Fréttamenn í bölvuðum vandræðum í óveðrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2024 10:55 „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Robert Ray, fréttamaður Fox. CNN/Fox Fellibylurinn Milton gekk á land í Flórída í nótt og hefur valdið miklum skaða. Fjölmiðlar vestanhafs keppast við að fjalla um storminn sem geysar. Nokkrir fréttamenn sem eru á vettvangi hafa lent í bölvuðum vandræðum í óveðrinu. Anderson Cooper, eitt helsta andlit CNN, var í beinni útsendingu á höfn við borgina Bradenton í Flórída að segja sjónvarpsáhorfendum frá áhirfum Milton þegar óþekktur hlutur fauk í andlitið á honum. „Þetta var ekki mjög gott. Við förum líklega inn eftir skamma stund,“ sagði hann strax í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta lét Cooper höggið ekki á sig fá og hélt áfram að fjalla um óveðrið. Þulur CNN tók fram að það væri í góðu lagi með Cooper, en að aðstæður fréttamanna á vettvangi væru vissulega erfiðar. Robert Ray, fréttamaður Fox News, greindi frá því að stórt tré hefði fallið til jarðar einmitt þar sem hann hafði staðið andartaki áður. „Þetta tré féll beint á bílinn okkar,“ sagði Ray. Hann segist hafa verið nýbúinn að klára útsendingu þegar hann hafi farið inn í bíl og litið á símann sinn. Þá hafi hann heyrt stóran hvell, þegar fréttið féll. Þá sagðist hann óttast að annar hluti trésins, sem stóð enn, myndi falla líka. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Þetta var ekki eina augnablikið sem vakti athygli hjá Robert Ray. Á meðan hann var í beinni útsendingu virtist hann eiga erfitt með að halda sér á jörðinni vegna mikils vinds. Hann lýsti því yfir að um væri að ræða verstu aðstæður sem hefðu komið upp á þessu fellibylatímabili. „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Ray. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Fellibylurinn Milton Bandaríkin Veður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Anderson Cooper, eitt helsta andlit CNN, var í beinni útsendingu á höfn við borgina Bradenton í Flórída að segja sjónvarpsáhorfendum frá áhirfum Milton þegar óþekktur hlutur fauk í andlitið á honum. „Þetta var ekki mjög gott. Við förum líklega inn eftir skamma stund,“ sagði hann strax í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta lét Cooper höggið ekki á sig fá og hélt áfram að fjalla um óveðrið. Þulur CNN tók fram að það væri í góðu lagi með Cooper, en að aðstæður fréttamanna á vettvangi væru vissulega erfiðar. Robert Ray, fréttamaður Fox News, greindi frá því að stórt tré hefði fallið til jarðar einmitt þar sem hann hafði staðið andartaki áður. „Þetta tré féll beint á bílinn okkar,“ sagði Ray. Hann segist hafa verið nýbúinn að klára útsendingu þegar hann hafi farið inn í bíl og litið á símann sinn. Þá hafi hann heyrt stóran hvell, þegar fréttið féll. Þá sagðist hann óttast að annar hluti trésins, sem stóð enn, myndi falla líka. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Þetta var ekki eina augnablikið sem vakti athygli hjá Robert Ray. Á meðan hann var í beinni útsendingu virtist hann eiga erfitt með að halda sér á jörðinni vegna mikils vinds. Hann lýsti því yfir að um væri að ræða verstu aðstæður sem hefðu komið upp á þessu fellibylatímabili. „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Ray. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather)
Fellibylurinn Milton Bandaríkin Veður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira