Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2024 11:25 Gisele hefur barist hart fyrir því að allar staðreyndir málsins verði dregnar upp á yfirborðið og ekkert dregið undan. Getty/Arnold Jerocki Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. Þetta er meðal þess sem sýnt var í dómsal í Avignon í Frakklandi í gær, þegar réttarhöld yfir Dominique Pelicot og um fimmtíu öðrum karlmönnum héldu áfram. Allir eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað eða brotið gegn Gisele Pelicot, eiginkonu Dominique á meðan hún var meðvitundarlaus. Brotin stóðu yfir í um áratug, þar sem Dominique nauðgaði eiginkonu sinni sjálfur og bauð öðrum að gera slíkt hið sama í spjalli á netinu. Ofbeldið tók hann upp, klippti saman og safnaði. Gisele Pelicot barðist fyrir því að brot af myndskeiðunum yrðu sýnd í dómsal og dómarinn féllst á það en varaði viðstadda við myndefninu og bauð þeim sem treystu sér ekki til að víkja úr sal. Maðurinn í bláu nærbuxunum, 43 ára smiður nefndur Vincent C, er meðal þeirra sem segist saklaus. Að svo miklu leyti að hann segist ekki hafa vitað að Gisele hafi verið meðvitundarlaus og óviljugur þátttakandi. Þessu heldur hann fram jafnvel þótt heyra megi Gisele hrjóta á myndskeiðinu. Sumir mannanna hafa haldið því fram að Pelicot hafi tjáð þeim að eiginkonan væri að þykjast sofa og þetta væri allt partur af kynlífsleik. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt að mönnunum hafi öllum verið ljóst hvernig var í pottinn búið. Gisele yfirgaf dómsalinn um tíma þegar Vincent C bar vitni en hann sagði reynsluna af „kynlífinu“ hafa verið „skrýtna“ og ólíka öðru sem hann hefði upplifað. Hann sagðist skilja, eftir að lögin voru útskýrð fyrir honum, að hann hefði tæknilega séð nauðgað Gisele en eins og margir aðrir ákærðu er það engu að síður afstaða hans að það eigi ekki að refsa honum fyrir þar sem hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Sumir mannanna hafa borið því við að hafa verið undir stjórn Dominique og ekki þorað öðru en að hlýða og beita eiginkonu hans kynferðisofbeldi. Paul-Roger Gontard, verjandi eins mannanna, segir „grá svæði“ í málinu. Það sé misjafnt á hvaða tímapunkti mennirnir hafi gert sér grein fyrir hvað var raunverulega að eiga sér stað og þá hafi Dominique klippt myndskeiðin til og ómögulegt að segja til um hvort það sem fór í ruslið hefði sýnt fram á „sakleysi“ annarra ákærðu. Annar maður sem braut gegn Gisele sagði hana hafa brugðist við snertingu og því hefði hann haldið að hún væri bara að þykjast sofa. Þá fór hann mikinn gegn „gervi-femínistum“ og múgsefjun sem hann sagði fjölmiðla hafa valdið. Aðeins um helmingur ákærðu hefur borið vitni fyrir dómi og ætlað er að réttarhöldin muni halda áfram fram að jólum. Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem sýnt var í dómsal í Avignon í Frakklandi í gær, þegar réttarhöld yfir Dominique Pelicot og um fimmtíu öðrum karlmönnum héldu áfram. Allir eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað eða brotið gegn Gisele Pelicot, eiginkonu Dominique á meðan hún var meðvitundarlaus. Brotin stóðu yfir í um áratug, þar sem Dominique nauðgaði eiginkonu sinni sjálfur og bauð öðrum að gera slíkt hið sama í spjalli á netinu. Ofbeldið tók hann upp, klippti saman og safnaði. Gisele Pelicot barðist fyrir því að brot af myndskeiðunum yrðu sýnd í dómsal og dómarinn féllst á það en varaði viðstadda við myndefninu og bauð þeim sem treystu sér ekki til að víkja úr sal. Maðurinn í bláu nærbuxunum, 43 ára smiður nefndur Vincent C, er meðal þeirra sem segist saklaus. Að svo miklu leyti að hann segist ekki hafa vitað að Gisele hafi verið meðvitundarlaus og óviljugur þátttakandi. Þessu heldur hann fram jafnvel þótt heyra megi Gisele hrjóta á myndskeiðinu. Sumir mannanna hafa haldið því fram að Pelicot hafi tjáð þeim að eiginkonan væri að þykjast sofa og þetta væri allt partur af kynlífsleik. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt að mönnunum hafi öllum verið ljóst hvernig var í pottinn búið. Gisele yfirgaf dómsalinn um tíma þegar Vincent C bar vitni en hann sagði reynsluna af „kynlífinu“ hafa verið „skrýtna“ og ólíka öðru sem hann hefði upplifað. Hann sagðist skilja, eftir að lögin voru útskýrð fyrir honum, að hann hefði tæknilega séð nauðgað Gisele en eins og margir aðrir ákærðu er það engu að síður afstaða hans að það eigi ekki að refsa honum fyrir þar sem hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Sumir mannanna hafa borið því við að hafa verið undir stjórn Dominique og ekki þorað öðru en að hlýða og beita eiginkonu hans kynferðisofbeldi. Paul-Roger Gontard, verjandi eins mannanna, segir „grá svæði“ í málinu. Það sé misjafnt á hvaða tímapunkti mennirnir hafi gert sér grein fyrir hvað var raunverulega að eiga sér stað og þá hafi Dominique klippt myndskeiðin til og ómögulegt að segja til um hvort það sem fór í ruslið hefði sýnt fram á „sakleysi“ annarra ákærðu. Annar maður sem braut gegn Gisele sagði hana hafa brugðist við snertingu og því hefði hann haldið að hún væri bara að þykjast sofa. Þá fór hann mikinn gegn „gervi-femínistum“ og múgsefjun sem hann sagði fjölmiðla hafa valdið. Aðeins um helmingur ákærðu hefur borið vitni fyrir dómi og ætlað er að réttarhöldin muni halda áfram fram að jólum.
Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira