Á sama tíma, á sama stað Ólöf Guðmundsdóttir og Friðrik Árnason skrifa 11. október 2024 12:33 Fyrir ári síðan kom fram frumvarp til fjárlaga. Þar kom fram líkt og lengi hafði verið vitað að gistináttaskattur kæmi til framkvæmda á ný en hann hafði aðeins verið felldur niður tímabundið vegna heimsfaraldurs. Það kom því engum á óvart að hann tæki aftur gildi en það sem fylgdi einnig með í pakkanum – og kom á óvart – voru breytingar á skattinum til hækkunar. Þær breytingar voru endanlega lagðar fram mánuði fyrir gildistöku og skatturinn tvöfaldaðist! Þannig hækkaði þessi sértæki skattur á gististaði með nær engum fyrirvara. Hagstofa Íslands hefur birt tölulegar upplýsingar um gistinætur á öllum gististöðum fyrstu átta mánuði ársins. Þegar litið er til fyrri árshelmings hefur gistinóttum á hótelum meðal erlendra ferðamanna fækkað um 6% á milli ára. Þar er sérstaklega varhugavert að þeim fækkaði mun meira á Austurlandi á þeim tíma eða um 24% á milli ára sem segir okkur að ferðamennirnir eru ekki að ferðast jafn víða um landið og áður. Það er áhyggjuefni og gengur í raun þvert á markmið stjórnvalda sem ganga í grunninn út á að erlendir ferðamenn hafi hér lengri viðveru, ferðist víðar um landið, styðji við byggðir utan höfuðborgarsvæðisins og skilji meira eftir sig um allt land. Beitum almennri skynsemi Nú er farið að hausta á nýjan leik og hefur nýtt frumvarp til fjárlaga litið dagsins ljós. Þar kemur fram að til standi að gera breytingar á gjaldtöku á ferðaþjónustu í samræmi við nýsamþykkta ferðamálastefnu. Þar eru boðaðar breytingar á gjaldtöku ferðamanna sem eiga að auka tekjur ríkisins um tæpa tvo milljarða króna. Í fjármálaáætluninni sem birt var í vor kom eftirfarandi fram: „[…] til skoðunar að setja á fót gjaldtöku sem stuðlar að sjálfbærni ferðamannastaða þannig að fjöldi þeirra verði í samræmi við þolmörk náttúruauðlinda, innviða og samfélagsins í heild. Samhliða þeirri vinnu er gert ráð fyrir endurskoðun á gistináttagjaldi.“ Því er tilefni til að árétta að gistináttaskattur hefur afar lítið með sjálfbærni ferðamannastaða að gera enda er hann ekki til þess fallinn að hafa áhrif á hvernig ferðamenn sem komnir eru til landsins á hverjum tíma ferðast um einstaka staði heldur er hann eingöngu tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Horfum lengra fram í tímann Í útvarpsfréttum RÚV 6. september sl. var fjármálaráðherra spurður hvort fyrirhugaðar skattahækkanir væru í farvegi, hann neitaði því. Þau ummæli ráðherra voru ein og sér fagnaðarefni enda er það svo að við getum nefnilega gert hlutina með skynsömum hætti. Nú er stuttur tími til áramóta. Fyrirsjáanleiki og heildarmynd skipta höfuðmáli þegar kemur að breytingum á skattkerfinu, sér í lagi fyrir atvinnugrein sem starfar jafn langt fram í tímann og ferðaþjónusta. Breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu til hækkunar með litlum fyrirvara setja almennt áætlanir fyrirtækja í uppnám og mynda óstöðugleika og óvissu í rekstrarumhverfi þeirra. Sérstaklega þegar harðnar á dalnum, þá verða áhrif slíkra breytinga sársaukafyllri. Það eru blikur á lofti Núna eru blikur á lofti hjá hótelum og öðrum gististöðum hér á landi og hafa miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára dregið úr samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Á meðan er staðan önnur hjá okkar helstu samkeppnislöndum og hefur erlendum gistinóttum fjölgað milli ára á öllum hinum Norðurlöndunum ef litið er til fyrri helming ársins, skv. gögnum Eurostat. Stjórnvöld verða ávallt að huga – nú í meiri mæli en áður – að alþjóðlegri samkeppni íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ljóst er að gistináttaskattur er ekki innheimtur á öðrum Norðurlöndum en hérlendis. Það er engum til bóta að við séum hér aftur, á sama tíma, á sama stað, að horfa upp á gistináttaskattinn og hugsanlega breytingar á honum til hækkunar. Það þarf að hlúa að fjöregginu sem íslensk ferðaþjónusta er til að það haldi áfram að blómstra. Mikilvægt er að stjórnvöld sýni skynsemi og dug og einfaldlega afnemi gistináttaskattinn. Það er kominn tími til að jafna samkeppnisstöðu gististaða á Íslandi. Höfundar eru Ólöf Guðmundsdóttir, hótelstjóri og formaður gististaðanefndar SAF og Friðrik Árnason, hótelstjóri og nefndarmaður í gististaðanefnd SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan kom fram frumvarp til fjárlaga. Þar kom fram líkt og lengi hafði verið vitað að gistináttaskattur kæmi til framkvæmda á ný en hann hafði aðeins verið felldur niður tímabundið vegna heimsfaraldurs. Það kom því engum á óvart að hann tæki aftur gildi en það sem fylgdi einnig með í pakkanum – og kom á óvart – voru breytingar á skattinum til hækkunar. Þær breytingar voru endanlega lagðar fram mánuði fyrir gildistöku og skatturinn tvöfaldaðist! Þannig hækkaði þessi sértæki skattur á gististaði með nær engum fyrirvara. Hagstofa Íslands hefur birt tölulegar upplýsingar um gistinætur á öllum gististöðum fyrstu átta mánuði ársins. Þegar litið er til fyrri árshelmings hefur gistinóttum á hótelum meðal erlendra ferðamanna fækkað um 6% á milli ára. Þar er sérstaklega varhugavert að þeim fækkaði mun meira á Austurlandi á þeim tíma eða um 24% á milli ára sem segir okkur að ferðamennirnir eru ekki að ferðast jafn víða um landið og áður. Það er áhyggjuefni og gengur í raun þvert á markmið stjórnvalda sem ganga í grunninn út á að erlendir ferðamenn hafi hér lengri viðveru, ferðist víðar um landið, styðji við byggðir utan höfuðborgarsvæðisins og skilji meira eftir sig um allt land. Beitum almennri skynsemi Nú er farið að hausta á nýjan leik og hefur nýtt frumvarp til fjárlaga litið dagsins ljós. Þar kemur fram að til standi að gera breytingar á gjaldtöku á ferðaþjónustu í samræmi við nýsamþykkta ferðamálastefnu. Þar eru boðaðar breytingar á gjaldtöku ferðamanna sem eiga að auka tekjur ríkisins um tæpa tvo milljarða króna. Í fjármálaáætluninni sem birt var í vor kom eftirfarandi fram: „[…] til skoðunar að setja á fót gjaldtöku sem stuðlar að sjálfbærni ferðamannastaða þannig að fjöldi þeirra verði í samræmi við þolmörk náttúruauðlinda, innviða og samfélagsins í heild. Samhliða þeirri vinnu er gert ráð fyrir endurskoðun á gistináttagjaldi.“ Því er tilefni til að árétta að gistináttaskattur hefur afar lítið með sjálfbærni ferðamannastaða að gera enda er hann ekki til þess fallinn að hafa áhrif á hvernig ferðamenn sem komnir eru til landsins á hverjum tíma ferðast um einstaka staði heldur er hann eingöngu tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Horfum lengra fram í tímann Í útvarpsfréttum RÚV 6. september sl. var fjármálaráðherra spurður hvort fyrirhugaðar skattahækkanir væru í farvegi, hann neitaði því. Þau ummæli ráðherra voru ein og sér fagnaðarefni enda er það svo að við getum nefnilega gert hlutina með skynsömum hætti. Nú er stuttur tími til áramóta. Fyrirsjáanleiki og heildarmynd skipta höfuðmáli þegar kemur að breytingum á skattkerfinu, sér í lagi fyrir atvinnugrein sem starfar jafn langt fram í tímann og ferðaþjónusta. Breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu til hækkunar með litlum fyrirvara setja almennt áætlanir fyrirtækja í uppnám og mynda óstöðugleika og óvissu í rekstrarumhverfi þeirra. Sérstaklega þegar harðnar á dalnum, þá verða áhrif slíkra breytinga sársaukafyllri. Það eru blikur á lofti Núna eru blikur á lofti hjá hótelum og öðrum gististöðum hér á landi og hafa miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára dregið úr samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Á meðan er staðan önnur hjá okkar helstu samkeppnislöndum og hefur erlendum gistinóttum fjölgað milli ára á öllum hinum Norðurlöndunum ef litið er til fyrri helming ársins, skv. gögnum Eurostat. Stjórnvöld verða ávallt að huga – nú í meiri mæli en áður – að alþjóðlegri samkeppni íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ljóst er að gistináttaskattur er ekki innheimtur á öðrum Norðurlöndum en hérlendis. Það er engum til bóta að við séum hér aftur, á sama tíma, á sama stað, að horfa upp á gistináttaskattinn og hugsanlega breytingar á honum til hækkunar. Það þarf að hlúa að fjöregginu sem íslensk ferðaþjónusta er til að það haldi áfram að blómstra. Mikilvægt er að stjórnvöld sýni skynsemi og dug og einfaldlega afnemi gistináttaskattinn. Það er kominn tími til að jafna samkeppnisstöðu gististaða á Íslandi. Höfundar eru Ólöf Guðmundsdóttir, hótelstjóri og formaður gististaðanefndar SAF og Friðrik Árnason, hótelstjóri og nefndarmaður í gististaðanefnd SAF.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun