Vegna ummæla borgarstjóra um kennara Rebekka Lind Guðmundsdóttir skrifar 14. október 2024 12:30 Það er virkilega dapurt að heyra ummæli borgarstjóra á nýliðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélagana um kennara, þar sem hann uppskar lófatak fjölda oddvita og sveitarstjóra í salnum. Það er sorglegt í ljósi þess að nú rétt fyrir helgi íhugaði ég alvarlega um framtíð mína, ungs kennara nýútskrifuðum úr meistaranámi, í þessu starfi. Ekki vegna nemenda minna sem mér þykir svo ofur vænt um og er þakklát fyrir að fá að kenna, heldur vegna umræðunnar og virðingarleysisins í garð kennarastarfsins sem erfitt er að sitja sífellt undir, ofan á álagið sem starfinu fylgir. Kjarabarátta kennara snýst um jöfnun launa þar sem sérfræðimenntun, álag og ábyrgð í starfi er metin í samræmi við aðrar fagstéttir á opinberum og almennum markaði, þar sem staðan er sú að enn er langt í land. Verandi kennari sem upplifir að komast aldrei yfir öll verkefnin sem þarf að sinna vegna skorts á tíma, sem situr flest kvöld heima hjá sér, eftir að hafa sinnt eigin börnum, og undirbýr sig utan þess tíma sem vinnu- og undirbúningstíminn nær yfir, launalaust, er sérstaklega frústrerandi að heyra og lesa síendurtekið um virðingarleysi í garð starfsins og skilningsleysi gagnvart umfangi þess. Það eru eflaust ekki mörg önnur störf þar sem þarf að undirbúa vinnuna sína áður en maður mætir í hana, en það er vissulega staðreynd í kennarastarfinu. Það þarf að sinna börnum og málum þeirra utan kennslustunda, ásamt öðrum málum sem snúa að fagþróun, verkefnastjórnun eða stefnumótun innan hvers skóla, sitja alls kyns fagfundi, eiga í foreldrasamskiptum, ásamt því að undirbúa einstaklingsmiðaða og fjölbreytta kennslu samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár þar sem markmiðið er að tryggja gæða menntun fyrir hvert barn með þarfir þess, styrkleika og velferð í huga. Svo þarf að fara yfir verkefni eða próf, meta og veita leiðsegjandi endurgjöf. Listinn er alls ekki tæmandi. Og stytting vinnuvikunnar er langt frá því að vera í höfn hjá kennurum þar sem nálgunin “betri vinnutími” snýst ekki um neitt annað en að skerða enn frekar þennan undirbúningstíma sem við höfum án þess að lækka kennsluskyldu neitt. Í skóla án aðgreiningar er bakgrunnur nemenda misjafn og þarfir þeirra ólíkar og því fylgir að sjálfsögðu aukin undirbúningsvinna, teymisfundir og foreldrasamskipti. Þessi aukni stuðningur inn í skólana sem borgarstjóri minnist á og farsældarlögin nýju eru því miður enn bara orð á blaði þar sem vanlíðan og ofbeldi hjá börnum eykst og raunveruleg úrræði ekki í sjónmáli. Þar er boltinn hjá stjórnvöldum. Sá tími sem ég ver með nemendum mínum í kennslustofunni er sá dýrmætasti við starf mitt og það sem raunverulega gefur því merkingu, þó vissulega sé það oft mjög krefjandi. Það eru aðstæður sem ég er menntuð til þess að fást við og nýt þess að sinna. Á þessum fremur þungu tímum þar sem umræða í garð kennara og það frábæra starf sem fer fram í skólum hefur verið neikvæð, og oft byggð á ranghugmyndum eða þekkingarleysi, eru það þessar stundir með nemendum sem minna mig á hvers vegna ég valdi þennan starfsframa sem ung stelpa nýútskrifuð úr framhaldsskóla. Vegna þess að það að hafa áhrif til góðs á börn og ungt fólk er eitthvað sem ég brenn fyrir. Að takast á við allar þær áskoranir sem upp koma í starfinu er eitthvað sem ég hef fagþekkingu og metnað til að sinna, en það á líka að vera metið til launa. Ég dáist sannarlega að öllum þeim kennurum sem hafa starfað á gólfinu í fjölda ára og eru þar enn, hafa staðið af sér fyrri kjarabaráttur og oft á tíðum ómálefnalega og neikvæða umræðu - því nemendur og gleðin sem starfinu fylgir trompar venjulega allt hitt. Ég hef til þessa kosið að einbeita mér að uppbyggjandi og jákvæðri umræðu um skólaþróun og menntamál. Þar fyllist ég innblæstri frá framúrskarandi kennurum sem vinna frábært starf. En ég viðurkenni að núverið er hitt farið að vega aðeins þyngra og ég get einfaldlega ekki setið á mér með að tjá mig; það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að kennarar séu metnir að verðleikum. Ef stjórnmálafólk hefur raunverulegar áhyggjur af menntun barna og nýliðun eða brottfalli úr kennarastéttinni er umræða sem þessi afar skaðleg og bara til þess fallin að til dæmis ungt fólk eins og ég sjálf, með sérfræðiþekkingu og öll spil á hendi fyrir framtíðina, velji einfaldlega að vinna við eitthvað allt annað. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Það er virkilega dapurt að heyra ummæli borgarstjóra á nýliðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélagana um kennara, þar sem hann uppskar lófatak fjölda oddvita og sveitarstjóra í salnum. Það er sorglegt í ljósi þess að nú rétt fyrir helgi íhugaði ég alvarlega um framtíð mína, ungs kennara nýútskrifuðum úr meistaranámi, í þessu starfi. Ekki vegna nemenda minna sem mér þykir svo ofur vænt um og er þakklát fyrir að fá að kenna, heldur vegna umræðunnar og virðingarleysisins í garð kennarastarfsins sem erfitt er að sitja sífellt undir, ofan á álagið sem starfinu fylgir. Kjarabarátta kennara snýst um jöfnun launa þar sem sérfræðimenntun, álag og ábyrgð í starfi er metin í samræmi við aðrar fagstéttir á opinberum og almennum markaði, þar sem staðan er sú að enn er langt í land. Verandi kennari sem upplifir að komast aldrei yfir öll verkefnin sem þarf að sinna vegna skorts á tíma, sem situr flest kvöld heima hjá sér, eftir að hafa sinnt eigin börnum, og undirbýr sig utan þess tíma sem vinnu- og undirbúningstíminn nær yfir, launalaust, er sérstaklega frústrerandi að heyra og lesa síendurtekið um virðingarleysi í garð starfsins og skilningsleysi gagnvart umfangi þess. Það eru eflaust ekki mörg önnur störf þar sem þarf að undirbúa vinnuna sína áður en maður mætir í hana, en það er vissulega staðreynd í kennarastarfinu. Það þarf að sinna börnum og málum þeirra utan kennslustunda, ásamt öðrum málum sem snúa að fagþróun, verkefnastjórnun eða stefnumótun innan hvers skóla, sitja alls kyns fagfundi, eiga í foreldrasamskiptum, ásamt því að undirbúa einstaklingsmiðaða og fjölbreytta kennslu samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár þar sem markmiðið er að tryggja gæða menntun fyrir hvert barn með þarfir þess, styrkleika og velferð í huga. Svo þarf að fara yfir verkefni eða próf, meta og veita leiðsegjandi endurgjöf. Listinn er alls ekki tæmandi. Og stytting vinnuvikunnar er langt frá því að vera í höfn hjá kennurum þar sem nálgunin “betri vinnutími” snýst ekki um neitt annað en að skerða enn frekar þennan undirbúningstíma sem við höfum án þess að lækka kennsluskyldu neitt. Í skóla án aðgreiningar er bakgrunnur nemenda misjafn og þarfir þeirra ólíkar og því fylgir að sjálfsögðu aukin undirbúningsvinna, teymisfundir og foreldrasamskipti. Þessi aukni stuðningur inn í skólana sem borgarstjóri minnist á og farsældarlögin nýju eru því miður enn bara orð á blaði þar sem vanlíðan og ofbeldi hjá börnum eykst og raunveruleg úrræði ekki í sjónmáli. Þar er boltinn hjá stjórnvöldum. Sá tími sem ég ver með nemendum mínum í kennslustofunni er sá dýrmætasti við starf mitt og það sem raunverulega gefur því merkingu, þó vissulega sé það oft mjög krefjandi. Það eru aðstæður sem ég er menntuð til þess að fást við og nýt þess að sinna. Á þessum fremur þungu tímum þar sem umræða í garð kennara og það frábæra starf sem fer fram í skólum hefur verið neikvæð, og oft byggð á ranghugmyndum eða þekkingarleysi, eru það þessar stundir með nemendum sem minna mig á hvers vegna ég valdi þennan starfsframa sem ung stelpa nýútskrifuð úr framhaldsskóla. Vegna þess að það að hafa áhrif til góðs á börn og ungt fólk er eitthvað sem ég brenn fyrir. Að takast á við allar þær áskoranir sem upp koma í starfinu er eitthvað sem ég hef fagþekkingu og metnað til að sinna, en það á líka að vera metið til launa. Ég dáist sannarlega að öllum þeim kennurum sem hafa starfað á gólfinu í fjölda ára og eru þar enn, hafa staðið af sér fyrri kjarabaráttur og oft á tíðum ómálefnalega og neikvæða umræðu - því nemendur og gleðin sem starfinu fylgir trompar venjulega allt hitt. Ég hef til þessa kosið að einbeita mér að uppbyggjandi og jákvæðri umræðu um skólaþróun og menntamál. Þar fyllist ég innblæstri frá framúrskarandi kennurum sem vinna frábært starf. En ég viðurkenni að núverið er hitt farið að vega aðeins þyngra og ég get einfaldlega ekki setið á mér með að tjá mig; það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að kennarar séu metnir að verðleikum. Ef stjórnmálafólk hefur raunverulegar áhyggjur af menntun barna og nýliðun eða brottfalli úr kennarastéttinni er umræða sem þessi afar skaðleg og bara til þess fallin að til dæmis ungt fólk eins og ég sjálf, með sérfræðiþekkingu og öll spil á hendi fyrir framtíðina, velji einfaldlega að vinna við eitthvað allt annað. Höfundur er kennari.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun