Með aðalhlutverkin fara leikkonurnar Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir. Ólöf B. Torfadóttir er leikstjóri og höfundur myndarinnar.
Myndin hverfist um listakonuna Örnu sem er komin með leið á lífinu og ákveður að gera sér topp tíu lista yfir hluti sem hún vill gera áður en hún deyr. Hún heldur af stað í ferðalag þar sem hún hyggst enda á Austfjörðunum.
Um er að ræða stærsta hlutverk Helgu Brögu til þessa í mynd sem er svört kómedía. Allir þekkja Helgu Brögu, sem átt hefur farsælan feril og ein af gersemum kómedíunnar í íslenskri menningarsögu.
Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á frumsýninguna í gær þar sem leikarar og aðrir aðstandendur þáttanna fögnuðu saman.























