Riddari kannana mætir í Samtalið Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2024 10:05 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er gestur Samtalsins að þessu sinni. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14:00. Flokkur hans tapaði miklu fylgi í kosningunum 2021 en fer nú með himinskautum í könnunum. Sigmundur Davíð kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin á upphafsmánuðum hrunsins og var óvænt kjörinn formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009. Hann byrjaði á að verja minnihlutaríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna falli en varð síðan einn harðasti andstæðingur ríkisstjórnar þeirra flokka að loknum kosningum. Vegur hans hélt áfram að vaxa og eftir kosningar 2013 varð hann forsætisráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Eftir birtingu Panamaskjalanna hrökklaðist hann úr embætti en bauð sig aftur fram fyrir Framsókn í kosningunum 2016. Þegar kosið var á ný ári síðar yfirgaf Sigmundur Davíð Framsóknarflokkinn og stofnaði Miðflokkinn. Hinum nýstofnaða flokki gekk vel í kosningunum, hlaut 10.9 prósent atkvæða og sjö þingmenn kjörna. Flokkurinn missti helming fylgisins í síðustu kosningum 2021, eftir Klausturmálið 2018, sem hafði mikil áhrif á stöðu Miðflokksins og Flokk fólksins. Tveir þingmanna Flokks fólksins gengu síðar í Miðflokkinn en það dugði ekki til. Flokkurinn fékk aðeins 5,4 prósent á landsvísu í kosningunum 2021 en gekk mun betur í flestum landsbyggðarkjördæmunum. Nú hafa vindar heldur betur snúist flokknum í hag og hann mælist ítrekað næst stærsti flokkur landsins. Í síðustu könnun Maskínu mældist hann með 17 prósenta fylgi og í nýlegri könnun Gallups mældist hann með 18,7 prósent. Gallup reiknaði líka út fjölda þingmanna samkvæmt þeirra könnun og fengi Miðflokkurinn 13 þingmenn. Hann fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun Gallups væri aðeins hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn með Samfylkingu og Miðflokki. Samfylkingin gæti myndað fjórar mismunandi þriggja flokka stjórnir án Miðflokksins og nokkrir möguleikar eru á fjögurra flokka stjórnum. Samtalið með Heimi Má er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14. Þátturinn verður síðan sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:05. Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sigmundur Davíð kom eins og stormsveipur inn í stjórnmálin á upphafsmánuðum hrunsins og var óvænt kjörinn formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009. Hann byrjaði á að verja minnihlutaríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna falli en varð síðan einn harðasti andstæðingur ríkisstjórnar þeirra flokka að loknum kosningum. Vegur hans hélt áfram að vaxa og eftir kosningar 2013 varð hann forsætisráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Eftir birtingu Panamaskjalanna hrökklaðist hann úr embætti en bauð sig aftur fram fyrir Framsókn í kosningunum 2016. Þegar kosið var á ný ári síðar yfirgaf Sigmundur Davíð Framsóknarflokkinn og stofnaði Miðflokkinn. Hinum nýstofnaða flokki gekk vel í kosningunum, hlaut 10.9 prósent atkvæða og sjö þingmenn kjörna. Flokkurinn missti helming fylgisins í síðustu kosningum 2021, eftir Klausturmálið 2018, sem hafði mikil áhrif á stöðu Miðflokksins og Flokk fólksins. Tveir þingmanna Flokks fólksins gengu síðar í Miðflokkinn en það dugði ekki til. Flokkurinn fékk aðeins 5,4 prósent á landsvísu í kosningunum 2021 en gekk mun betur í flestum landsbyggðarkjördæmunum. Nú hafa vindar heldur betur snúist flokknum í hag og hann mælist ítrekað næst stærsti flokkur landsins. Í síðustu könnun Maskínu mældist hann með 17 prósenta fylgi og í nýlegri könnun Gallups mældist hann með 18,7 prósent. Gallup reiknaði líka út fjölda þingmanna samkvæmt þeirra könnun og fengi Miðflokkurinn 13 þingmenn. Hann fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun Gallups væri aðeins hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn með Samfylkingu og Miðflokki. Samfylkingin gæti myndað fjórar mismunandi þriggja flokka stjórnir án Miðflokksins og nokkrir möguleikar eru á fjögurra flokka stjórnum. Samtalið með Heimi Má er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14. Þátturinn verður síðan sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:05.
Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00