Misspennt fyrir verkfalli: „Þetta er fínt, meira frí“ Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. október 2024 17:19 Ungmenni í Fjölbrautaskóla Suðurlands og Laugalækjaskóla eru misspennt fyrir verkfalli. Vísir/Bjarni/Magnús Hlynur Krakkar í Laugalækjaskóla í Reykjavík og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru misspenntir fyrir yfirvofandi verkfalli kennara við skólana. Sumir óttast að missa of mikið úr á meðan aðrir eru spenntir fyrir smá auka fríi. Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum samþykkti í dag verkfallsaðgerðir sem hefjast í lok mánaðar. Um er að ræða fjóra leikskóla, leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, þrjá grunnskóla, Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri og svo Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). „Fyrstu viðbrögðin eru „Jess, þrjár vikur í frí. Partý.“ En þá tefjumst við um þrjár vikur. Það hefur áhrif á hvaða menntaskóla við komumst í og námið sem við fáum. Það er alveg erfitt að vinna upp þriggja vikna nám,“ segir Sóley Anna Myer, nemandi í Laugalækjaskóla. Hún hefur áhyggjur af því að missa úr námi en finnur þó til með kennurunum. „Mér finnst þetta nauðsynlegt fyrir þau. Mér finnst þetta gott fyrir þau því þetta þarf að breytast. En þetta bitnar á börnunum. Semjið við kennarana,“ segir Sóley. Sóley Anna Myer er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Samnemandi hennar Sturlaugur Hrafn Ólafsson var ögn slakari. Hann horfir á þetta sem þriggja vikna frí sem hann myndi nýta í að gera góða hluti. „Bara rífa sig í gang þegar verkfallið er búið ef það kemur. Annars bara áfram gakk,“ segir Sturlaugur. Sturlaugur Hrafn Ólafsson er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 á Selfossi ræddi við nokkra drengi um verkfallið í dag. „Ég er í námi þar sem ég má ekki missa af önn en það fer eftir því hvernig þetta endar,“ segir Guðmundur Gauti Ívarsson. Spurðir um lengd verkfallsins, sem á að vera tæpir tveir mánuðir, segja Guðmundur Gauti og vinir hans, Gunnar Hrafn Birgisson og Sigmar Freyr Símonarson, hana bara vera fína. Frá vinstri: Gunnar Hrafn Birgisson, Sigmar Freyr Símonarson og Guðmundur Gauti Ívarsson.Vísir/Magnús Hlynur Benjamín Óli Ólafsson segir kennara eiga skilið að fá hærri laun. Hann er á báðum áttum með hvað honum finnst um verkfallið. „Ef ég fæ allar einingarnar sem ég á að fá fyrir þessa önn þá er ég sáttur, annars ekki,“ segir Benjamín. „Þetta er fínt, meira frí,“ segir Mikael Darri Hjartarson, félagi hans. Frá vinstri: Hákon Birgisson, Benjamín Óli Ólason, Gestur Helgi Snorrason og Mikael Darri HjartarsonVísir/Magnús Hlynur Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Árborg Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10 Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum samþykkti í dag verkfallsaðgerðir sem hefjast í lok mánaðar. Um er að ræða fjóra leikskóla, leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, þrjá grunnskóla, Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri og svo Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). „Fyrstu viðbrögðin eru „Jess, þrjár vikur í frí. Partý.“ En þá tefjumst við um þrjár vikur. Það hefur áhrif á hvaða menntaskóla við komumst í og námið sem við fáum. Það er alveg erfitt að vinna upp þriggja vikna nám,“ segir Sóley Anna Myer, nemandi í Laugalækjaskóla. Hún hefur áhyggjur af því að missa úr námi en finnur þó til með kennurunum. „Mér finnst þetta nauðsynlegt fyrir þau. Mér finnst þetta gott fyrir þau því þetta þarf að breytast. En þetta bitnar á börnunum. Semjið við kennarana,“ segir Sóley. Sóley Anna Myer er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Samnemandi hennar Sturlaugur Hrafn Ólafsson var ögn slakari. Hann horfir á þetta sem þriggja vikna frí sem hann myndi nýta í að gera góða hluti. „Bara rífa sig í gang þegar verkfallið er búið ef það kemur. Annars bara áfram gakk,“ segir Sturlaugur. Sturlaugur Hrafn Ólafsson er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 á Selfossi ræddi við nokkra drengi um verkfallið í dag. „Ég er í námi þar sem ég má ekki missa af önn en það fer eftir því hvernig þetta endar,“ segir Guðmundur Gauti Ívarsson. Spurðir um lengd verkfallsins, sem á að vera tæpir tveir mánuðir, segja Guðmundur Gauti og vinir hans, Gunnar Hrafn Birgisson og Sigmar Freyr Símonarson, hana bara vera fína. Frá vinstri: Gunnar Hrafn Birgisson, Sigmar Freyr Símonarson og Guðmundur Gauti Ívarsson.Vísir/Magnús Hlynur Benjamín Óli Ólafsson segir kennara eiga skilið að fá hærri laun. Hann er á báðum áttum með hvað honum finnst um verkfallið. „Ef ég fæ allar einingarnar sem ég á að fá fyrir þessa önn þá er ég sáttur, annars ekki,“ segir Benjamín. „Þetta er fínt, meira frí,“ segir Mikael Darri Hjartarson, félagi hans. Frá vinstri: Hákon Birgisson, Benjamín Óli Ólason, Gestur Helgi Snorrason og Mikael Darri HjartarsonVísir/Magnús Hlynur
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Árborg Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10 Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10
Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53