipuleggja ferðir þangað. Fyrir á Arctic Adventures náttúrufyrirbrigðið Kerið í Grímsnesi. Ásgeir segir kaupin á Fjaðrárgljúfri ekki endilega upphaf að frekari landvinningum fyrirtækisins enda séu ekki margar náttúruperlur til sölu. „Við höfum trú á íslenskri ferðaþjónustu og áfangastöðum sem eru vel staðsettir og vinsælir. Við reynum að gera þá aðgengilegri ferðamönnum og passa upp á náttúruna á sama tíma,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skaftárhreppur Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Gljúfrið, sem var friðlýst í vor í samstarfi við sveitarfélagið og fyrri eigendur, tilheyrir jörðinni Heiði sem Arctic Adventures keypti af Hverabergi ehf. og tengdum félögum. Ferðaþjónustufyrirtækið tekur við rekstri friðlýsta svæðisins 1. janúar 2025 samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, segir í samtali við Vísi að ráðist verði í uppbyggingu á göngustígum, útsýnispöllum og salernisaðstöðu í samræmi við aðgerðaáætlun Umhverfisstofnunar sem var unnin samhlið friðlýsingunni. Þá standi til að reisa þjónustumiðstöð rétt utan við friðlýsta svæðið. Á sama tíma eigi að gæta þess að fyrirbyggja gróðurskemmdir og Umhverfisstofnun hefur nokkrum sinnum lokað gljúfrinu vegna hættu á skemmdum á gróðri meðfram gönguslóðum vegna ágangs ferðamanna á undanförnum árum. Kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Ásgeirs. Eignarhald Arctic Adventures á gljúfrinu hafi ekki áhrif á möguleika keppinauta félagsins á að markaðssetja eða skipuleggja ferðir þangað. Fyrir á Arctic Adventures náttúrufyrirbrigðið Kerið í Grímsnesi. Ásgeir segir kaupin á Fjaðrárgljúfri ekki endilega upphaf að frekari landvinningum fyrirtækisins enda séu ekki margar náttúruperlur til sölu. „Við höfum trú á íslenskri ferðaþjónustu og áfangastöðum sem eru vel staðsettir og vinsælir. Við reynum að gera þá aðgengilegri ferðamönnum og passa upp á náttúruna á sama tíma,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skaftárhreppur Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira