Guðrún nálgast fullkomnun Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:11 Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar hætta ekki að vinna. Getty/Alex Grimm Fjöldi íslenskra fótboltakvenna er á ferðinni í dag og var leikjum að ljúka í Svíþjóð, Noregi og á Ítalíu. Guðrún Arnardóttir nálgast fullkomið tímabil í Svíþjóð. Guðrún og stöllur í Rosengård hafa þegar fagnað sænska meistaratitlinum en þær eru auk þess búnar að vinna alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í dag þegar þær unnu Norrköping á útivelli, þó aðeins 1-0. Guðrún var á sínum stað í vörn Rosengård sem nú hefur unnið 23 leiki og er aðeins þremur leikjum frá fullkomnu tímabili. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir fögnuðu mikilvægum 3-2 útisigri með Örebro gegn Trelleborg í botnbaráttunni. Örebro er áfram í þriðja neðsta sæti, sem leiðir til umspils við lið úr næstefstu deild, en nú tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, AIK. Trelleborg er á botninum og er fallið. María Ólafsdóttir Gros varð hins vegar að sætta sig við 8-1 risatap á útivelli gegn Häcken með liði sínu Linköping sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Ásdís neðar en Selma vegna fjárhagsvandræða Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Lilleström, með Ásdísi Karen Halldórsdóttur innanborðs. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í fremstu víglínu Lilleström.X-síða LSK Lilleström hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og missst stig af þeim sökum, svo liðið er enn í 4. sæti og nú með 38 stig þrátt fyrir 13 sigra og 3 jafntefli, en Rosenborg er með 40 stig í 3. sæti. Brann vann Stabæk 3-0 og er í 2. sæti, svo Sædís Rún Heiðarsdóttir getur ekki orðið norskur meistari í dag eins og mögulegt var, með liði Vålerenga sem á nú í höggi við Lyn. Sigri Vålerenga verður liðið með 63 stig, ellefu stigum á undan Brann þegar fjórar umferðir verða eftir. Alexandra í frábærum málum á Ítalíu Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina sem vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildnni, og hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Liðið er því með fimmtán stig líkt og topplið Juventus sem er með leik til góða við Roma á morgun. Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Guðrún og stöllur í Rosengård hafa þegar fagnað sænska meistaratitlinum en þær eru auk þess búnar að vinna alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í dag þegar þær unnu Norrköping á útivelli, þó aðeins 1-0. Guðrún var á sínum stað í vörn Rosengård sem nú hefur unnið 23 leiki og er aðeins þremur leikjum frá fullkomnu tímabili. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir fögnuðu mikilvægum 3-2 útisigri með Örebro gegn Trelleborg í botnbaráttunni. Örebro er áfram í þriðja neðsta sæti, sem leiðir til umspils við lið úr næstefstu deild, en nú tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, AIK. Trelleborg er á botninum og er fallið. María Ólafsdóttir Gros varð hins vegar að sætta sig við 8-1 risatap á útivelli gegn Häcken með liði sínu Linköping sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Ásdís neðar en Selma vegna fjárhagsvandræða Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Lilleström, með Ásdísi Karen Halldórsdóttur innanborðs. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í fremstu víglínu Lilleström.X-síða LSK Lilleström hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og missst stig af þeim sökum, svo liðið er enn í 4. sæti og nú með 38 stig þrátt fyrir 13 sigra og 3 jafntefli, en Rosenborg er með 40 stig í 3. sæti. Brann vann Stabæk 3-0 og er í 2. sæti, svo Sædís Rún Heiðarsdóttir getur ekki orðið norskur meistari í dag eins og mögulegt var, með liði Vålerenga sem á nú í höggi við Lyn. Sigri Vålerenga verður liðið með 63 stig, ellefu stigum á undan Brann þegar fjórar umferðir verða eftir. Alexandra í frábærum málum á Ítalíu Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina sem vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildnni, og hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Liðið er því með fimmtán stig líkt og topplið Juventus sem er með leik til góða við Roma á morgun.
Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira